Sólin Sólin Rís 10:26 • sest 16:02 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 01:04 • Sest 15:19 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 01:05 • Síðdegis: 13:31 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 07:12 • Síðdegis: 20:04 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:26 • sest 16:02 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 01:04 • Sest 15:19 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 01:05 • Síðdegis: 13:31 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 07:12 • Síðdegis: 20:04 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hafís í blöðunum 1918. I. Janúar

Þór Jakobsson

Aldarafmæli sjálfstæðis og fullveldis Íslands
Veðurfari frostaveturinn 1918 er lýst rækilega í svari Trausta Jónssonar veðurfræðings við spurningunni Hvað olli frostavetrinum mikla 1918? og í tveimur greinum Sigurðar Þórs Guðjónssonar, áhugamanns um veðurfar: Frostaveturinn mikli 1918 og Fyrir hundrað árum. Hinn kaldi janúar 1918.

Í þessum pistli, þeim fyrsta af sex, eru raktar fréttir um hafís úr blöðum og tímaritum árið 1918 án sérstakra útskýringa. Þær eru að mestu úr blöðum hér heima á Fróni en stöku frétt úr vestur-íslenskum blöðum er birt til fróðleiks. Þá eru birtar greinar og frásagnir úr blöðunum, eða glefsur úr slíkum, þar sem hafís kemur við sögu. Er bersýnilegt að hafísinn hefur verið áberandi umfjöllunar- og umhugsunarefni landsmanna, einkum framan af ári þegar ísinn var mestur.

Gagnaöflun fór öll fram hjá hinni aðdáunarverðu gagnavefsíðu Landsbókasafns-Háskólabókasafns, timarit.is, og er hér með þakkað fyrir aðgang að henni.


Landið 4. janúar

Skipafregnir. „Lagarfoss" kom frá Ameríku til Ísafjarðar þ. 27. f. m. og ætlaði til Akureyrar, en komst ekki fyrir hafís, er var landfastur við Horn og alt suður að Straumnesi. Kom hann því hingað til Reykjavíkur.

Morgunblaðið 7. janúar

Hörkufrost og stórviðri gerði hér í fyrrakvöld og hélzt það í allan gærdag. Mun frostið hafa náð rúmum 20 stigum hér í bænum, þegar það var mest. Hefir slíkt fárviðri eigi komið hér síðustu 30 árin, að því er kunnugir segja.

Vísir 7. janúar

Hafís rekur að Norðurlandi. Í gær barst Eimskipafélaginu símskeyti frá Siglufirði um að Villemoes væri þangað kominn og lægi þar fyrir ís og stormi og hafi verið fluttur inn fyrir. Ís rekur inn fjörðinn, segir í skeytinu, og ís er kominn á Húnaflóa. Horfurnar eru því allillar nyrðra, ef veður helst óbreytt. Og allar horfur eru á því, að Villemoes verði inniluktur af ís á Siglufirði fyrst um sinn.

Tvær fréttir af tíðarfari sem birtust í Vísi 7. janúar 1918.

Morgunblaðið 8. janúar

Hafís fyrir Norðurlandi. Ískyggilegt útlit. Því miður fór það svo, sem margir höfðu óttast, að hafísinn mundi eigi láta standa á sér með að reka að landi í norðanstorminum í fyrradag. Hann hefir verið á sveimi skamt undan landi síðustu vikurnar, beðið byrjar suður á firðina, sem nú eru sem óðast að fyllast af ísbjörgum. Eimskipafélaginu barst í fyrrakvöld símskeyti frá afgreiðslumanni félagsins á Siglufirði. Segir hann þar að Willemoes liggi þar ísteptur. Skipið hafi verið flutt inn fyrir Eyrina og sé það þar á öruggum stað fyrir ísnum. Ísrek var töluvert inn fjörðinn þegar skeytið var sent og viðbúið að hann muni fyllast þá og þegar. Búast má við því, að Willemoes verði inniluktur á Siglufirði fyrst um sinn, ef veður eigi breytist til batnaðar. Inn á Húnaflóa var kominn mikill ís í gærdag. Horfur þar hinar verstu.

Morgunblaðið 9. janúar 1918

Alt Ísafjarðardjúp er fult af hafís, en lagís allsstaðar á ralli svo að ein samfeld íshella er yfir alt. Þykkur lagís er á öllum Pollinum hérna og er hann genginn. Þá hefir og verið gengið þvert yfir Djúpið.

Morgunblaðið 10. janúar

Hafísinn. Fregnir að norðan eru fremur óljósar og þeim ber eigi saman. Frá Raufarhöfn var oss símað í gær á þessa leið: Ákafa frost undanfarna daga. Sunnudaginn stormur og hríð með 20 stiga frosti. Í dag er töluverður íshroði sjáanlegur útifyrir. Frost 22 stig. Fullorðið fé á gjöf síðan nokkru fyrir jól. Þá bárust Eimskipafélaginu tvö skeyti í gær. Segir í öðru skeytinu að Axarfjörður sé fullur af ís að Kópaskeri, en enginn ís þar fyrir austan. En í hinu skeytinu er sagt að enginn ís sé á Skjálfanda, alla leið til Þórshafnar. Einstaka jaki á flækingi austur með landi.

Íslendingur 11. janúar

Hafís. Mánudagsnóttina rak hafíshroða langt inn á fjörð. Var þá sagt, að hafís væri skamt undan öllu Norðurlandi. Þenna hafíshroða rak út næstu nótt. Í fyrrinótt rak hafíshroða hjer inn á fjörðinn, alla leið inn að Oddeyrartanga og skemdi hann þar bryggju. Menn vita enn eigi glögt um hafísinn, því ilt er að sjá til hafs fyrir hríð.

Landið 11. janúar

Hafís mikill er kominn inn á Húnaflóa; Siglufjörður kvað vera fullur af ís og Eyjafjörður inn að Hjalteyri og einnig talsverður ís á Axarfirði.

Borgarísjakar í Scoresbysundi (Kangertittivaq) á Austur-Grænlandi. Fyrr eða síðar sigla þeir út úr firðinum og út á Grænlandshaf milli Grænlands og Íslands. Einstaka þeirra berast að ströndum Íslands. Ljósm. Þór Jakobsson.

Fram 12. janúar

Hafísinn. Þá er hafísinn kominn, þessi voða gestur, sem allir óttast, allir kvíða fyrir, en þó fáir eru viðbúnir.

