Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 1617 svör fundust

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvert er helsta einkenni skíðishvala og hvað eru til margar tegundir af þeim?

Skíðishvalir eru meðal stærstu dýra jarðar. Steypireyðurin (Balaenoptera musculus) er skíðishvalur og er hún stærsta dýrið sem vitað er til að hafi lifað á jörðinni. Vegna stærðarinnar eru skíðishvalir betur í stakk búnir til að takast á við köld búsvæði en því stærra sem yfirborð líkamans er, því lengur er líkami...

category-iconMálvísindi: íslensk

Af hverju er y í íslensku en ekki bara venjulegt i?

Í elstu íslensku voru i og í greind frá y og ý í framburði. Fyrra hljóðaparið var ókringt en hið síðara kringt. Talið er að i og y annars vegar og í og ý hins vegar hafi fallið saman um það bil 1450-1550. Stök eldri dæmi eru þó til sem sýna samfall sérhljóðanna. Það sem gerðist var að y, ý voru ekki lengur borin f...

category-iconStærðfræði

Hvenær var talan i og tvinntölur uppgötvaðar og til hvers gagnast þær?

Upprunalega spurningarnar hljóðuðu svona: Hvenær var talan i uppgötvuð og í hvaða tilgangi? Hvenær uppgötvuðu menn tvinntölur og til hvers gagnast þær? Rauntölur eru knöpp og handhæg aðferð til að setja fram fjölda og stærðir í rituðu máli. Eða hver vildi rita ártal eins og 2014 í orðum dags daglega? Og hve...

category-iconLandafræði

Hvað eru mörg lönd i Afríku?

Samkvæmt lista á heimasíðu Sameinuðu þjóðanna eru 56 lönd í Afríku. Átján þeirra teljast til Austur-Afríku, sautján tilheyra Vestur-Afríku, níu lönd mynda Mið-Afríku, sjö eru í Norður-Afríku og sunnanverð Afríka rekur lestina en fimm lönd tilheyra þeim hluta heimsálfunnar. Á heimasíðunni Global Geografia er ...

category-iconMálstofa

Hafís í blöðunum 1918. I. Janúar

Veðurfari frostaveturinn 1918 er lýst rækilega í svari Trausta Jónssonar veðurfræðings við spurningunni Hvað olli frostavetrinum mikla 1918? og í tveimur greinum Sigurðar Þórs Guðjónssonar, áhugamanns um veðurfar: Frostaveturinn mikli 1918 og Fyrir hundrað árum. Hinn kaldi janúar 1918. Í þessum pistli, þeim f...

category-iconVísindafréttir

Vísindaveisla í Vík í Mýrdal

Fyrsti áfangastaður Háskólalestarinnar sumarið 2017 var Vík í Mýrdal. Þar var haldin vísindaveisla laugardaginn 6. maí. Víkurbúar og aðrir gestir spreyttu sig þar meðal annars á nokkrum þrautum og gátum. Í boði voru þrjár þrautir: svonefnd gáta Einsteins, átta drottninga vandamálið og glerlinsugátan. Viktorí...

category-iconMálvísindi: íslensk

Nafnið Indriði er með þremur i-um, er það eina íslenska karlmannsnafnið með þremur i-um?

Indriði er eina nafnið sem mér er kunnugt um sem ritað er nú með þremur i-um. Önnur þríkvæð nöfn með sama sérhljóði finnast í nafnaforðanum, eins og til dæmis Aðalbrandur með þremur a-um, en þau eru fremur fá. Nafnið Indriði þekkist þegar í fornu máli ritað Eindriði eða Eindriðr. Í formála Snorra-Eddu er sonars...

category-iconUnga fólkið svarar

Hvenær fékk Kanada sjálfstæði?

