Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 125 svör fundust
Af hverju heitir hlaupár þessu nafni?
Með hlaupári er átt við almanaksár sem er einum degi lengra en venjulegt ár, og er þá 366 dagar en ekki 365. Í svokölluðum nýja stíl (gregoríanska tímatalinu) er hlaupár þegar talan fjórir gengur upp í ártalinu. Undanskilin reglunni eru aldamótaár, en þau eru ekki hlaupár nema talan 400 gangi upp í ártalinu. Aukad...
Hvað er að vera á skjön?
Upprunalega hljóðaði spurningin svona:Að vera á skjön við eitthvað, t.d. stefnu eða stjórnvöld. Ég veit hvað það merkir en hvaðan kemur orðið "skjön"? Orðið skjön merkir ‘skakki, skái’. Orðasambandið á skjön merkir ‘á ská, út á hlið’. Það er þekkt í málinu frá 18. öld og er líklega tökuorð úr dönsku på skjøns ...
Hver var fyrsti faraó Egyptalands?
Orðið faraó merkir ‘húsið mikla’ (e. the great house). Egyptar trúðu að faraóar væru guðir og jafnvel eftir dauða þeirra voru þeir taldir guðdómlegir. Menes er talinn hafa verið fyrsti konungur sameinaðs Egyptalands og hann ríkti á árunum 3100-2850 fyrir Krist, en á þeim tíma voru þjóðhöfðingjar Egyptalands ek...
Hver er uppruni orðtaksins OK (ókei) og hvað þýðir skammstöfunin í raun?
Venjulegasta skýringin á þessu orði eða skammstöfun er sú að það tengist orðtakinu ‘all correct’ sem er sem kunnugt er borið fram þannig að það mætti allt eins skrifa ‘oll korrekt.’ Eiginleg merking þess orðtaks er ‘allt rétt’ en í íslensku er eðlilegra að segja ‘allt í lagi.’ Önnur skýring á upprunanum sjálfum ...
Eru rykmaurar það sama og rykmítlar?
Til skamms tíma var oft talað um rykmaura en nú er mælt með því að nota frekar hugtakið rykmítlar. Í dag nota menn maurahugtakið eingöngu um félagsskordýr (Insecta) og eru hinir sexfættu klóakmaurar sem lifa víða í holræsum á Reykjavíkursvæðinu dæmi um alvöru maura. Til skamms tíma notuðu menn maurahugtakið sam...
Hvað er naga?
Orðið naga er komið úr sanskrít og merkir “höggormur”. Samkvæmt hindúatrú eru nögur guðlegir höggormar sem gæta fjársjóða jarðarinnar. Þeir hafa þó að einhverju leyti mannsmynd og eru jafnvel að hálfu leyti mennskir og að hálfu leyti höggormar. Sem verndarar vatnsbóla og fljóta geta þeir verið hættulegir. Þar ...
Eru lesblindir með minni orðaforða heldur en aðrir?
Upprunalega spurningin hljóðaði svona: Eru lesblindir með minni orðaforða heldur en vel læs manneskja? Lesblinda (dyslexia) er ættgeng. Ef mikið er um lesblindu í tiltekinni ætt er því líklegra að barn innan hennar greinist með lesblindu síðar á ævinni. Fylgst hefur verið með slíkum börnum áður en þeim er kennt...
Hver var Jane Austen og hvaða bækur skrifaði hún?
Enska skáldkonan Jane Austen fæddist 16. desember 1775 í smábænum Steventon í norðurhluta Hampshire. Hún var dóttir prestsins George Austen og konu hans Cassöndru sem eignuðust 8 börn. Eina systir Jane, Cassandra, var hennar besti vinur og lífsförunautur en hvorug þeirra giftist. Austen byrjaði 11 ára gömul að skr...
Hvað er raftónlist?
Raftónlist (e. electronic music) er stundum notað sem samheiti yfir alla þá tónlist sem sköpuð er með rafmagnstækjum. Samkvæmt þessari skilgreiningu er til dæmis hægt að spila raftónlist á rafmagnsgítar, hljóðgervil, tölvu eða theremin. Samkvæmt máltilfinningu okkar virðist þó íslenska orðið raftónlist helst ...
Getið þið útskýrt fyrir mér hvernig landsþingin fjögur í Bretlandi virka?
Hið sameinaða konungsríki Stóra-Bretlands og Norður-Írlands, hér eftir nefnt Bretland, samanstendur af Englandi, Skotlandi, Wales og Norður-Írlandi. Breska þingið, sem staðsett er í Westminster-þinghúsinu í London, setur ríkinu lög og ákveður skatta og álögur. Þingið starfar í tveimur deildum og skiptist í neðri d...
Hvar býr jólasveinninn?
Þegar líður að jólum og jólasveinar fara á kreik vakna margar spurningar, sérstaklega hjá yngstu kynslóðinni. Ein þeirra sem oft berst Vísindavefnum er hvar jólasveinninn eigi heima? Það eru ýmsar hugmyndir í gangi um heimkynni jólasveinsins og skiptir þá máli hvort átt er við þennan alþjóðlega sem ferðast um á hr...
Hvar, hvenær og hvers vegna er Jörfagleði haldin?
Hin svokallaða Jörfagleði var vikivakadansleikur sem haldinn var árlega á jólum í Haukadal í Dalasýslu seint á 17. öld og snemma á 18. öld. (Um vikivakadansleiki þar sem fólk söng og dansaði og skemmti sér við ýmiss konar dulbúningsleiki eins og hestleik, Háa-Þóruleik og Þingálpnsleik sjá Jón Samsonarson, Kvæði og...
Hver voru vinsælustu svörin á Vísindavefnum í mars 2019?
Í marsmánuði 2019 birtust 32 ný svör á Vísindavefnum. Að auki var fjölmörgum fyrirspurnum svarað með því að vísa lesendum á efni sem til er og sumum spurningum var svarað með tölvupósti og símtölum. Flestir höfðu áhuga á að lesa um muninn á 25 og 40 ára láni en svör um kolvetni, heila siðblindingja, græna herbe...
Eru vötn á tunglinu?
Nei, það eru ekki vötn á tunglinu. Tunglið hefur engan lofthjúp og vegna lofttæmisins sjóða vökvar þar samstundis og "gufa upp" og gösin rjúka út í geiminn. Nýlega hefur þó, að sumra áliti, fundist vatnsís í djúpum gígum nálægt norður- og suðurpól tunglsins.Yfirborði tunglsins má skipta í tvennt. Annars vegar eru...
Hvert er stærsta fjall sólkerfisins og hvað er það hátt?
Hæsta fjall sólkerfisins er að finna á Mars og nefnist það Olympus Mons eða Ólympsfjall. Ólympsfjall er eldfjall sem er um 3 sinnum hærra en Everestfjall eða 25 km hátt. Mars er aðeins um helmingur af stærð jarðar en þar eru samt nokkur eldfjöll sem eru mun stærri en þau sem finnast á jörðinni. Stærstu el...