Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 38 svör fundust

category-iconSagnfræði: Íslandssaga

Hver var hinn íslenski Stjáni blái?

Stjáni er algengt stuttnefni karlmanna sem bera nafið Kristján. Stjáni blái er vel þekkt heiti á bandarískri teiknimyndapersónu sem kallast Popeye á frummálinu. Enska heitið vísar til þess sem er 'stóreygur' eða hefur 'útstæð augu' en teiknimyndapersónan hefur frá fyrstu tíð verið eineygð, með útstætt vinstra auga...

category-iconUmhverfismál

Hvað er kolefnisspor?

Kolefnisspor (e. carbon footprint) er mælikvarði fyrir losun gróðurhúsalofttegunda vegna athafna mannsins. Helstu gróðurhúsalofttegundirnar sem taldar eru inn í kolefnissporið eru:Koltvísýringur (CO2) Metan (CH4) Hláturgas (N2O) Óson (O2) Vetnisflúorkolefni (HFC) Perflúorkolefni (PFC) Brennisteinshexaflúorí...

category-iconJarðvísindi

Hvað getið þið sagt mér um Rauðasand?

Rauðasandur er um 12-13 km löng skeljasandsfjara við sunnanverða Vestfirði, rétt austur af Látrabjargi. Oft hefur verið sagt að sandurinn og umhverfi hans séu eitt af fallegri náttúrufyrirbrigðum í íslenskri náttúru, en sveitin hefur löngum verið rómuð fyrir náttúrufegurð og búsæld. Rauðasandur er ein mesta sk...

category-iconEðlisfræði: í daglegu lífi

Hvers vegna er flugvél hálftíma lengur að fljúga frá Keflavík til Boston en öfugt?

Spurningin vísar trúlega í flugáætlanir flugfélaga en þar er algengt að gert sé ráð fyrir lengri flugtíma aðra leiðina en hina. Það stafar af því að vindi á flugleiðinni er misskipt þannig að hann er oftar í aðra áttina. Hér á Norður-Atlantshafinu eru suðvestlægir vindar ríkjandi, ekki síst í háloftunum þar sem þe...

category-iconFornleifafræði

Hvar má finna fornleifar í sjó við Ísland?

Á Íslandi, sem og annars staðar, eru aðallega þrjár tegundir minjastaða neðansjávar; sokkin búsetusvæði, skipsflök og flugslysastaðir. Í Evrópu eru sokkin forsöguleg búsetusvæði tiltölulega algeng þar sem að sjávarstaða var mun lægri á forsögulegum tíma en hún er í dag.[1][2] Á Íslandi eru engin forsöguleg búsetus...

category-iconHugvísindi

Hvar eru mestu stríðsminjar á Íslandi?

Því er til að svara að minjar stríðs geta verið margs konar. Þær geta verið leifar bygginga, tækja og búnaðar sem tengjast herliði en þær geta líka verið leifar áhrifa hersetuliða á tungumál. Félagsleg samskipti ólíkra menningarheima, samskipti erlendra hermanna og íslensks kvenfólks sem meðal annars leiddi af sér...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvað getið þið sagt mér um makríl?

Makríll (Scomber scombrus) getur orðið allt að 60 cm á lengd en algengast er að hann sé á bilinu 35-45 cm. Makríllinn ber þess merki að vera mikill sundfiskur, hann er rennilegur í vexti, gildastur um miðjuna og mjókkar til sporðs og kjafts. Hann er oftast grænn eða blár á baki með 30-35 dökkum hlykkjóttum rákum e...

category-iconJarðvísindi

Hversu gamlir eru mismunandi hlutar Íslands?

