Bandvefslosun er vinsæl núna á líkamsræktarstöðvum. Er þetta alvöru fyrirbæri sem er gagnlegt?Bandvefur er mjög víða í líkamanum, í raun og veru alls staðar. Sá bandvefur sem oftast er talað um í samhengi við bandvefslosun er bandvefsslíður (e. fascia) sem umvefur aðra vefi líkamans. Willard og félagar[1] gefa gott yfirlit yfir eitt af þessum slíðrum, og þeir lýsa hlutverki fyrir stöðugleika, taugaendum sem miðla stöðuskyni, og veikum samdráttareiginleikum. Bandvefir líkamans hafa þá eiginleika að geta teygst til, og séu þeir teygðir mjög mikið er ekki endilega víst að þeir nái aftur upprunalegu lengdinni.[2] Einnig geta myndast samgróningar milli bandvefslaga[3] sem gætu haft áhrif á starfsemi bandvefsins. Vegna samdráttareiginleika bandvefsins, svari við langvarandi teygju, og mögulegum samgróningum eru komnir líffræðilegir ferlar sem geta skýrt bæði hvernig bandvefurinn getur orðið stuttur og stífur til að byrja með, og mögulega losnað með bandvefslosun. Því má segja að líffræðilegar forsendur séu til staðar til að bandvefslosun geti verið alvöru fyrirbæri.

Það sem fólk kallar helst bandvefslosun á líkamsræktarstöðvum er sjálfsnudd með rúllum, boltum og þess háttar.
- ^ Willard, F. H., Vleeming, A., Schuenke, M. D., Danneels, L., & Schleip, R. (2012). The thoracolumbar fascia: Anatomy, function and clinical considerations. Journal of Anatomy, 221(6), 507–536.
- ^ Twomey, L & Taylor, J. (1982). Flexion creep deformation and hysteresis in the lumbar vertebral column. 7(2), 116–122.
- ^ Adamietz, B., Schönberg, S. O., Reiser, M., Uder, M., Frank, A., Strecker, R., Weiß, C., & Heiss, R. (2021). Visualization of the epimysium and fascia thoracolumbalis at the lumbar spine using MRI. Der Radiologe, 61(S1), 49–53.
- ^ Doggcrapp (2006). Updated--DC Training Newbies ***read This First And Then Ask Questions Later. Intense Muscle Forum.
- ^ Germain, F., Lemarchand, E., & Perrin, R. (2020). Sensory regulation and mechanical effects of sustained high intensity stretching of the anterior compartment of the thigh. Journal of Bodywork and Movement Therapies, 24(2), 18–25.
- ^ Wiewelhove, T., Döweling, A., Schneider, C., Hottenrott, L., Meyer, T., Kellmann, M., Pfeiffer, M., & Ferrauti, A. (2019). A Meta-Analysis of the Effects of Foam Rolling on Performance and Recovery. Frontiers in Physiology, 10, 376.
- ^ Twomey, L & Taylor, J. (1982). Flexion creep deformation and hysteresis in the lumbar vertebral column. 7(2), 116–122.
- ^ Schleip, R. (2003). Fascial plasticity – a new neurobiological explanation: Part 1. Journal of Bodywork and Movement Therapies, 7(1), 11–19.
- ^ Behm, D. G., & Wilke, J. (2019). Do Self-Myofascial Release Devices Release Myofascia? Rolling Mechanisms: A Narrative Review. Sports Medicine, 49(8), 1173–1181.
- Myofascial foam-rolling technique. Í : Romero-Moraleda B, La Touche R, Lerma-Lara S, Ferrer-Peña R, Paredes V, Peinado AB, Muñoz-García D. 2017. Neurodynamic mobilization and foam rolling improved delayed-onset muscle soreness in a healthy adult population: a randomized controlled clinical trial. PeerJ 5:e3908. (Sótt 5.12.2023).