Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 274 svör fundust

category-iconFélagsvísindi

Hver er NEP-stefnan?

NEP stendur fyrir enska hugtakið „New Economic Policy” sem þýðir „ný stefna í efnahagsmálum”. Vitaskuld hafa mörg ríki breytt um stefnu í efnahagsmálum, jafnvel margoft, en þessi skammstöfun er yfirleitt notuð til að tákna efnahagstefnu þá sem reynt var að fylgja í Sovétríkjunum frá 1921 til 1928. Sovétríkin hö...

category-iconHugvísindi

Hvaða einkunn fékk Albert Einstein í stærðfræði í grunnskóla?

Í svari Hauks Más Helgasonar við spurningunni Hvenær var Einstein uppi? kemur meðal annars fram:Einstein bjó í München mesta bernsku sína, með foreldrum sínum. Hann olli þeim áhyggjum því að hann var seinþroska. Sem barn átti hann erfitt um mál, var lítt gefinn fyrir leiki og leiddist í skóla.Einstein sýndi ekki á...

category-iconHugvísindi

Hvaða tilgangi þjónaði loftárás Bandamanna á Dresden í seinni heimsstyrjöld (sem olli dauða fleira fólks en dó í Hiroshima)?

Spurningin er gildishlaðin og svarar sér eiginlega sjálf. Það er útilokað að sjá í loftárásinni einhvern tilgang. Þegar loftárásin var gerð vorið 1945 var Þýskaland í reynd gjörsigrað. Sovéskar hersveitir nálguðust Dresden og augljóst var að þær næðu borginni á vald sitt eftir nokkra daga. Opinbera skýringi...

category-iconJarðvísindi

Hvað dóu margir í stóra jarðskjálftanum í Japan árið 2011?

Þegar atburðir verða sem kosta mörg mannslíf, eins og til dæmis miklar náttúruhamfarir, eru upplýsingar um manntjón yfirleitt mjög á reiki fyrst á eftir. Það getur tekið nokkurn tíma að fá rétta mynd af því hversu margir fórust og hversu margra er saknað. Sú var líka raunin í jarðskjálftanum mikla í Japan þann 11....

category-iconLífvísindi: almennt

Hver var Björn Sigurðsson og hvert var hans framlag til vísinda?

Björn Sigurðsson (1913-1959) læknir var fyrsti forstöðumaður Tilraunastöðvar Háskóla Íslands í meinafræði að Keldum. Björn lést um aldur fram og hafði þá aðeins verið rúman áratug í starfi forstöðumanns að Keldum. Á stuttri ævi náði hann ótrúlegum árangri í rannsóknum á sviði meinafræði, bakteríufræði, veirufræði,...

category-iconSagnfræði: Íslandssaga

Hvað var sagt um hafísinn í blöðum árið 1918?

Veðurfari frostaveturinn 1918 er lýst rækilega í svari Trausta Jónssonar veðurfræðings við spurningunni Hvað olli frostavetrinum mikla 1918? og í tveimur greinum Sigurðar Þórs Guðjónssonar, áhugamanns um veðurfar: Frostaveturinn mikli 1918 og Fyrir hundrað árum. Hinn kaldi janúar 1918. Fylgifiskur þessarar ku...

category-iconSagnfræði: mannkynssaga

Hvað var kreppan mikla og hvenær átti hún sér stað?

Á árunum 1929–1939 gekk yfir Vesturlönd dýpsta efnahagskreppa sem um getur á friðartímum. Mesti samdrátturinn var á árunum 1929–1932 og er áætlað að heimsframleiðsla á mann hafi þá dregist saman um 15%. Einna mestur var samdrátturinn í helsta iðnríki heims, Bandaríkjunum, þar sem landsframleiðsla skrapp saman um t...

category-iconHugvísindi

Af hverju heitir D-Day þessu nafni?