Síðastliðinn sunnudag byrjaði hann að reka hér inn, var það aðeins hroði. Frost var ákaflega mikið um daginn, um 23 stig á celcius, fraus því pollurinn strax útundir eyrar odda. Á miðvikudagskvöld og fimtudagsnótt fylti fjörðinn alveg, svo hvergi sást auður blettur. Þessa daga hefir frostið verið uppundir og um 20 stig, frýs því ísinn saman á auga bragði og myndar eina samfasta heild.

Útlitið er hið versta. Eftir því sem frést hefir eru hafþök hér útifyrir og vesturundan, austan af Skjálfanda eða lengra austan að hefir ekki frést sökum símslita. Má búast við að ísinn liggi nokkuð lengi. Getur þá farið svo, að sverfi að ýmsum, sem ekki hafa verið við þessum gesti búnir. Tilfinnanlegast mun eldiviðarleysið verða, en þó mun suma einnig skorta hey, og það jafnvel efnaða og forsjálamenn, er skjöplast hefir í þetta skifti. Getur svo farið stundum. Yfirleitt eru Íslendingar léttúðarfullir, og láta altof mjög hverjum degi nægja sína þjáning, gildir þetta jafnt um æðri sem lægri, þó auðvitað séu undantekningar. Bústu við illu, því hið góða skaðar ekki, segir máltækið, og það er rétt. Það getur stundum verið gott að vera bjartsýnn, og búast við hinu besta, en reynslan hefir sýnt, að það er ekki ætíð sem affarabest.

Hefði hygni, samtök og framkvæmdir haldist í hendur, þurfti enginn skortur að vera hér í Siglufirði, þó ísinn lægi til vors, nema ef vera skyldi á einstöku matartegundum, svo sem garðmeti, en því miður mun verða önnur niðurstaða. Eg hefi áður vikið að eldsneytis og fóðurskorti, en matvælabirgðir munu heldur ekki vera ofmiklar, ef samgöngur teppast lengi. Það hefir brytt á því að einstöku heimili séu bjargarlítil ef ekki bjargarsnauð, og er það nokkuð snemma á tíma. Ekki má búast við því að kaupmenn láni í óvissu það lítið þeir hafa, og þá liggur ekki annað fyrir fóIki en hreppurinn, þessi hjálparstofnun, er sviftir þá réttindum sínum er hún hjálpar, ef hún þá getur nokkuð hjálpað, ef hún í tíma hefir gert réttar áætlanir um hvað ske kynni að hún þyrfti að gera.

Að því er snertir hjálp af hreppsins hálfu nú, horfir hún nokkuð öðruvísi við en áður hefir verið, þar sem hreppum veitist heimild til að taka lán úr landssjóði til hjálpar bágstöddum og er það fé rentu frítt þar til tveim árum eftir lok heimsófriðarins. Er svo að skilja á lögum þeim er lán þetta heimila, að við útbýtingu til manna skoðist það ekki sem sveitarstyrkur, en ekki meiga hrepparnir veita mönnum af fé þessu, nema í ítrustu nauðsyn.

En hvernig sem skilyrðin eru um hjálp er það skylda allra þeirra er hennar þurfa að leita, að gera það í tíma, stofna ekki heilsu og lífi í voða, og hinna er hjálpina eiga að veita, að inna hana af hendi strax og hennar er leitað. En ber engum skylda til að líta eftir því að fólk líði ekki neyð? Þeir sem hafa á hendi stjórn héraðsmála vita sjálfsagt betur en eg um það hvað lands lögin bjóða í þeim efnum, en mannúðin á sín eigin lög.

H.J.

Tíminn 12. janúar

Tíðin. Frost hafa verið afarhörð síðustu vikuna. Reykjavíkurhöfn er frosin sem ekki hefir komið fyrir í rúm 20 ár. Vandræði töluverð stafa að bænum af því að víða er vatn frosið í vatnsleiðslupípum og þær sprungnar. Borgarstjóri hefir gefið út tilkynningu um það, að fyrst um sinn megi búast við að vatn fáist ekki úr vatnsæðum bæjarins á öðrum tímum en frá kl. 10—1 fyrri hluta dags. Sömu hörkur eru um land alt. Er það sagt að á sumum bæjum í Borgarfirði séu afarmikil brögð að músagangi, bæði í bæjarhúsum og á fénaðarhúsum og hafi þær lagst á fé. Hafís er nú mikill fyrir norðurlandi og vesturlandi. Á Ísafjarðardjúpi hefir ísinn frosið saman í frostunum svo gengt er um þvert Djúpið. Á Húnaflóa og Siglufirði er ís og er Willemoes teptur af ís á Siglufirði. Enn hefir frést að íshroði sé á Axarfirði.

Vísir 12. janúar

Frostið. Í gær komst frostið upp undir 20 stig hjer í Rvík á mælir landsímans, og full 23 stig hjá stjórnarráðinu. Svo mikill var kuldinn, að um hádegið urðu menn að hætta grjótvinnunni í Öskjuhlíðinni og sagt er að suma þá, sem þar voru í vinnu, hefði verið farið að kala á andlit. — Í nótt herti frostið enn meira og í morgun var það orðið 21.2 stig á landsímamælirinn.

Hafís fyllti hafnir landsins og skip festust í ísnum.

Ísfregnir. Frá Siglufirði var símað í fyrrakvöld, að ísinn væri eitthvað greiðari þar. En frá Hólmavík var símað í gær, að þar væri alt troðfult af ís, „svo langt sem augað eygði". Í morgun barst Eimskipafélaginu sú fregn í símskeyti frá Seyðisfirði, að hafís hafi sést frá Fagradal í Vopnafirði.

Messufall verður í Fríkirkjunni vegna frostgrimmdarinnar.

Morgunblaðið 14. janúar

Bjarndýr. Fregnir herma það, að bjarndýr séu farin að ganga á land í Núpasveit nyrðra. Það er að vísu eigi fátítt, en þó mun það sjaldgæft svo snemma vetrar. Jafn framt bendir það til þess að hafþök séu af ís úti fyrir, því að bjarndýr hafast lítt eða ekki við á sundurlausum ís. Það er sem sagt eigi fátítt að bjarndýr gangi á land fyrir norðan og þau koma altaf með hafís. Verður þeirra þó eigi ætíð vart, en gólin í þeim heyrast heim á bæi. Þykir þá eigi varlegt að fara bæja milli, nema maður hafi hunda með sér og vopn. Þó munu þess fá dæmi, að bjarndýr hafi lagst á menn eða fé, þótt nokkrar munnmælasögur hermi frá því.

