Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 70 svör fundust

category-iconLæknisfræði

Hvað er gyllinæð og hvernig er hægt að losna við hana?

Gyllinæð (e. hemorrhoids) er þrútin bláæð (æðahnútur) í endaþarmi eða endaþarmsopi og finnst sem þykkildi. Bæði er til innri og ytri gyllinæð. Innri gyllinæð er inni í endaþarminum undir þekju endaþarmsopsins. Ef hún rifnar blæðir úr endaþarmsopinu en slíkt gerist iðulega við hægðir. Ytri gyllinæð er í húðinni nál...

category-iconLífvísindi: mannslíkaminn

Hvað eru baugar undir augum, og fá allir þá, líka blindir?

Baugar undir augum eru algengt fyrirbæri sem á sér nokkrar orsakir. Húðin undir augunum er sérstaklega þunn, og með aldrinum þynnist hún enn meir. Við það koma í ljós smáar blóðæðar undir og í húðinni sem gefa henni dökkan blæ. Þegar fólk þreytist geta æðarnar tútnað út og baugarnir verða meira áberandi. Me...

category-iconLífvísindi: mannslíkaminn

Er hægt að deyja úr hræðslu?

Í stuttu máli er svarið; já það er hægt að deyja úr hræðslu. Hræðsla er eðlileg tilfinning og lýsir sér í líffræðilegum viðbrögðum við ytri aðstæðum. Eiríkur Örn Arnarson segir í svari sínu við spurningunni Hver er munurinn á kvíða og hræðslu?Hræðsla er sértæk og tengist ákveðnum stað, aðstæðum, einstaklingi eð...

category-iconLæknisfræði

Hvað gerist í kransæðakerfi líkamans við mikla áreynslu?

Orkuþörf líkamans er breytileg og gerir kröfur til hjartans um síbreytileg afköst. Kransæðakerfið þarf að geta brugðist hratt við aukinni orkukröfu hjartans með meira blóðflæði. Við það eitt að fara úr hvíldarstöðu í mikla áreynslu getur blóðflæðið 5-6 faldast í heilbrigðu kransæðakerfi. Lífeðlisfræði kransæða...

category-iconLæknisfræði

Hvað veldur beinhimnubólgu?

Á Doktor.is er pistill um beinhimnubólgu. Þar kemur fram að það sem í daglegu tali kallast beinhimnubólga er ekki sjúkdómur í sjálfu sér heldur samheiti yfir ákveðin einkenni. Þessi einkenni eru verkir í framanverðum fótlegg sem koma í kjölfar aukins álags, oftast vegna líkamsþjálfunar. Verkirnir hverfa yfirleitt...

category-iconLæknisfræði

Hvað gerist þegar fólk fær heilablóðfall og lamast bara öðru megin?

Hér er einnig svarað spurningunum:Hver er munurinn á heilablæðingu og heilablóðfalli? Hverjar eru orsakir heilablóðfalls? Heilablóðfall eða -slag (e. stroke eða cerbrovascular accident (CVA)) er skerðing á heilastarfsemi vegna truflunar á blóðflæði til heilans, ýmist við það að æð stíflast eða rofnar. Hluti af ...

category-iconHeilbrigðisvísindi

Hvers vegna daprast sjónin hjá fólki sem fær hreint súrefni til innöndunar?

Aftansteinstrefjun (retrolental fibroplasia) er algengasti fylgikvilli innöndunar á súrefni í háum styrkleika. Aftansteinstrefjun kallast augnsjúkdómur sem einkum sést meðal fyrirbura sem þurfa á aukinni súrefnisgjöf að halda fyrstu daga eða vikur eftir fæðingu. Aukinn súrefnisstyrkur í blóði stöðvar vöxt æða í sj...

category-iconHeilbrigðisvísindi

Getur opin fósturæð í börnum aukið næmni fyrir sýklum, til dæmis kvefi?