Orðið D-Day eða d-dagur á íslensku er orðatiltæki sem notað er í hernum yfir fyrsta dag innrásar eða hernaðaraðgerðar. Orðatiltækið er viðhaft þegar nákvæm dagsetning innrásar hefur ekki verið ákveðin eða upplýst eða þegar gæta þarf mikillar leyndar. Þá er d-ið á undan day eða degi notað í stað þess að tilkynna ná...

category-iconGátur og heilabrot

Getur þú raðað 9 peningum í 10 raðir en í hverri röð verða að vera 3 peningar?

Vilborg lenti í smá vandræðum í stærðfræði í dag. Hún var að raða níu 100 kr. peningum sem hún ætlaði að fara með í verslunarmiðstöðina eftir skóla, en missti þá alla á gólfið með ópum, skarkala og miklum látum. Þetta olli töluverðri truflun í tíma og kennarinn varð afar ósáttur. Hann lét Vilborgu því sitja inni í...

category-iconFornfræði

Um hvað fjalla Hómerskviður?

Hómerskviður eru tvær, Ilíonskviða og Ódysseifskviða. Ilíonskviða er talin vera eldri, ort um 750 f. Kr. Ilíonskviða Ilíonskviða fjallar um atburði Trójustríðsins, þegar Akkear (Grikkir) sátu um Trójuborg. Ilíonsborg er annað heiti á Tróju en stofnandi borgarinnar var sagður hafa verið Ilíos. Umsátrið, sem ...

category-iconLæknisfræði

Myndaðist hjarðónæmi gegn spænsku veikinni á Íslandi árið 1918?

Sögulegar heimildir greina frá því að í fyrstu bylgju spænsku veikinnar sem kom til Reykjavíkur í júlí 1918 og stóð yfir fram í september, hafi þeir sem þá veiktust verið varðir í annarri bylgju sem barst hingað í október sama ár. Þetta kemur einna best fram í lýsingu Þórðar Thoroddsen læknis sem starfaði í Reykja...

category-iconJarðvísindi

Hvað gerist þegar jöklar hopa?

Sveinn Pálsson læknir (um 1800) er talinn hafa áttað sig á eðli skriðjökla fyrstur manna í heiminum - að þeir síga fram eins og seigfljótandi massi, en undir þrýstingi hegðar ís sér "plastískt". Þannig eru skriðjöklar eins konar afrennsli jöklanna; þeir bera ísinn, sem féll á jökulinn í formi snævar, niður á lágle...

category-iconBókmenntir og listir

Hverjir eru forsetarnir á Rushmore-fjalli, fyrir hvað eru þeir frægir og hver gerði höggmyndirnar?

Höfuðin fjögur á fjallinu Rushmore í Suður-Dakóta í Bandaríkjunum eru af forsetunum George Washington, Thomas Jefferson, Abraham Lincoln og Theodore Roosevelt. Andlitin eru um 20 metrar á hæð. Forsetarnir fjórir höfðu hver um sig mikil áhrif á þróun og sögu Bandaríkjanna. George Washington var til dæmis fyr...

category-iconJarðvísindi

Af hverju dóu allar risaeðlur út af einum loftsteini?

Ekki er vitað með vissu hvað það er sem olli útdauða risaeðlannna í lok Krítartímabilsins fyrir um 65 milljón árum síðan. Ýmsar kenningar hafa verið uppi um þetta en flestir hallast þó að því í dag að loftslagsbreytingar í kjölfar mikilla náttúruhamfara hafi verið megin orsökin. Í svari sínu við spurningunni, E...

category-iconHugvísindi

Hver var Geronimo?

Geronimo (1829-1909) var frumbyggi í Norður-Ameríku af ættbálkinum Chiricahua Apache. Á máli Chiricahua var nafn hans Goyathlay, sem merkir „sá sem geispar“. Hann fæddist 16. júní 1829 við Turkey Creek sem þá tilheyrði Mexíkó. Í dag telst þetta svæði til Arizona-ríkis í Bandaríkjunum. Geronimo varð þekktur þeg...

Fleiri niðurstöður