Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 3656 svör fundust

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvað liggja Hvalfjarðargöngin langt undir sjávarbotninum?

Á vefsetri fyrirtækisins Spalar sem á og rekur Hvalfjarðargöngin er að finna ýmsar tölur og upplýsingar um göngin. Þar kemur til dæmis fram að heildarlengd þeirra er 5,8 kílómetrar og þar af eru 3,8 km undir sjó. Hallinn að sunnanverðu er minni en í Kömbunum og hallinn að norðanverðu er svipaður og í Bankastræti í...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvað er eigintíðni?

Allir hlutir hafa eigintíðni (e. natural frequency). Eigintíðni hlutar er sú sveiflutíðni sem honum er eiginleg og á þeirri sveiflutíðni titrar hluturinn. Eigintíðni hlutar ákvarðast af efnaeiginleikum hlutarins ásamt lögun hans, massa, stærð og togi/spennu (e. tension) og er eigintíðnin mæld í hertsum (Hz) en sú ...

category-iconUnga fólkið svarar

Voru Daltonbræðurnir til?

Flestir aðdáendur Lukku-Lákabókanna kannast við Daltonbræður, bófana Ibba, Vibba, Kobba og Jobba, sem eru hver öðrum heimskari. Persónur þeirra eru að mestu uppspuni. Færri vita þó að aðrir fjórir Daltonbræður, sem sagðir eru frændur hinna fyrrnefndu, eru drepnir í einni af fyrstu Lukku-Lákasögunum. Þessir bræður ...

category-iconEðlisfræði: í daglegu lífi

Hvernig drepur rafstraumur lifandi vef?

Rafstraumur getur bæði valdið minniháttar skaða í lifandi vefjum og einnig verið banvænn. Þegar straumur hleypur gegnum líkamann myndast hiti og staðbundin skemmd verður í vefjum sem er í raun brunadrep. Raflost, það er að segja mikill straumur í snöggu höggi af völdum háspennu, getur líka orðið mönnum að fjörtjón...

category-iconJarðvísindi

Hvaða íbúðahverfi á höfuðborgarsvæðinu liggja á flekaskilum?

Spurningin í fullri lengd hljóðaði svona: Hvaða íbúðahverfi á höfuðborgarsvæðinu liggja á flekaskilum um þverbrotabelti sunnanlands? Hvaða íbúðahverfi önnur á höfuðborgarsvæðinu liggja á flekaskilum s.s. Norður-Ameríkuflekans og Evrasíuflekans? Stutta svarið við spurningunni er að engin íbúðahverfi á höfu...

category-iconFöstudagssvar

Af hverju ná veggir á almenningsklósettum hvorki alveg upp í loft né alla leið niður á gólf?

Þessari spurningu er einfalt að svara. Ástæðan fyrir því að veggir almenningsklósetta ná hvorki alveg upp í loft né alla leið niður á gólf er sú að þannig henta þau einstaklega vel sem sögusvið spennuatriða í Hollywood-kvikmyndum! Hangandi veggir eru algengir á almenningsklóettum sem og mafíósar. Þegar arkit...

category-iconSagnfræði: Íslandssaga

Hvað er átt við í Íslendingasögunum þegar menn eru með alvæpni?

Öll spurningin hljóðaði svona: Hvað er átt við í Íslendingasögunum þegar menn eru með alvæpni? Er átt við að þeir séu með spjót, sverð, öxi og hand-sax? Langalgengustu vopnin í Íslendingasögunum og þau sem oftast er minnst á að notuð séu í bardaga eru sverð (43%), axir (32%) og spjót eða vopn sem svipa til ...

category-iconLæknisfræði

Hvað gerist þegar maður fær heilahristing?

Heilinn er gerður úr mjög mjúkum og viðkvæmum vef. Hann er umlukinn heilahimnum og heilavökva sem ásamt höfuðkúpunni vernda hann. Þegar höfuðið verður fyrir áfalli eins og höggi kastast heilinn utan í harðan beinvef höfuðkúpunnar. Þetta getur valdið því að vefir í heilanum rifni eða togni og truflar það boðflutnin...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Af hverju sjá uglur svona vel í myrkri?

Spurningin í heild sinni hljóðaði svona: Af hverju sjá uglur sjá svona vel í myrkri? Getur uglan snúið hausnum í hálfhring eða getur hún snúið hausnum í heilan hring?Uglur hafa þróað með sér afar næma nætursjón sem er mjög sérstök fyrir margra hluta sakir. Eins og flestum er kunnugt um þá er veiðitími flestra tegu...

category-iconNæringarfræði

Hvaða skordýr á Íslandi henta vel í matseld?

Í heild hljóðaði spurningin svona:Sameinuðu þjóðirnar hvetja fólk til að auka neyslu á skordýrum. Hvaða skordýr á Íslandi henta vel í matseld? Er eitthvað sem ber að varast? Skordýr sem fæða handa mönnum komust almennilega á dagskrá í hinum vestræna heimi eftir útgáfu skýrslu Matvæla- og landbúnaðarstofnunar S...

category-iconLandafræði

Getið þið sagt mér hvar landamæri Evrópu liggja?

Skipting þurrlendis jarðar í heimsálfur er ekki náttúrulögmál heldur eingöngu hugmyndir manna sem hafa þróast öldum saman og tekið breytingum í takt við breytingar á heimsmyndinni. Eins og með önnur mannanna verk er þessi skipting langt frá því að vera óumdeild. Það er ekki aðeins deilt um það hvar mörk á milli he...

category-iconHeimspeki

Hvaða rök liggja á bakvið bann á mannáti?

Fá viðmið eru eins geirnegld í siðferðislíf okkar og bannið við að leggja sér manneskjur til munns. Listir og dægurmenning hafa lengi nýtt sér þetta viðhorf til að skapa eftirminnilegar en um leið viðurstyggilegar persónur. Persóna Hannibals Lecter sem margir muna eftir er til dæmis sérlega ógeðfelld. Óviðjafnanle...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Liggja bæði karl- og kvenfugl svartþrastarins á eggjum?

Svartþröstur (Turdus merula) er nýlegur landnemi á Íslandi en fyrsta staðfesta varp hans hér á landi var árið 1969. Til að byrja með var varpið nokkuð óreglulegt en um 1991 voru svartþrestir farnir að verpa reglulega á höfuðborgarsvæðinu. Stór hópur kom hingað vorið 2000 og eftir það tók varpstofninn að eflast og ...

category-iconTölvunarfræði

Hversu margir sæstrengir liggja til og frá Íslandi?

Hugtakið sæstrengur (e. submarine communications cable) er notað um strengi sem liggja neðansjávar og leiða rafmagn eða rafrænar upplýsingar. Elstu sæstrengir voru lagðir um miðja 19. öld og miðluðu símskeytum (e. telegraphy) en nútíma sæstrengir eru ljósleiðarar. Frá Íslandi liggja nú fjórir sæstrengir sem sjá...

category-iconFöstudagssvar

Éta ísbirnir mörgæsir?

Stutta svarið er nei; villtir ísbirnir éta ekki mörgæsir úti í náttúrunni. Mörgæsum datt nefnilega það snjallræði í hug að koma sér fyrir á suðurhveli, einkum allra syðst, en ísbirnir eru hins vegar fastir á norðurheimskautssvæðinu og ná ekki einu sinni til Íslands með fasta búsetu þó að þeir slæðist hingað einsta...

Fleiri niðurstöður