Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 370 svör fundust

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hversu margar bakteríur eru í mannslíkamanum?

Talið er að í heilbrigðum einstaklingi séu um það 1013 frumur en 1014 bakteríur. Bakteríurnar í okkur eru því um 10 sinnum fleiri en frumurnar! Bakteríur lifa bæði í og á líkamanum. Flestar bakteríur eru í meltingarveginum en meðal annarra staða þar sem bakteríur þrífast vel eru munnur, nef, húð og kynfæri. ...

category-iconHugvísindi

Hvort er réttara að skrifa I liður eða I. liður?

Rita skal I. liður = fyrsti liður. Þetta er sama regla og gildir almennt um raðtölur: 1. liður = fyrsti liður. Væri ritað I liður eða 1 liður ætti að lesa úr því: „einn liður“. Í Ritreglum, sem prentaðar eru í Stafsetningarorðabókinni (2006), segir í 97. grein að punktur sé settur á eftir raðtölustaf og gefin þ...

category-iconSagnfræði: mannkynssaga

Hverjar eru ástæður stríðsins í Úkraínu?

Upphaf núverandi stríðs í Úkraínu má rekja til atvika í nóvember 2013. Úkraínsk stjórnvöld höfðu þá gengið frá viðskiptasamningi við Evrópusambandið sem beið undirritunar Viktors Janúkovitsj, forseta Úkraínu. En hann skipti skyndilega um skoðun, ákvað að falla frá samningnum en þiggja í hans stað stór lán frá Rúss...

category-iconVeðurfræði

Af hverju eru fellibyljum gefin nöfn?

Fellibyljum eru gefin mannanöfn til að auðvelda umræðu um þá. Nafngift er auk þess talin draga úr líkum á misskilningi við miðlun viðvarana ef margir fellibyljir eru samtímis á ferð. Fyrr á tímum var algengt að fellibyljir væru nefndir eftir dýrlingum, en heimildir eru um kvenmannsnöfn frá 19. öld. Árið 1953 hó...

category-iconVísindavefurinn

Hver voru tíu vinsælustu svörin á Vísindavefnum í janúar 2013?

Samkvæmt vefmælingu Modernusar voru tíu vinsælustu svör janúarmánaðar á Vísindavefnum árið 2013 þessi hér: Ber Íslendingum skylda til að sýna skilríki þegar lögregla biður um það? Er bannað að borða sitt eigið hold? Af hverju koma flensurnar alltaf í janúar og febrúar eða um það leyti? Af hverju lét Júlíus S...

category-iconUnga fólkið svarar

Hver er mesti hiti sem mælst hefur á jörðinni?

Hæsti hiti sem mælst hefur á jörðinni er 57,7°C. Sá hiti var mældur í Líbýu í Afríku þann 13. september 1922. Lægsti hiti sem mældur hefur verið í Afríku var í Marokkó 11. febrúar 1935. Þá var hitinn –23,9 °C. Hæsti hiti sem mældur hefur verið á Suðurskautslandinu var á Vonarflóa (e. Hope Bay) og var hann ...

category-iconLæknisfræði

Af hverju koma flensurnar alltaf í janúar og febrúar eða um það leyti?

Árstíðabundin flensa gengur yfir norðurhvel jarðar á hverjum vetri. Hér á landi er hún frá október til maí og nær hámarki í janúar og febrúar. Hinum megin á hnettinum, til dæmis í Ástralíu, gengur flensa frá maí til október og nær hámarki í ágúst. Algengustu sýklarnir sem valda inflúensu tilheyra þremur fjölsky...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Lagði Leonardó da Vinci eitthvað af mörkum til stærðfræðinnar?

Leonardó da Vinci (1452–1519) var einstaklega fjölhæfur listamaður og fræðimaður: listmálari, myndhöggvari, verkfræðingur, arkitekt, líffræðingur, uppfinningamaður og svo mætti lengi telja. Eftir hann liggja ómetanleg listaverk en einnig verkfræðilegar teikningar og líkön af ýmsu tagi. Yfirlitsrit um sögu stærðf...

category-iconLögfræði

Hvers vegna komst á þjóðkirkja á Íslandi?