Ísland skiptist í þrjár jarðmyndanir eftir aldri og myndunaraðstæðum: Elst er tertíera blágrýtismyndunin, 16-3 milljón ára, þá kvartera grágrýtis- og móbergsmyndunin, 3 milljón til 10.000 ára, og loks nútími, síðustu 10.000 árin. Tertíeru mynduninni tilheyra blágrýtissyrpurnar á Austfjörðum og Vesturlandi, frá...

category-iconHagfræði

Hvaða rannsóknir hefur Ingi Rúnar Eðvarðsson stundað?

Ingi Rúnar Eðvarðsson er prófessor og deildarforseti við Viðskiptafræðideild Háskóla Íslands. Hann hefur stundað rannsóknir á þekkingarstjórnun í íslenskum fyrirtækjum. Þekkingarstjórnun felur í sér að skrá niður þekkingu starfsfólks innan fyrirtækja, flokka hana og miðla innan fyrirtækis til að bæta árangur, svo ...

category-iconLandafræði

Hvernig haldið þið að ferðamannastraumurinn á Íslandi muni þróast á næstu árum?

Öll spurningin hljóðaði svona: Sæl. Hvernig teljið þið að ferðamannastraumurinn á Íslandi muni þróast á næstu árum? Mun vera aukning á honum eða jafnvel minnkun? Von um góð svör, Kristján Magnússon. Allt frá 2010 hefur ferðafólki á Íslandi fjölgað í kringum 30% milli ára. Í því ljósi og þegar horft er til þ...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvernig verka hraðamælar í flugvélum, hvernig geta þeir mælt réttan hraða?

Heildarþrýstingur (e. pressure) sem verkar á flugvél á flugi samanstendur af stöðuþrýstingi (e. static pressure) og hreyfiþrýstingi (e. dynamic pressure). Stöðuþrýstingur er sá þrýstingur sem stafar af loftþrýstingi loftmassans sem flugvélin er í. Hreyfiþrýstingur er sá þrýstingur sem verkar til dæmis á frambrún v...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvaða regla gildir um það hvort fólk er statt í eða á landi (á Íslandi, í Þýskalandi)?

Vísindavefurinn fékk aðra sambærilega spurningu sem einnig er svarað hér. Hún er svohljóðandi: Hvers vegna býr maður á Íslandi en í Hollandi, á Ítalíu og í Ástralíu? Og hvers vegna í Ólafsvík en á Hólmavík? Algeng málvenja er að nota á um stærri eyjar en í um lönd. Til dæmis er sagt á Íslandi, á Grænlandi, á Bret...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvað er varmasmiður og finnst hann á Íslandi?

Varmasmiður (Carabus nemoralis) er skordýr sem finnst við fjölbreytileg skilyrði á heimaslóðum sínum í Evrópu og er þar algengastur stóru smiðanna. Hann heldur sig í allskyns þurrlendi með frjósömum jarðvegi, í opnum skógarbotnum, skrúðgörðum og húsagörðum, bæði í byggð og villtri náttúru. Ræktarlönd og garðyrkja ...

category-iconStjórnmálafræði

Hvaða rannsóknir hefur Baldur Þórhallsson stundað?

Baldur Þórhallsson er prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands, Jean Monnet Chair í Evrópufræðum og rannsóknastjóri Rannsóknaseturs um smáríki. Rannsókna- og kennslusvið Baldurs varða smáríki, utanríkisstefnu Íslands, Evrópufræði og alþjóðasamskipti. Áhugi Baldurs á stjórnmálum kviknaði við það að hluta á s...

category-iconSagnfræði: Íslandssaga

Hver voru helstu málin í verkalýðsbaráttu á Íslandi 1918?

Árið 1918, þegar Ísland varð fullvalda, var íslensk verkalýðshreyfing enn ung að árum. Fyrstu verkalýðsfélögin voru stofnuð undir lok 19. aldar en sum þeirra entust stutt. Önnur komu þó í kjölfarið og smám saman efldist hreyfingin. Tveimur árum fyrir fullveldið var Alþýðusamband Íslands stofnað af nokkrum félögum ...

Fleiri niðurstöður