Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Getur opin fósturæð í börnum aukið næmni fyrir sýklum, til dæmis kvefi?

Sigurður B. Þorsteinsson

Flestir meðfæddir hjartasjúkdómar virðast auka tíðni efri og neðri öndunarfærasýkinga en ég kannast ekki sérstaklega við að kvef sé algengara hjá þessum börnum, þó að svo kunni að vera.


Ég geri ráð fyrir að með opinni fósturæð sé átt við opinn brjóstgang (patent ductus arteriosus) sem er æð milli lungnaslagæðar og ósæðar (aðalslagæðarinnar frá hjartanu). Í fóstrinu fer megnið af blóðinu frá hægri slegli gegnum þessa æð til ósæðar. Í fæðingu eða fljótlega eftir hana á þessi gangur að lokast og allt blóð lungnaslagæðar fer þá til lungna – um leið og súrefni berst barninu ekki lengur frá móður en lungu þess sjálfs taka að starfa. Stundum helst þessi gangur opinn og er það talsvert algengara hjá stúlkubörnum. Þetta leiðir til þess að blóð flæðir að hluta frá ósæð til lungnaslagæðar og verður því of mikið blóðflæði til lungna sem aftur leiðir til hækkaðs þrýstings í lungnablóðrás en það getur valdið skemmdum í lungnaæðum og lungum ef ekkert er að gert. Meðferðin er fólgin í tiltölulega einfaldri skurðaðgerð ef um einstakan galla er að ræða en stundum er þetta hluti af flóknari meðfæddum hjartagalla sem er þá snúnara mál að laga.

PDA á myndinni stendur fyrir patent ductus arteriosus.

Opinn brjóstgangur er áhættuþáttur fyrir hjartaþelsbólgu sem er bakteríusýking í hjarta- eða æðaþeli (oftast á hjartalokum). Bakteríur sem hafa komist í blóðrás geta loðað við æðaþelið þar sem lygnur skapast eins og handan við óeðlilegt op milli hjartahelminga. Sýkingin verður því við op brjóstgangsins í lungnaslagæðinni.

Mynd:

Höfundur

dósent í læknisfræði við HÍ

Útgáfudagur

16.6.2000

Spyrjandi

Steinunn Þ. Hlynsdóttir

Tilvísun

Sigurður B. Þorsteinsson. „Getur opin fósturæð í börnum aukið næmni fyrir sýklum, til dæmis kvefi?“ Vísindavefurinn, 16. júní 2000, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=525.

Sigurður B. Þorsteinsson. (2000, 16. júní). Getur opin fósturæð í börnum aukið næmni fyrir sýklum, til dæmis kvefi? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=525

Sigurður B. Þorsteinsson. „Getur opin fósturæð í börnum aukið næmni fyrir sýklum, til dæmis kvefi?“ Vísindavefurinn. 16. jún. 2000. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=525>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Getur opin fósturæð í börnum aukið næmni fyrir sýklum, til dæmis kvefi?
Flestir meðfæddir hjartasjúkdómar virðast auka tíðni efri og neðri öndunarfærasýkinga en ég kannast ekki sérstaklega við að kvef sé algengara hjá þessum börnum, þó að svo kunni að vera.


Ég geri ráð fyrir að með opinni fósturæð sé átt við opinn brjóstgang (patent ductus arteriosus) sem er æð milli lungnaslagæðar og ósæðar (aðalslagæðarinnar frá hjartanu). Í fóstrinu fer megnið af blóðinu frá hægri slegli gegnum þessa æð til ósæðar. Í fæðingu eða fljótlega eftir hana á þessi gangur að lokast og allt blóð lungnaslagæðar fer þá til lungna – um leið og súrefni berst barninu ekki lengur frá móður en lungu þess sjálfs taka að starfa. Stundum helst þessi gangur opinn og er það talsvert algengara hjá stúlkubörnum. Þetta leiðir til þess að blóð flæðir að hluta frá ósæð til lungnaslagæðar og verður því of mikið blóðflæði til lungna sem aftur leiðir til hækkaðs þrýstings í lungnablóðrás en það getur valdið skemmdum í lungnaæðum og lungum ef ekkert er að gert. Meðferðin er fólgin í tiltölulega einfaldri skurðaðgerð ef um einstakan galla er að ræða en stundum er þetta hluti af flóknari meðfæddum hjartagalla sem er þá snúnara mál að laga.

PDA á myndinni stendur fyrir patent ductus arteriosus.

Opinn brjóstgangur er áhættuþáttur fyrir hjartaþelsbólgu sem er bakteríusýking í hjarta- eða æðaþeli (oftast á hjartalokum). Bakteríur sem hafa komist í blóðrás geta loðað við æðaþelið þar sem lygnur skapast eins og handan við óeðlilegt op milli hjartahelminga. Sýkingin verður því við op brjóstgangsins í lungnaslagæðinni.

Mynd:...