Flestir meðfæddir hjartasjúkdómar virðast auka tíðni efri og neðri öndunarfærasýkinga en ég kannast ekki sérstaklega við að kvef sé algengara hjá þessum börnum, þó að svo kunni að vera. Ég geri ráð fyrir að með opinni fósturæð sé átt við opinn brjóstgang (patent ductus arteriosus) sem er æð milli lungnaslag...

category-iconLæknisfræði

Hvað er skorpulifur og af hverju myndast hún?

Lifrin er stærsti kirtill líkamans og vegur um eitt og hálft kíló. Hún skiptist í tvö lifrarblöð og er hægra megin ofarlega í kviðarholinu þar sem hún er varin af rifbeinum. Í lifrinni eru unnin um 500 mikilvæg störf. Meðal helstu starfa er framleiðsla blóðprótína sem eru nauðsynleg fyrir til dæmis blóðstorknun, s...

category-iconHeilbrigðisvísindi

Hvað eru harðsperrur? Hvað veldur þeim og hvernig má draga úr þeim?

Harðsperrur eru afleiðing skemmda sem verða í vöðvum þegar þeir framkvæma vinnu. Harðsperrur koma helst þegar vöðvi myndar kraft um leið og hann lengist en það kallast eftirgefandi vöðvastarf eða bremsukraftur. Krafturinn sem einstakar vöðvafrumur geta myndað er mestur undir slíkum kringumstæðum. Vöðvasýni ú...

category-iconHeilbrigðisvísindi

Hvernig verka sprengipillur eða sprengitöflur?

Svokallaðar sprengipillur eða sprengitöflur innihalda virka efnið nítróglýserín og eru notaðar við brjóstverk frá hjarta, öðru nafni hjartaöng (e. angina). Brjóstverkur er einkenni margra kvilla, svo sem loftvegasýkinga, bakflæðis og stoðkerfisverkja, en hjartaöng stafar af blóðþurrð í hjartavöðva sem oft orsakast...

category-iconHugvísindi

Hvað þýðir arabíska orðið halal?

Orðið halal er notað um allt það sem er leyfilegt samkvæmt íslömskum lögum. Andstæðan við halal er haraam, sem er notað um það sem íslömsk lög banna. Í löndum þar sem arabíska er ekki opinbert mál er halal oftast notað til að tilgreina þau matvæli sem múslimar mega neyta. Í því tilfelli gegnir orðið sambærilegu hl...

category-iconHeilbrigðisvísindi

Er hægt að fá garnaflækju ef maður veltir sér niður langa brekku eða snýr sér mikið á skrifstofustól?

Garnaflækja er af ýmsum gerðum. Garnaflækja í miðgirni er algengust í nýburum sem hafa meðfæddan galla eftir snúningsvillu í myndun meltingarvegarins á fósturskeiði. Garnaflækja í hluta þarmanna (e. segmental volvulus) getur komið fyrir á hvaða aldri sem er, oftast hjá fólki sem hefur tilhneigingu til þessa vegna...

category-iconLífvísindi: mannslíkaminn

Hver eru áhrif hita og kulda á mannslíkamann?

Hér er einnig að finna svar við spurningu Guðlaugar Björnsdóttur Hvers vegna lækkar líkamshiti hjá sumu fólki þegar það veikist?Uppruni varmaorkunnar í líkama okkar liggur í fæðunni. Líkaminn myndar varma við efnahvörf, það er þegar hann er að brjóta niður sykur, fitu og prótein sem fengin eru úr fæðunni sem við b...

category-iconLífvísindi: mannslíkaminn

Hvað er storkukerfi?

Storkukerfið er flókið ferli sem fer í gang þegar skemmdir verða á æðakerfinu. Blæðing leiðir til dauða ef líkaminn bregst ekki við. Storkukerfið stuðlar að því að blóðið storknar sem er þáttur í blæðingarstöðvun (e. hemostasis) og lífsnauðsynlegur þáttur í samvægi líkamans (e. homeostasis). Í grófum dráttum fer b...

Fleiri niðurstöður