Vísir 14. janúar

„Lagarfoss" kom inn á Fáskrúðsfjörð í gær um hádegið. Hann fór héðan á mánudaginn var, og sást fara fram hjá Djúpavogi á miðvikudag, en síðan fréttist ekket til hans fyr en í gær. Hann átti að koma við á Seyðisfirði á norðurleið, en hefir líklega ekki fundið hann fyrir dimmviðri og verið að velkjast fyrir Austurlandinu þessa daga.— Þegar hann kom til Fáskrúðsfjarðar, var hann að sjá eins og hafísjaki. Það fréttist af honum í morgun, að hann hefði verið orðinn svo ísaður, er hann kom til Fáskrúðsfjarðar í gær, að skipverjar hafi óttast að hann mundi sökkva. Voru fengnir menn úr landi til að höggva ísinn af skipinu áður en lengra yrði haldið.

Morgunblaðið 16. janúar

Hafís hefir sést við Langanes, segir í símskeyti að norðan.

Lögrétta 16. janúar

Tíðin. Frá því kvöldið 9. þ. m. hafa verið stöðug grimdarfrost, frá 10.—13. um og yfir 20 st. C, en síðan nokkru lægri, í gær 10—12 st. Í morgun aftur um 20 st. Hæstu frostdagana hefur einnig verið norðanstormur. Sömu kuldar um alt land, og hríðar fyrir norðan. Hafís er nú fyrir öllum Vestfjörðum og öllu Norðurlandi, austur fyrir Axarfjörð að minsta kosti. Er það borgarís, sem að vestan rekur. Í Haganesvík og Núpasveit hafa bjarndýr sjest ganga á land. Á Breiðafirði er lagís svo mikill, að póstflutningi var ekið á sleða frá Flatey um Hergilsey og norður að Brjánslæk, segir í símfregn í gær til Snæbjarnar í Hergilsey, sem hjer er nú staddur. Eru ísalög orðin meiri þar en frostaveturinn 1881—2. Dýrafjörður hefur verið genginn á ísi frá Hnífsdal norður að Núpi. Patreksfjörður nær allur íslagður, og 3 enskir botnvörpungar fastir í ísnum inni í botni hans. Austan úr Landeyjum hafa komið þær fregnir, að hross hafi fundist þar standandi gaddfreðin í haga, og eru það leiðinlegar frjettir, en meðferð, því miður, hörmuleg og óforsvaranleg á þeim ágætu skepnum víða á landi hjer.

Borgarísjakar í Scoresbysundi á Austur-Grænlandi. Lögun þeirra er margbreytilegir og stundum eru þeir fallegir tilsýndar. Ljósm. Þór Jakobsson.

Morgunblaðið 17. janúar

Gengið úr Viðey. Þrír menn gengu í gær ísinn yfir sundið milli Viðeyjar og Klepps. Ísinn var þó eigi þykkri en það, að þeir gátu rekið prik niður úr í einu höggi.

Heimskringla (Winnipeg, Kanada) 17.janúar

Íslands fréttir Hafís var við Horn er björgunarskipið "Geir" fór þar um á norðurleið seint í síðastliðinni viku.

Landið 18. janúar

Hafís kvað vera fyrir nær öllu Norðurlandi, og hafa bjarndýr að sögn gengið á land þar nyrðra sumsstaðar, og hefur eitt verið skotið á Skagaströndinni.

Íslendingur 18. janúar

Hafísinn. Má heita, að hafís fylli nú hvern fjörð, vík og vog norðanlands, frá Horni til Vopnafjarðar, og herma þó síðustu fregnir, að hann sje kominn alla leið til Borgarfjarðar eystra. Með hafísnum hafa fylgt óvanalegir kuldar, 20 mínusgráður og þar yfir. Hefir þessi mikli kuldi gert það að verkum, að svo hefir mátt heita að samfeld íshella mannheld hafi þakið allan Eyjafjörð, enda hafa menn gengið yfir fjörðin milli Kljástrandar og Hjalteyrar. Á mánudaginn var svo mikil undiralda, að ísinn losnaði sundur bæði við Ólafsfjörð og Dalvík, enda er talið, að auður sjór sje fram af Eyjafirði. Með hafískomunni rak háhyrninga og höfrunga inst inn á fjörð og hafa nú Akureyringar náð nokkrum þeirra. Síldar og ufsa hefir orðið vart hjer á Pollinum undanfarið.

Bjarndýr (ísbirnir) hafa gengið á land austur á Sljettu. Hefir eitt þeirra verið skotið á Grjótnesi og auk þess þykjast menn vita af 4 þar á landi. Talið er og að 2 bjarndýr hafi gengið á land í Skagafirði (Sljettuhlíð), en nákvæmar frjettir eru þó ekki komnar hingað um það. Hinsvegar er það víst, að Hjörtur Klemensson á Skagaströnd skaut í fyrradag ísbjörn á ísnum fram af Skagaströnd. Stóð björninn þar yfir dauðum útsel og var hann búinn að fletta spikinu af selnum. Vóg skrokkurinn at ísbirninum á 4. hundrað pund.

Stór vök er á ísnum undan Árbakka á Skagaströnd og eru 3 skíðishvalir í henni, en ekki hefir enn verið hægt að ná þeim, með því að vökin er svo stór, en hún er óðum að minka. Undan Ey hafa sjest margir háhyrningar.

Fram 19. janúar

Fréttir Bjarndýr hafa að sögn sést inn í Fljótum og sömuleiðis vestur á Skaga og á þar eitt að hafa verið drepið, svo og 3 hvalir, að því er sagt er.

Lagarfoss hefir snúið við aftur til Rvíkur vegna íss.

Frost hefir verið afarmikið um alt land að undanförnu. Höfnin í Rvík er svo lögð, að saga verður skipin út þaðan, og gengið er nú á ís frá Viðey og inn að Kleppi og eins yfir Skerjafjörð. Breiðifjörður er ennfremur svo lagður, að póstur var fluttur á ísi frá Barðaströnd til Flateyar. — 2 hross helfrusu nýlega í Landeyjum á Suðurlandi.

