Sólin Sólin Rís 09:06 • sest 17:16 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 06:24 • Sest 16:46 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:17 • Síðdegis: 17:24 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:24 • Síðdegis: 23:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 09:06 • sest 17:16 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 06:24 • Sest 16:46 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:17 • Síðdegis: 17:24 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:24 • Síðdegis: 23:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Af hverju sjá uglur svona vel í myrkri?

Jón Már Halldórsson

Spurningin í heild sinni hljóðaði svona:
Af hverju sjá uglur sjá svona vel í myrkri? Getur uglan snúið hausnum í hálfhring eða getur hún snúið hausnum í heilan hring?
Uglur hafa þróað með sér afar næma nætursjón sem er mjög sérstök fyrir margra hluta sakir. Eins og flestum er kunnugt um þá er veiðitími flestra tegunda uglna á næturna eða þegar smá nagdýr eru sem mest á ferli. Nætursjón hjá uglum er þess vegna afleiðing af þróun og náttúruvali en um það er hægt að lesa nánar í svari Páls Hersteinssonar við spurningunni Af hverju eru til rándýr?

Aðlögun uglna að næturlífi markast aðallega af nokkrum lífeðlisfræðilegum og líffæralegalegum þáttum í sjón þeirra. Í fyrsta lagi eru augu uglunnar, það er hornhimnan og ljósop augans (sjáaldrið), hlutfallslega stór miðað við höfuðstærð. Einnig eru stafirnir, sem greina ljós, í nethimnunni (sjónhimnu) hlutfallslega mjög margir miðað við fjölda keilna sem greina liti. Þetta gerir uglunni kleift að sjá betur en flest önnur dýr við litla birtu, auk þess sem hún á auðvelt með að meta hreyfingu í dimmunni og þar af leiðandi að sjá lítil spendýr við veiðar.

Margt annað er athyglisvert við byggingu augna hjá uglum. Í fyrsta lagi hafa uglur ekki augnknött (e. eyeballs) líkt og menn, heldur eru augun í einhvers konar beingöngum sem umlykja augun og nefnast á fræðimáli ‘schlerotic-hringir’. Þessu fylgja ákveðin vandkvæði þar sem uglan getur ekki hreyft augun með tilstuðlan augnvöðva líkt og til dæmis menn. Uglur þurfa þess vegna að snúa hausnum ef þær vilja líta til hliðar. Þess vegna hafa þær þróað með sér óvenjumiklum liðleika á hálsliðum. Í hryggjarsúlu ugla eru 14 hálsliðir, helmingi fleiri en hjá mannfólkinu, og það gerir þeim kleift að snúa höfðinu í allt að 270° en ekki í heilan hring eins og margir halda!

Um sjón dýra er hægt að lesa nánar í svörum við spurningunum:

Mynd: The Aviary

Höfundur

Jón Már Halldórsson

líffræðingur

Útgáfudagur

25.2.2003

Spyrjandi

Drífa Gunnarsdóttir

Efnisorð

Tilvísun

Jón Már Halldórsson. „Af hverju sjá uglur svona vel í myrkri?“ Vísindavefurinn, 25. febrúar 2003, sótt 30. október 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=3169.

Jón Már Halldórsson. (2003, 25. febrúar). Af hverju sjá uglur svona vel í myrkri? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=3169

Jón Már Halldórsson. „Af hverju sjá uglur svona vel í myrkri?“ Vísindavefurinn. 25. feb. 2003. Vefsíða. 30. okt. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=3169>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Af hverju sjá uglur svona vel í myrkri?
Spurningin í heild sinni hljóðaði svona:

Af hverju sjá uglur sjá svona vel í myrkri? Getur uglan snúið hausnum í hálfhring eða getur hún snúið hausnum í heilan hring?
Uglur hafa þróað með sér afar næma nætursjón sem er mjög sérstök fyrir margra hluta sakir. Eins og flestum er kunnugt um þá er veiðitími flestra tegunda uglna á næturna eða þegar smá nagdýr eru sem mest á ferli. Nætursjón hjá uglum er þess vegna afleiðing af þróun og náttúruvali en um það er hægt að lesa nánar í svari Páls Hersteinssonar við spurningunni Af hverju eru til rándýr?

Aðlögun uglna að næturlífi markast aðallega af nokkrum lífeðlisfræðilegum og líffæralegalegum þáttum í sjón þeirra. Í fyrsta lagi eru augu uglunnar, það er hornhimnan og ljósop augans (sjáaldrið), hlutfallslega stór miðað við höfuðstærð. Einnig eru stafirnir, sem greina ljós, í nethimnunni (sjónhimnu) hlutfallslega mjög margir miðað við fjölda keilna sem greina liti. Þetta gerir uglunni kleift að sjá betur en flest önnur dýr við litla birtu, auk þess sem hún á auðvelt með að meta hreyfingu í dimmunni og þar af leiðandi að sjá lítil spendýr við veiðar.

Margt annað er athyglisvert við byggingu augna hjá uglum. Í fyrsta lagi hafa uglur ekki augnknött (e. eyeballs) líkt og menn, heldur eru augun í einhvers konar beingöngum sem umlykja augun og nefnast á fræðimáli ‘schlerotic-hringir’. Þessu fylgja ákveðin vandkvæði þar sem uglan getur ekki hreyft augun með tilstuðlan augnvöðva líkt og til dæmis menn. Uglur þurfa þess vegna að snúa hausnum ef þær vilja líta til hliðar. Þess vegna hafa þær þróað með sér óvenjumiklum liðleika á hálsliðum. Í hryggjarsúlu ugla eru 14 hálsliðir, helmingi fleiri en hjá mannfólkinu, og það gerir þeim kleift að snúa höfðinu í allt að 270° en ekki í heilan hring eins og margir halda!

Um sjón dýra er hægt að lesa nánar í svörum við spurningunum:

Mynd: The Aviary...