Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 150 svör fundust
Getur fólk með Down-heilkenni eignast börn?
Down-heilkenni orsakast af litningagalla og er algengasti litningasjúkdómurinn sem hrjáir manninn. Ýmis einkenni fylgja þessu heilkenni og er nánar fjallað um þau í svari Hans Tómasar Björnssonar við spurningunni Hverjar eru líkur á því að barn fæðist með Down-heilkenni? Einn fylgifiskur Down-heilkennis er sker...
Hverjir eru forsetarnir á Rushmore-fjalli, fyrir hvað eru þeir frægir og hver gerði höggmyndirnar?
Höfuðin fjögur á fjallinu Rushmore í Suður-Dakóta í Bandaríkjunum eru af forsetunum George Washington, Thomas Jefferson, Abraham Lincoln og Theodore Roosevelt. Andlitin eru um 20 metrar á hæð. Forsetarnir fjórir höfðu hver um sig mikil áhrif á þróun og sögu Bandaríkjanna. George Washington var til dæmis fyr...
Hvað getur þú sagt mér um Abraham Lincoln og af hverju var hann svona frægur?
Abraham Lincoln fæddist 12. febrúar 1809 í litlum kofa í Kentucky-ríki í Bandaríkjunum. Hann var sonur hjónanna Nancy og Thomas Lincoln. Níu ára gamall missti hann móður sína en eignaðist fljótlega stjúpmóður sem hann tók miklu ástfóstri við. Á uppvaxtarárum sínum hlaut Lincoln litla formlega menntun; samtals ...
Hvers vegna halda Bandaríkjamenn þakkargjörðarhátíð?
Bandaríski þakkargjörðardagurinn er haldinn hátíðlegur fjórða fimmtudag í nóvember ár hvert. Hann er einn af fáum hátíðisdögum þar í landi sem alfarið er upprunninn í Bandaríkjunum sjálfum. Flestar hátíðir Bandaríkjamanna bárust vestur með evrópskum innflytjendum, en tóku þar ýmsum breytingum og þá jafnvel mismuna...
Hversu mikið D-vítamín ættu Íslendingar að taka?
Hér er fjölmörgum spurningum um D-vítamín svarað: Hvert er æskilegt magn D3-vítamíns í blóði? Hve mikið, I.U. eða AE, þarf meðalmaður að taka daglega af D-vítamíni - sé miðað við hávetur og miðað við að nánast ekkert fáist úr daglegri fæðu? Hvað þarf ófrísk kona og/eða kona með barn á brjósti að taka mikið af ...
Á orðið biðlisti sér samheiti?
Orðið biðlisti er fremur ungt í málinu. Elsta dæmi sem mér hefur tekist að finna er úr Morgunblaðinu frá 1915. Biðlisti er þýðing á danska orðinu venteliste. Orðið er ekki fletta í Íslenskri samheitaorðabók (1985) sem gæti bent til þess að höfundi þeirrar bókar hafi ekki verið kunnugt um samheiti þegar hann gekk f...
Gerir bandvefslosun sem nú er vinsæl á líkamsræktarstöðvum eitthvað gagn?
Upprunalega spurningin hljóðaði svona: Bandvefslosun er vinsæl núna á líkamsræktarstöðvum. Er þetta alvöru fyrirbæri sem er gagnlegt? Bandvefur er mjög víða í líkamanum, í raun og veru alls staðar. Sá bandvefur sem oftast er talað um í samhengi við bandvefslosun er bandvefsslíður (e. fascia) sem umvefur að...
Hvað var stærsti fíllinn stór?
Stærsti einstaki fíllinn sem skráðar heimildir eru til um var karlkyns afrískur fíll (Loxodonta africana) sem skotinn var í suðurhluta Angóla árið 1974. Þessi fíll var gríðastór skepna og vó hann rúmlega 12 tonn. Hann mældist 4,16 m á herðakamb og var 10,67 m frá ranabroddi til rófuenda. Fíllinn var stoppaður ...
Hvað getið þið sagt mér um Helen Keller og framlag hennar til mannréttindamála?
Helen Keller er um margt merkileg kona. Hún fæddist 27. júní árið 1880 í Alabama-fylki í Bandaríkjunum. Þegar hún var einungis 19 mánaða gömul veiktist hún hastarlega og í kjölfarið varð hún daufblind, það er bæði blind og heyrnarlaus. Með aðstoð Alexanders Grahams Bells fékk Keller kennara árið 1887. Kona að n...
Hvað eru mörg ríki eða fylki í Bandaríkjunum?
Það eru 50 ríki í Bandaríkjunum. Þar á meðal eru Alabama, Alaska, Arizona, Oklahoma, Oregon, Mississippi, Hawaii, Florida, Minnesota, New York, Washington, Texas og Kansas. Þeirra stærst að flatarmáli eru Alaska og Texas. Rhode Island er minnsta fylkið. Alaska og Hawaii eru lengst frá hinum fylkjunum og jafnfr...
Hver er stærsta bygging í heimi að flatarmáli?
Stærsta hús í heimi, miðað við grunnflöt, sem nefnt er í Heimsmetabók Guinness frá árinu 1985, er blómamarkaðshöll í Aalsmeer, Hollandi, 303.282 m2. Stærsta hús miðað við rúmtak er aðalsamsetningarsalur Boeing-flugvélasmiðjunnar í Everett í Washington, Bandaríkjunum: 5,6 milljón m3. Stærsta verksmiðja telst Niz...
Hvenær komst Fidel Castro til valda á Kúbu?
Lögfræðingurinn Fidel Castro gerði fyrstu byltingartilraun sína 26. júlí 1953 þegar hann gerði misheppnaða árás á herstöð í Santiago de Cuba. Eftir árs útlegð í Mexíkó gekk Castro á land í Oriente-héraði á Kúbu ásamt 80 mönnum 2. desember 1956. Flestir þessara manna féllu eða voru handteknir, en eftir rúmlega t...
Ég hef verið að lesa um sérkennilegt skeldýr sem heitir 'geoduck' á ensku. Hvað heitir það á íslensku og finnst það hér?
Geoduck eða Panope generosa á fræðimáli hefur verið nefnd koddaskel á íslensku. Hún er ein af stærstu samlokum (bivalvia) sem finnast og sú stærsta sem grefur sig niður í jarðveg. Koddaskelin getur vegið allt að 5,4 kg og verið um 20 cm á lengd. Náttúruleg heimkynni koddaskelja eru í norðanverðu Kyrrahafi, aða...
Hvað hefur vísindamaðurinn Karl G. Kristinsson rannsakað?
Karl G. Kristinsson er prófessor í sýklafræði við Læknadeild Háskóla Íslands og yfirlæknir við Sýkla- og veirufræðideild Landspítalans. Rannsóknir hans hafa einkum beinst að útbreiðslu og áhættuþáttum sýklalyfjaónæmis, pneumókokkum, pneumókokkasýkingum og áhrifum bólusetninga á þær, sýkingum af völdum streptókokka...
Eru einhverjar líkur á því að landsniglategundin Helix aspersa geti þrifist í íslensku umhverfi?
Talið er að snigillinn Helix aspersa hafi borist til Bretlandseyja á tímum Rómverja fyrir um 2000 árum. Í dag lifir hann um allt Bretland nema á nyrstu svæðunum. Fræðimenn telja að ástæðan fyrir því sé sú að Helix aspersa sé þar við nyrðri mörk mögulegrar útbreiðslu sinnar. Svipaða tilhneigingu er hægt að merkj...