Vísir 21. janúar

Frostið. Dagurinn í gær var lang frostharðasti dagurinn á þessum vetri. Um kl. 4 var 22,5 stiga frost á landsímamælirinn, en rúml. 24,5 st. kl. 11 í gærkveldi. Þá var 29 stiga frost á stjórnarráðsmælirinn. Sama frost var í morgun. Höfnin var allögð að sjá í morgun milli lands og eyja, og sér hvergi í auðan sjó heldur alla leið upp á Akranes.

Ísbirnir drepnir. Símað var að norðan í gær, að alls hefðu verið lagðir að velli fjórir ísbirnir á Melrakkasléttunni til þessa, síðan ísinn rak að landinu. Og í Fljótunum hefir einn verið drepinn.

Síðustu ísfregnir. Frá Seyðisfirði var símað í morgun: Hafís landfastur frá Melrakkasléttu til Gerpis. Vopnafjörður fullur af ís. Á Seyðisfirði einstöku jakar og þykkur lagís. Siglingar hindraðar. Logn og heiðskýrt.

Morgunblaðið 24. janúar

Ísfregnir. Svolátandi símskeyti barst Eimskipafélaginu í gærkvöldi frá Eskifirði: Eskifjörður fullur af lagís. Mikill hafís úti fyrir eins langt og augað eygir og borgarís inn á milli. Hafísinn landfastur við Gerpi. Lagarfoss liggur nú við ísskörina á Eskifirði og affermir vörur sínar.

Lögberg (Winnipeg, Kanada) 24. janúar

Hafís varð vart við Horn er björgunarskipið "Geir" fór þar um á norðurleið seint í síðastl. viku.

Hafísnum fylgdu hvítabjarnarkomur og er talið að um 27 dýr hafi gengið hér á land eftir áramótin 1918.

Morgunblaðið 25. janúar

Vatnið. Í frostunum hafa, svo sem alkunnugt er, sprungið vatnsæðar í fjölda mörgum húsum. Hafa íbúar húsa orðið að sækja vatn í bölum og fötum í önnur hús, þar sem ekki var sprungið eða frosið í æðunum. Er það auðvitað ekki nema sjálfsagt, að fólk reyni að hjálpa náunganum þegar svona stendur á. En það er eigi lítill átroðningur sem sumt fólk hefir haft af þessum vatnsburði. Maður nokkur í Austurbænum sagði oss í gær, að það hefði verið sífeldur straumur af fólki inn í hús hans í 3 daga samfleytt, langt fram á kvöld. Sagði hann að sér hefði verið þetta þó nokkuð bagalegt ýmsra hluta vegna, en hann hafi þó eigi getað neitað fólkinu um vatn. Sami maður stakk upp á því, að þegar slíkt kæmi fyrir, ætti bærinn að láta koma fyrir vatnshana einhversstaðar úti við, svo fólkið gæti gengið þar að vatninu óhindrað. Virðist hugmynd þessi vera góð, því að það er ekki að vita, að allir vilji hafa átroðning af fólki, sem kemur að biðja um vatnsdropa.

Frá Borðeyri var Morgunblaðinu símað í gær, að þar hefði verið 15 stiga frost um morguninn, en 13 stig á hádegi. Á firðinum er helluís og hafþök af hafís í Flóanum. Hríðar voru þrjá daga um helgina, en ekki mikil snjókoma. Hafísinn rak hratt inn þegar hann kom. Utan frá Þaralátursfirði var hann eigi nema svo sem sólarhring að sigla inn í flóabotn.

Kona hverfur. Þuríður Egilsdóttir, gift kona á Njálsgötu 16, hvarf í fyrramorgun að heiman um kl. 10. Sáu menn til hennar að hún gekk niður að höfn og yfir ísinn á höfninni og stefndi út í Örfirisey. Var hennar leitað í fyrradag og fanst hún um kvöldið örend í fjörunni í Örfirisey. Hin látna var systir Guðm. Egilssonar kaupmanns. Hafði hún verið við góða heilsu, en þó eitthvað kent hjartveiki að undanförnu.

Ísland í vetrarbúningi. Mynd tekin úr gervitungli 28. janúar 2004.

Tíminn 26. janúar

Fréttir. Tíðin. Frosthörkurnar héldust fram í miðja vikuna. Urðu þá frostin einna mest, um 35 st. C. á Ísafirði, 33,5 Akureyri og 36 á Grímsstöðum. Í Reykjavík varð frostið mest um 27 st. Eru mörg tíðindi sögð af afleiðingum frostsins, t. d. að það hafi komið fyrir í Reykjavík að mann kól i rúmi sinu á þeirri kinninni sem upp vissi. Almenn vandræði voru að verða með eldivið og vatn og sömuleiðis með gas, þar eð gert var ráð fyrir að gasgeymirinn myndi frjósa fastur, ef frostin héldust að mun lengur. Kenslu var og hætt i barnaskólanum. — Á Ísafirði hefir mjög þrengt að og er þar fjöldi manns eldiviðarlaus og matvælalaus, enda varð sá kaupstaður fyrir miklum hnekki síðastliðið sumar. Er frá því sagt í síma til marks um hörkurnar þar, að í kappkyntu herbergi þiðnaði ekki blek í byttu á skrifborði dögum saman, að hrím af lofti sem þiðnaði er byrjað var að kynda, fraus jafnóðum og það draup á gólfið, að heitt vatn er látið var á flöskur í rúmin á kvöldin var gaddfrosið um morgunin, að gerð var tilraun og látið sjóðandi vatn á flösku og sett á gólfið og sprakk flaskan af frosti að hálfum tíma liðnum. — Hafísþök eru fyrir hálfu landinu, frá Ísafjarðardjúpi að Gerpi og alt frosið saman og segja fróðir menn að engin von sé til að losni fyr en með Góustraumnum (svo!). Gengið er yfir þvera firði á Vestfjörðum og frá eyjum í land á Breiðafirði. Ísbirnir hafa víða verið drepnir og sömuleiðis selir og smáhvalir. — Um miðja viku linaði frostið og í fyrradag og í gær var þýða og bezta blíðviður um alt suðurland.

Skipaferðir hafa mjög hindrast af frosthörkum. Var útlitið afarískyggilegt um tíma er Lagarfoss og Botnia voru bæði frosin inni á Seyðisfirði og gerðu menn helzt ráð fyrir að ekki kæmist meira kjöt til Noregs. Úr þessu rættist þó og eru bæði skipin nú laus og á leið til Reykjavíkur.