Í kjölfar siðaskipti á 16. öld komst hér á lúthersk kristni í stað kaþólsku miðaldakristninnar. Um svipað leyti hófst þróun miðstýrðs ríkisvalds í Danaveldi sem á 17. öld varð að háþróuðu einvaldsríki. Lútherskan þar í landi varð opinber ríkisátrúnaður og kirkjan dæmigerð ríkiskirkja að svo miklu leyti sem hún var...

category-iconFélagsvísindi almennt

Hvaða mánaðanöfn voru notuð samkvæmt gamla íslenska tímatalinu og yfir hvaða tímabil náðu þau?

Samkvæmt gömlum heimildum voru mánaðanöfn á Íslandi til forna eftirfarandi: gaukmánuður/sáðtíð u.þ.b. 12. apríl – 11. maí eggtíð/stekktíð u.þ.b. 12. maí – 11. júní sólmánuður/selmánuður u.þ.b. 12. júní – 11. júlí miðsumar/heyannir u.þ.b. 12. júlí – 11. ágúst tvímánuður/heyannir u.þ.b. 12. ágúst – 11. septem...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Væri hægt að koma í veg fyrir að síldardauði í Kolgrafafirði endurtaki sig?

Mikill síldardauði varð í Kolgrafafirði á Snæfellsnesi í desember 2012 og aftur 1. febrúar 2013. Vísindamenn Hafrannsóknastofnunar telja að um 50 þúsund tonn af síld hafi drepist í þessum tveimur lotum. Sennilega héldu ein 250 þúsund tonn af sumargotsíld til í firðinum þennan vetur. Ljóst er að þegar svo mikill...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvers vegna dó Steller-sækýrin út?

Hinar risavöxnu Steller-sækýr (Hydrodamalis gigas) sem einnig nefnast barkardýr, lifðu í grunnum og köldum sjó við Kommandorskye- og Blizhnie-eyjar í Beringshafi. Þær voru stærstar allra sækúa (Sirenia), vógu á bilinu 5-11 tonn og gátu orðið tæpir 8 metrar á lengd. Teikning af Steller-sækú (Hydrodamalis gigas...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvernig er lífsferill hrognkelsa?

Löng hefð er fyrir því að kalla hrognkelsi (Cyclopterus lumpus) tveimur nöfnum, hrygnan er nefnd grásleppa og hængurinn rauðmagi. Rannsóknir á hrognkelsum sýna að þau snúa aftur til uppeldisstöðva sinna til að hrygna og halda tryggð við svæðið ár eftir ár. Áður en að hrygningargöngu kemur halda hrognkelsi til ...

category-iconUmhverfismál

Hversu mörg lönd hafa samþykkt Kyoto-bókunina?

Á vef Loftslagsstofnunar Sameinuðu þjóðanna (UNFCCC) er að finna lista yfir þau lönd sem hafa staðfest Kyoto-bókunina. Í febrúar 2007 höfðu 169 ríki auk Evrópusambandsins staðfest bókunina. Þau lönd sem staðfest hafa Kyoto-bókunina eru merkt með grænum, gul eru þau lönd sem hafa skrifað undir og munu væntanlega ...

category-iconHugvísindi

Hvað var spánska veikin?

Spánska veikin var afar skæður inflúensufaraldur sem gekk yfir heiminn árin 1918-19. Inflúensa orsakast af veirum sem smitast í gegnum öndunarfæri fólks. Þeir sem smitast mynda ónæmi en ef nýir stofnar myndast af veirum sem fólk hefur ekkert áunnið ónæmi við þá geta komið upp bráðsmitandi farsóttir eins og í tilfe...

Fleiri niðurstöður