Kanada er annað stærsta land í heimi, aðeins Rússland er stærra. Í samræmi við það er saga landsins flókin, jafnvel þó aðeins sé miðað við þann tiltölulega stutta tíma sem evrópsk áhrif hafa verið ríkjandi, eða frá því að Kólumbus „fann“ Ameríku 1492. Kort af Kanada og nálægum löndum.Smellið til að skoða stærri ú...

category-iconLandafræði

Í hvaða löndum eru konungsríki?

Orðið konungdæmi er notað yfir það sem á ensku kallast monarchy, jafnvel þó svo að þjóðhöfðinginn beri ekki alltaf titilinn konungur eða drottning. Dæmi um aðra titla eru keisari, fursti, hertogi, emír og soldán. Í konungdæmum hefur þjóðhöfðinginn venjulega hlotið tign sína í arf og þjónar þjóð sinni ævilangt ef h...

category-iconEfnafræði

Hvernig lýsir maður myndun kvikasilfuroxíðs i efnajöfnu?

Kvikasilfur (e. mercury) er frumefni númer 80 í lotukerfinu og er táknað með Hg. Kvikasilfur er silfurlitur málmur með þá sérstæðu eiginleika að vera fljótandi við herbergishita en bræðslumark þess er -39°C og suðumarkið 357°C. Einungis eitt annað frumefni er í vökvaham við staðalaðstæður (eina loftþyngd og 25°C) ...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hver er uppruni orðsins kerling eða kelling í íslenskri tungu?

Orðið kerling er til í öllum Norðurlandamálum, færeysku kerling, nýnorsku kjerring, sænskum mállýskum käring, källing, dönsku kælling. Kerling er leitt af nafnorðinu karl með viðskeytinu -ing. Kerling er leitt af nafnorðinu karl með viðskeytinu -ing sem veldur hljóðvarpi þar sem skilyrði eru til. Hér er um ...

category-iconVísindafréttir

Vísindaveisla Háskólalestarinnar í Sandgerði

Vísindaveisla Háskólalestarinnar var haldin í Sandgerði laugardaginn 13. maí 2017. Þar reyndu Sandgerðingar og aðrir viðstaddir að leysa þrautir af ýmsu tagi sem Vísindavefur HÍ lagði fyrir gesti. Enginn náði að leysa allar þrautirnar, enda voru þær óvenjumargar í þetta skiptið. Jafnvægisþrautin þótti erfið og ...

category-iconSagnfræði: mannkynssaga

Hver var Gíordanó Brúnó og hvað gerði hann?

Brúnó fæddist árið 1548 í Nola, nálægt Napólí á Ítalíu, sonur atvinnuhermanns sem hét Giovanni Brúnó, og konu hans Savolinnu. Hann var skírður Filippo og var síðar kallaður „il Nolano" eftir fæðingarstað sínum. Árið 1562 fór Brúnó, þá 14 ára í skóla til Napólí og lærði þar húmanísk fræði, rökfræði og rökræðulist. ...

category-iconLæknisfræði

Getur maður dáið úr fuglaflensu?

Hvað er fuglaflensa? Hverjar eru líkurnar á að fuglaflensa berist til Íslands? Hverjar eru líkurnar á að fuglaflensuveiran stökkbreytist þannig að hún smitist manna á milli? Hver eru einkenni fuglaflensu? Hvernig smitast menn af fuglaflensu? Er til lækning við fuglaflensu? Er hætta á að fuglaflensan verði að...

category-iconStærðfræði

Hvað er að þessari sönnun á að 1 = -1?

Áður en við skoðum sönnun spyrjanda á að $1 = -1$ skulum við skoða tvö hugtök sem koma fyrir í sönnuninni: Annars vegar kvaðratrót og hins vegar töluna $i$. Látum $a$ tákna jákvæða tölu. Kvaðratrótin af $a$ er táknuð með $\sqrt{a}$ og hún ákvarðast af eftirfarandi tveimur eiginleikum: $\sqrt{a}$ er jákvæð ta...

Fleiri niðurstöður