Frón 26. janúar

Utan af landi. Óvenju frosthart hefir verið undanfarið um land alt. — Á sunnudaginn var og mánudaginn var frostið á Grímsstöðum 36° C. og mun það vera með meztu frostum er koma hér á landi. 34° C. voru á Kolviðarhóli á mánudagsmorguninn og 31 stig á geðveikrahælinu Kleppi á mánudagskvöldið.

Úr Skagaflrði. Eftir símtali úr Skagafirði er fjörðurinn fullur af hafís og er ísinn samfrosta. Ekki bólar þar á neinum vandræðum enn sem komið er. Hey- og matbirgðir manna nægilegar þótt harðindin haldist nokkra hríð.

Frá Ísafirði er símað, að talsverð vandræði af harðindum séu þar í kaupstaðnum, bæði af bjargarskorti og eldiviðarleysi. Hefir fógeti leitað til stjórnarráðsins um hjálp. En ekki hefir enn þá verið hægt að veita dýrtíðarlán þau, er síðasta alþingi gerði ráð fyrir að veitt yrðu bæja- og hreppsfélögum. — Bráðabirgðalán mun þó stjórnin hafa í hyggju að veita þangað til fé fæst, svo hægt sé að veita hin reglulegu dýrtíðalán.

„Botnía", eign Sameinaða gufuskipafélagsins, er legið hefir á Seyðisfirði síðan hún hætti strandferðum í ágústmánuði síðastliðnum, hefir nú verið fengin til að flytja kjöt til Noregs. Kemur skipið hér innan skamms. Lagði á stað frá Seyðisfirði fyrir nokkrum dögum en varð þá að snúa aftur sökum hafíss. Hefir enska stjórnin veitt undanþágu frá viðkomuskyldunni í enskri höfn, svo skipið fer beina leið hjeðan til Noregs.

Nokkrir hvítabirnir hafa verið lagðir að velli nú í harðindakastinu. Sagt er að á Melrakkasléttu hafi einn maður lagt þrjú bjarndýr að velli sama daginn, og fleiri bjarndýr hafa verið lögð að velli þar á sléttunum. Þá er sagt að einu hafi verið banað á Skagaströnd og einu á Dalakjálka í Mjóafirði. — Alls er sagt að 6 bjarndýr hafi verið drepin síðan hafísinn rak að landinu nú eftir nýárið.

Breiðafjörð eða firði inn úr honum, Gilsfjörð og Hvammsfjörð, lagði alla undir ís í frosthörkunni. Er slíkt að vísu ekki mjög fátítt að firði þessa leggi, en óvenjumiklir ísar hafa þó verið þar nú um tíma. Flóabátur þeirra Breiðfirðinganna hefir nú um tíma legið hjer í Reykjavík. Hefir eigi komist til Stykkishólms sökum lagíss. Nú kvað ísinn vera að greiðast sundur þar vestra, svo vonandi getur nú báturinn tekið aftur til starfa.

Frétt frá Akureyri segir að allur Eyjafjörður sé nú ein íshella og megi ríða hann þvers og endilangt, og jafnvel að fara mætti fram um öll nes og til Siglufjarðar. Ís er svo langt sem augað eygir.

Úr Árnessýslu er sagt að sumstaðar hafi verið farið að skera kýr af heyjum, nú í harðindakastinu.

Morgunblaðið 27. janúar

Vetrarríki. Vetur sá, er nú stendur yfir, er áreiðanlega þegar orðinn hinn harðasti að frostum og vindum, sem núlifandi menn muna, og mun fyllilega jafnast á við veturinn „Fótbít“, sem nefndur hefir verið því nafni vestanlands, vegna þess, hve marga menn þá kól til óbóta á fótum; en það var veturinn 1880—81. Hinir miklu kuldar, sem þessi (yfirstandandi) vetur þegar hefir fært okkur, hefir, eins og eðlilegt er, slegið talsverðum óhug á marga, þar sem eldsneyti nú á tímum er afskaplega dýrt og auk þess birgðirnar mjög af skornum skamti.

Já, það er fyllilega vonlegt, að mönnum finnist þessi vetur veita sér ærið þungar búsifjar ofan á alla dýrtíðina og atvinnuteppuna. En hafa skyldu menn það hugfast, að vetur sem þessi, er ekki neitt nýtt eða óvenjulegt fyrirbrigði, heldur viðburður, sem ósjaldan ber að hendi og altaf má búast við. Viðburður, sem skeður þetta 3—4 sinnum á öld, og á sumum öldum miklu oftar.

B. Þ. Gröndal

Lögberg (Winnipeg, Kanada) 31. janúar

Símskeyti barst hingað til borgarinnar um helgina, er telur vetrarríki dæmafátt á Íslandi, og var hafís landfastur alla leið frá Horni og austur fyrir Gerpi. Skip landstjórnarinnar, Willemose, er fast í ís inni á Austfjörðum. Eru þetta mikil tíðindi og ill, þar sem tilfinnanlegur eldsneytisskortur er í landinu. — "Sjaldan er mein að miðsvetrar ís", segir gamla máltækið, og er vonandi að, "Iandsins forni fjandi" verði skjótt á brottu að hverfa.

Myndir:

Höfundur

Þór Jakobsson

veðurfræðingur, fyrrv. verkefnisstjóri hafísrannsókna á Veðurstofu Íslands

Útgáfudagur

6.6.2018

Spyrjandi

Ritstjórn

Tilvísun

Þór Jakobsson. „Hafís í blöðunum 1918. I. Janúar.“ Vísindavefurinn, 6. júní 2018, sótt 24. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=75653.

Þór Jakobsson. (2018, 6. júní). Hafís í blöðunum 1918. I. Janúar. Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=75653

Þór Jakobsson. „Hafís í blöðunum 1918. I. Janúar.“ Vísindavefurinn. 6. jún. 2018. Vefsíða. 24. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=75653>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hafís í blöðunum 1918. I. Janúar
Veðurfari frostaveturinn 1918 er lýst rækilega í svari Trausta Jónssonar veðurfræðings við spurningunni Hvað olli frostavetrinum mikla 1918? og í tveimur greinum Sigurðar Þórs Guðjónssonar, áhugamanns um veðurfar: Frostaveturinn mikli 1918 og Fyrir hundrað árum. Hinn kaldi janúar 1918.

