Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 90 svör fundust
Er hægt að klóna apa?
Náttúrleg klónun er vel þekkt,til dæmis við knappskot eða þegar ný tré vaxa upp af brotnum greinum eða föllnu tré (samanber stiklinga). Í marga áratugi hafa vísindamenn unnið að því að klóna dýr á tilraunastofum. Breski líffræðingurinn John Gurdon (f. 1933) var fyrstur til að klóna hryggdýr þegar hann klónaði fros...
Getur krabbamein borist frá móður til fósturs?
Krabbamein sem slíkt, það er krabbameinsfrumur, geta ekki borist frá móður til fósturs. Almennt berast engar frumur um fylgjuna til fóstursins. En fóstrið fær að sjálfsögðu gen frá móður og föður og þeirra á meðal geta verið gen sem hugsanlega eru stökkbreytt og geta valdið aukinni tilhneigingu til þess að fá krab...
Hvernig fæðir fólk börn?
Hvernig nýtt líf myndast er eitt af mest heillandi undraverkum lífsins og janframt ein mesta ráðgáta þess. Allt líf á jörðinni fjölgar sér með einhverjum hætti og eru til þess nokkrar leiðir. Maðurinn fjölgar sér með kynæxlun líkt og önnur spendýr. Við kynæxlun þurfa að koma saman tveir einstaklingar af gagnstæ...
Af hverju verða karlmenn ekki óléttir?
Karlmenn verða ekki óléttir af því að þeir hafa ekki þau líffæri sem þarf til þess að nýr einstaklingur geti þroskast og dafnað innan líkama þeirra. Eitt af einkennum lífvera er að þær fjölga sér. Fjallað er um æxlun í svari Jóns Más Halldórssonar við spurningunni: Hver er munurinn á kynæxlun og kynlausri æxlu...
Hvað eru til margar tegundir af stofnfrumum?
Þrjú hugtök eru helst notuð til að skilja eðli og hæfni stofnfruma. Alhæfar (e. totipotent) frumur er hugtak sem einungis á við frjóvgað egg og fósturvísi stuttu eftir frjóvgun þar sem einungis frumufjölgun en engin frumusérhæfing hefur átt sér stað. Alhæfar stofnfrumur geta bæði gefið af sér frumur sem verða að f...
Af hverju fá strákar ekki eins brjóst og stelpur?
Fram að kynþroskaskeiðinu eru brjóst stelpna og stráka eins. Fyrir áhrif kvenkynhormóna í upphafi kynþroskaskeiðsins stækka brjóst stelpna en ekki stráka. Það er sem sagt skortur á kvenkynhormónum hjá drengjum sem kemur í veg fyrir að brjóst þeirra stækki. Brjóst karla hafa mjólkurkirtla eins og brjóst kvenna. ...
Hver borgar meðlag þegar hvorugt foreldrið hefur forræði yfir barni?
Spurninguna mætti einnig orða svona: Hvílir framfærsluskylda á foreldri (öðru eða báðum) jafnvel þótt það (þau) fari ekki með forsjá barnsins? Svarið er já því samkvæmt barnalögum nr. 20/1992 er meginreglan sú að framfærsluskylda hvílir á kynforeldrum barns óháð því hvort þau fari með forsjá þess. Framfærsluskylda...
Hvað getur þú sagt mér um sjúkdóminn PKU?
PKU er arfgengur sjúkdómur. Hann stafar af víkjandi stökkbreyttu geni sem þýðir að barn þarf að erfa genið frá báðum foreldrum sínum til að sjúkdómurinn komi fram. Stökkbreytingin í geninu veldur því að það vantar ensím í lifur sem brýtur niður amínósýruna fenýlalanín. Þessi amínósýra er í öllum prótínum og sumum ...
Er hægt að fæðast með tennur?
Tennur mannsins ganga í raun í gegnum 4 þroskunarstig: Það fyrsta hefst þegar á fósturstigi, en grunnefni tanna byrja að myndast þegar fóstrið er um það bil 6 vikna. Þegar fóstrið er um 3 - 4 mánaða fer glerungurinn að myndast utan um tennurnar. Þriðja stigið er þegar tennurnar koma upp í gegnum góminn eftir að ...
Geta karlar orðið óléttir og geta konur framleitt sæðisfrumur?
Hér er svarað eftirfarandi spurningum: Af hverju getur karlinn ekki átt barnið? Væri hægt að setja sæði í konuna og eggið í karlinn? (Sólrún Agla) Af hverju fæða strákar ekki börn? (Guðni Oddsson) Geta karlmenn verið óléttir? Það er, geta þeir gengið með börn alveg eins og konur? (Guðni Leifur) Geta karlar orð...
Hvað er Turner-sjúkdómur?
Turner-heilkennið er nefnt eftir lækninum Henry Turner sem uppgötvaði sjúkdóminn og lýsti honum árið 1938. Um er að ræða erfðagalla sem stafar af því að annan kvenkynlitning (X) vantar í konu. Ástæðan er sú að X-litning hefur vantað í annað hvort eggfrumu móðurinnar eða sáðfrumu föðursins. Konur með Turner-heilken...
Getur barn óskað eftir að fá aðra forráðamenn en foreldra sína? Hver fær þá oftast forræði yfir barninu?
Ekki er í lögum bein heimild fyrir börn til að óska eftir nýjum forsjáraðilum. Segja má að hugtakið forsjá sé þríþætt. Í fyrsta lagi felur það í sér rétt foreldra til að ráða persónulegum högum barns, sbr. 3. mgr. 29. gr. barnalaga, nr. 20/1992 og 25. og 31. gr. lögræðislaga, nr. 71/1997. Í öðru lagi felur það...
Má breyta nafninu sínu algjörlega?
Einstaklingur sem æskir að breyta nafni sínu verður að fara eftir reglum VI. kafla laga nr. 45/1996 um mannanöfn. Einstaklingur sem orðinn er átján ára og vill breyta nafni sínu algjörlega, það er eiginnafni, eftir atvikum millinafni og kenninafni, óskar eftir því við dómsmálaráðherra. Dómsmálaráðherra er heim...
Hvað veldur Down-heilkenni og fötlun?
Það er litningabreyting sem veldur Down-heilkenni og það uppgötvaðist fyrst árið 1959. Down-heilkenni er algengasti litningasjúkdómurinn. Heilbrigðir einstaklingar hafa 23 litningapör eða alls 46 litninga. Einstaklingar sem eru með Down-heilkenni hafa auka erfðaefni í frumum líkamans, flestir þannig að þeir haf...
Hvernig verða eineggja tvíburar til og af hverju gerist það?
Hér er einnig svarað spurningunni:Ef eineggja tvíburarsystur og eineggja tvíburabræður myndu para sig saman og hvort par eignast barn, er þá líklegt að börnin yrðu lík? Eineggja tvíburar verða til þegar frjóvgað egg klofnar í tvennt. Hvenær klofnunin verður ræður því hvort tvíburarnir deila einni og sömu legkökun...