Í þessum pistli, þeim fyrsta af sex, eru raktar fréttir um hafís úr blöðum og tímaritum árið 1918 án sérstakra útskýringa. Þær eru að mestu úr blöðum hér heima á Fróni en stöku frétt úr vestur-íslenskum blöðum er birt til fróðleiks. Þá eru birtar greinar og frásagnir úr blöðunum, eða glefsur úr slíkum, þar sem hafís kemur við sögu. Er bersýnilegt að hafísinn hefur verið áberandi umfjöllunar- og umhugsunarefni landsmanna, einkum framan af ári þegar ísinn var mestur.

Gagnaöflun fór öll fram hjá hinni aðdáunarverðu gagnavefsíðu Landsbókasafns-Háskólabókasafns, timarit.is, og er hér með þakkað fyrir aðgang að henni.


Landið 4. janúar

Skipafregnir. „Lagarfoss" kom frá Ameríku til Ísafjarðar þ. 27. f. m. og ætlaði til Akureyrar, en komst ekki fyrir hafís, er var landfastur við Horn og alt suður að Straumnesi. Kom hann því hingað til Reykjavíkur.

Morgunblaðið 7. janúar

Hörkufrost og stórviðri gerði hér í fyrrakvöld og hélzt það í allan gærdag. Mun frostið hafa náð rúmum 20 stigum hér í bænum, þegar það var mest. Hefir slíkt fárviðri eigi komið hér síðustu 30 árin, að því er kunnugir segja.

Vísir 7. janúar

Hafís rekur að Norðurlandi. Í gær barst Eimskipafélaginu símskeyti frá Siglufirði um að Villemoes væri þangað kominn og lægi þar fyrir ís og stormi og hafi verið fluttur inn fyrir. Ís rekur inn fjörðinn, segir í skeytinu, og ís er kominn á Húnaflóa. Horfurnar eru því allillar nyrðra, ef veður helst óbreytt. Og allar horfur eru á því, að Villemoes verði inniluktur af ís á Siglufirði fyrst um sinn.

Tvær fréttir af tíðarfari sem birtust í Vísi 7. janúar 1918.

Morgunblaðið 8. janúar

Hafís fyrir Norðurlandi. Ískyggilegt útlit. Því miður fór það svo, sem margir höfðu óttast, að hafísinn mundi eigi láta standa á sér með að reka að landi í norðanstorminum í fyrradag. Hann hefir verið á sveimi skamt undan landi síðustu vikurnar, beðið byrjar suður á firðina, sem nú eru sem óðast að fyllast af ísbjörgum. Eimskipafélaginu barst í fyrrakvöld símskeyti frá afgreiðslumanni félagsins á Siglufirði. Segir hann þar að Willemoes liggi þar ísteptur. Skipið hafi verið flutt inn fyrir Eyrina og sé það þar á öruggum stað fyrir ísnum. Ísrek var töluvert inn fjörðinn þegar skeytið var sent og viðbúið að hann muni fyllast þá og þegar. Búast má við því, að Willemoes verði inniluktur á Siglufirði fyrst um sinn, ef veður eigi breytist til batnaðar. Inn á Húnaflóa var kominn mikill ís í gærdag. Horfur þar hinar verstu.

Morgunblaðið 9. janúar 1918

Alt Ísafjarðardjúp er fult af hafís, en lagís allsstaðar á ralli svo að ein samfeld íshella er yfir alt. Þykkur lagís er á öllum Pollinum hérna og er hann genginn. Þá hefir og verið gengið þvert yfir Djúpið.

Morgunblaðið 10. janúar

Hafísinn. Fregnir að norðan eru fremur óljósar og þeim ber eigi saman. Frá Raufarhöfn var oss símað í gær á þessa leið: Ákafa frost undanfarna daga. Sunnudaginn stormur og hríð með 20 stiga frosti. Í dag er töluverður íshroði sjáanlegur útifyrir. Frost 22 stig. Fullorðið fé á gjöf síðan nokkru fyrir jól. Þá bárust Eimskipafélaginu tvö skeyti í gær. Segir í öðru skeytinu að Axarfjörður sé fullur af ís að Kópaskeri, en enginn ís þar fyrir austan. En í hinu skeytinu er sagt að enginn ís sé á Skjálfanda, alla leið til Þórshafnar. Einstaka jaki á flækingi austur með landi.

Íslendingur 11. janúar

Hafís. Mánudagsnóttina rak hafíshroða langt inn á fjörð. Var þá sagt, að hafís væri skamt undan öllu Norðurlandi. Þenna hafíshroða rak út næstu nótt. Í fyrrinótt rak hafíshroða hjer inn á fjörðinn, alla leið inn að Oddeyrartanga og skemdi hann þar bryggju. Menn vita enn eigi glögt um hafísinn, því ilt er að sjá til hafs fyrir hríð.

Landið 11. janúar

Hafís mikill er kominn inn á Húnaflóa; Siglufjörður kvað vera fullur af ís og Eyjafjörður inn að Hjalteyri og einnig talsverður ís á Axarfirði.

Borgarísjakar í Scoresbysundi (Kangertittivaq) á Austur-Grænlandi. Fyrr eða síðar sigla þeir út úr firðinum og út á Grænlandshaf milli Grænlands og Íslands. Einstaka þeirra berast að ströndum Íslands. Ljósm. Þór Jakobsson.

Fram 12. janúar

Hafísinn. Þá er hafísinn kominn, þessi voða gestur, sem allir óttast, allir kvíða fyrir, en þó fáir eru viðbúnir.

Síðastliðinn sunnudag byrjaði hann að reka hér inn, var það aðeins hroði. Frost var ákaflega mikið um daginn, um 23 stig á celcius, fraus því pollurinn strax útundir eyrar odda. Á miðvikudagskvöld og fimtudagsnótt fylti fjörðinn alveg, svo hvergi sást auður blettur. Þessa daga hefir frostið verið uppundir og um 20 stig, frýs því ísinn saman á auga bragði og myndar eina samfasta heild.

Útlitið er hið versta. Eftir því sem frést hefir eru hafþök hér útifyrir og vesturundan, austan af Skjálfanda eða lengra austan að hefir ekki frést sökum símslita. Má búast við að ísinn liggi nokkuð lengi. Getur þá farið svo, að sverfi að ýmsum, sem ekki hafa verið við þessum gesti búnir. Tilfinnanlegast mun eldiviðarleysið verða, en þó mun suma einnig skorta hey, og það jafnvel efnaða og forsjálamenn, er skjöplast hefir í þetta skifti. Getur svo farið stundum. Yfirleitt eru Íslendingar léttúðarfullir, og láta altof mjög hverjum degi nægja sína þjáning, gildir þetta jafnt um æðri sem lægri, þó auðvitað séu undantekningar. Bústu við illu, því hið góða skaðar ekki, segir máltækið, og það er rétt. Það getur stundum verið gott að vera bjartsýnn, og búast við hinu besta, en reynslan hefir sýnt, að það er ekki ætíð sem affarabest.

Hefði hygni, samtök og framkvæmdir haldist í hendur, þurfti enginn skortur að vera hér í Siglufirði, þó ísinn lægi til vors, nema ef vera skyldi á einstöku matartegundum, svo sem garðmeti, en því miður mun verða önnur niðurstaða. Eg hefi áður vikið að eldsneytis og fóðurskorti, en matvælabirgðir munu heldur ekki vera ofmiklar, ef samgöngur teppast lengi. Það hefir brytt á því að einstöku heimili séu bjargarlítil ef ekki bjargarsnauð, og er það nokkuð snemma á tíma. Ekki má búast við því að kaupmenn láni í óvissu það lítið þeir hafa, og þá liggur ekki annað fyrir fóIki en hreppurinn, þessi hjálparstofnun, er sviftir þá réttindum sínum er hún hjálpar, ef hún þá getur nokkuð hjálpað, ef hún í tíma hefir gert réttar áætlanir um hvað ske kynni að hún þyrfti að gera.

Að því er snertir hjálp af hreppsins hálfu nú, horfir hún nokkuð öðruvísi við en áður hefir verið, þar sem hreppum veitist heimild til að taka lán úr landssjóði til hjálpar bágstöddum og er það fé rentu frítt þar til tveim árum eftir lok heimsófriðarins. Er svo að skilja á lögum þeim er lán þetta heimila, að við útbýtingu til manna skoðist það ekki sem sveitarstyrkur, en ekki meiga hrepparnir veita mönnum af fé þessu, nema í ítrustu nauðsyn.

En hvernig sem skilyrðin eru um hjálp er það skylda allra þeirra er hennar þurfa að leita, að gera það í tíma, stofna ekki heilsu og lífi í voða, og hinna er hjálpina eiga að veita, að inna hana af hendi strax og hennar er leitað. En ber engum skylda til að líta eftir því að fólk líði ekki neyð? Þeir sem hafa á hendi stjórn héraðsmála vita sjálfsagt betur en eg um það hvað lands lögin bjóða í þeim efnum, en mannúðin á sín eigin lög.

H.J.

Tíminn 12. janúar

Tíðin. Frost hafa verið afarhörð síðustu vikuna. Reykjavíkurhöfn er frosin sem ekki hefir komið fyrir í rúm 20 ár. Vandræði töluverð stafa að bænum af því að víða er vatn frosið í vatnsleiðslupípum og þær sprungnar. Borgarstjóri hefir gefið út tilkynningu um það, að fyrst um sinn megi búast við að vatn fáist ekki úr vatnsæðum bæjarins á öðrum tímum en frá kl. 10—1 fyrri hluta dags. Sömu hörkur eru um land alt. Er það sagt að á sumum bæjum í Borgarfirði séu afarmikil brögð að músagangi, bæði í bæjarhúsum og á fénaðarhúsum og hafi þær lagst á fé. Hafís er nú mikill fyrir norðurlandi og vesturlandi. Á Ísafjarðardjúpi hefir ísinn frosið saman í frostunum svo gengt er um þvert Djúpið. Á Húnaflóa og Siglufirði er ís og er Willemoes teptur af ís á Siglufirði. Enn hefir frést að íshroði sé á Axarfirði.

Vísir 12. janúar

Frostið. Í gær komst frostið upp undir 20 stig hjer í Rvík á mælir landsímans, og full 23 stig hjá stjórnarráðinu. Svo mikill var kuldinn, að um hádegið urðu menn að hætta grjótvinnunni í Öskjuhlíðinni og sagt er að suma þá, sem þar voru í vinnu, hefði verið farið að kala á andlit. — Í nótt herti frostið enn meira og í morgun var það orðið 21.2 stig á landsímamælirinn.

Hafís fyllti hafnir landsins og skip festust í ísnum.

Ísfregnir. Frá Siglufirði var símað í fyrrakvöld, að ísinn væri eitthvað greiðari þar. En frá Hólmavík var símað í gær, að þar væri alt troðfult af ís, „svo langt sem augað eygði". Í morgun barst Eimskipafélaginu sú fregn í símskeyti frá Seyðisfirði, að hafís hafi sést frá Fagradal í Vopnafirði.

Messufall verður í Fríkirkjunni vegna frostgrimmdarinnar.

Morgunblaðið 14. janúar

Bjarndýr. Fregnir herma það, að bjarndýr séu farin að ganga á land í Núpasveit nyrðra. Það er að vísu eigi fátítt, en þó mun það sjaldgæft svo snemma vetrar. Jafn framt bendir það til þess að hafþök séu af ís úti fyrir, því að bjarndýr hafast lítt eða ekki við á sundurlausum ís. Það er sem sagt eigi fátítt að bjarndýr gangi á land fyrir norðan og þau koma altaf með hafís. Verður þeirra þó eigi ætíð vart, en gólin í þeim heyrast heim á bæi. Þykir þá eigi varlegt að fara bæja milli, nema maður hafi hunda með sér og vopn. Þó munu þess fá dæmi, að bjarndýr hafi lagst á menn eða fé, þótt nokkrar munnmælasögur hermi frá því.

Vísir 14. janúar

„Lagarfoss" kom inn á Fáskrúðsfjörð í gær um hádegið. Hann fór héðan á mánudaginn var, og sást fara fram hjá Djúpavogi á miðvikudag, en síðan fréttist ekket til hans fyr en í gær. Hann átti að koma við á Seyðisfirði á norðurleið, en hefir líklega ekki fundið hann fyrir dimmviðri og verið að velkjast fyrir Austurlandinu þessa daga.— Þegar hann kom til Fáskrúðsfjarðar, var hann að sjá eins og hafísjaki. Það fréttist af honum í morgun, að hann hefði verið orðinn svo ísaður, er hann kom til Fáskrúðsfjarðar í gær, að skipverjar hafi óttast að hann mundi sökkva. Voru fengnir menn úr landi til að höggva ísinn af skipinu áður en lengra yrði haldið.

Morgunblaðið 16. janúar

Hafís hefir sést við Langanes, segir í símskeyti að norðan.

Lögrétta 16. janúar

Tíðin. Frá því kvöldið 9. þ. m. hafa verið stöðug grimdarfrost, frá 10.—13. um og yfir 20 st. C, en síðan nokkru lægri, í gær 10—12 st. Í morgun aftur um 20 st. Hæstu frostdagana hefur einnig verið norðanstormur. Sömu kuldar um alt land, og hríðar fyrir norðan. Hafís er nú fyrir öllum Vestfjörðum og öllu Norðurlandi, austur fyrir Axarfjörð að minsta kosti. Er það borgarís, sem að vestan rekur. Í Haganesvík og Núpasveit hafa bjarndýr sjest ganga á land. Á Breiðafirði er lagís svo mikill, að póstflutningi var ekið á sleða frá Flatey um Hergilsey og norður að Brjánslæk, segir í símfregn í gær til Snæbjarnar í Hergilsey, sem hjer er nú staddur. Eru ísalög orðin meiri þar en frostaveturinn 1881—2. Dýrafjörður hefur verið genginn á ísi frá Hnífsdal norður að Núpi. Patreksfjörður nær allur íslagður, og 3 enskir botnvörpungar fastir í ísnum inni í botni hans. Austan úr Landeyjum hafa komið þær fregnir, að hross hafi fundist þar standandi gaddfreðin í haga, og eru það leiðinlegar frjettir, en meðferð, því miður, hörmuleg og óforsvaranleg á þeim ágætu skepnum víða á landi hjer.

Borgarísjakar í Scoresbysundi á Austur-Grænlandi. Lögun þeirra er margbreytilegir og stundum eru þeir fallegir tilsýndar. Ljósm. Þór Jakobsson.

Morgunblaðið 17. janúar

Gengið úr Viðey. Þrír menn gengu í gær ísinn yfir sundið milli Viðeyjar og Klepps. Ísinn var þó eigi þykkri en það, að þeir gátu rekið prik niður úr í einu höggi.

Heimskringla (Winnipeg, Kanada) 17.janúar

Íslands fréttir Hafís var við Horn er björgunarskipið "Geir" fór þar um á norðurleið seint í síðastliðinni viku.

Landið 18. janúar

Hafís kvað vera fyrir nær öllu Norðurlandi, og hafa bjarndýr að sögn gengið á land þar nyrðra sumsstaðar, og hefur eitt verið skotið á Skagaströndinni.

Íslendingur 18. janúar

Hafísinn. Má heita, að hafís fylli nú hvern fjörð, vík og vog norðanlands, frá Horni til Vopnafjarðar, og herma þó síðustu fregnir, að hann sje kominn alla leið til Borgarfjarðar eystra. Með hafísnum hafa fylgt óvanalegir kuldar, 20 mínusgráður og þar yfir. Hefir þessi mikli kuldi gert það að verkum, að svo hefir mátt heita að samfeld íshella mannheld hafi þakið allan Eyjafjörð, enda hafa menn gengið yfir fjörðin milli Kljástrandar og Hjalteyrar. Á mánudaginn var svo mikil undiralda, að ísinn losnaði sundur bæði við Ólafsfjörð og Dalvík, enda er talið, að auður sjór sje fram af Eyjafirði. Með hafískomunni rak háhyrninga og höfrunga inst inn á fjörð og hafa nú Akureyringar náð nokkrum þeirra. Síldar og ufsa hefir orðið vart hjer á Pollinum undanfarið.

Bjarndýr (ísbirnir) hafa gengið á land austur á Sljettu. Hefir eitt þeirra verið skotið á Grjótnesi og auk þess þykjast menn vita af 4 þar á landi. Talið er og að 2 bjarndýr hafi gengið á land í Skagafirði (Sljettuhlíð), en nákvæmar frjettir eru þó ekki komnar hingað um það. Hinsvegar er það víst, að Hjörtur Klemensson á Skagaströnd skaut í fyrradag ísbjörn á ísnum fram af Skagaströnd. Stóð björninn þar yfir dauðum útsel og var hann búinn að fletta spikinu af selnum. Vóg skrokkurinn at ísbirninum á 4. hundrað pund.

Stór vök er á ísnum undan Árbakka á Skagaströnd og eru 3 skíðishvalir í henni, en ekki hefir enn verið hægt að ná þeim, með því að vökin er svo stór, en hún er óðum að minka. Undan Ey hafa sjest margir háhyrningar.

Fram 19. janúar

Fréttir Bjarndýr hafa að sögn sést inn í Fljótum og sömuleiðis vestur á Skaga og á þar eitt að hafa verið drepið, svo og 3 hvalir, að því er sagt er.

Lagarfoss hefir snúið við aftur til Rvíkur vegna íss.

Frost hefir verið afarmikið um alt land að undanförnu. Höfnin í Rvík er svo lögð, að saga verður skipin út þaðan, og gengið er nú á ís frá Viðey og inn að Kleppi og eins yfir Skerjafjörð. Breiðifjörður er ennfremur svo lagður, að póstur var fluttur á ísi frá Barðaströnd til Flateyar. — 2 hross helfrusu nýlega í Landeyjum á Suðurlandi.

Vísir 21. janúar

Frostið. Dagurinn í gær var lang frostharðasti dagurinn á þessum vetri. Um kl. 4 var 22,5 stiga frost á landsímamælirinn, en rúml. 24,5 st. kl. 11 í gærkveldi. Þá var 29 stiga frost á stjórnarráðsmælirinn. Sama frost var í morgun. Höfnin var allögð að sjá í morgun milli lands og eyja, og sér hvergi í auðan sjó heldur alla leið upp á Akranes.

Ísbirnir drepnir. Símað var að norðan í gær, að alls hefðu verið lagðir að velli fjórir ísbirnir á Melrakkasléttunni til þessa, síðan ísinn rak að landinu. Og í Fljótunum hefir einn verið drepinn.

Síðustu ísfregnir. Frá Seyðisfirði var símað í morgun: Hafís landfastur frá Melrakkasléttu til Gerpis. Vopnafjörður fullur af ís. Á Seyðisfirði einstöku jakar og þykkur lagís. Siglingar hindraðar. Logn og heiðskýrt.

Morgunblaðið 24. janúar

Ísfregnir. Svolátandi símskeyti barst Eimskipafélaginu í gærkvöldi frá Eskifirði: Eskifjörður fullur af lagís. Mikill hafís úti fyrir eins langt og augað eygir og borgarís inn á milli. Hafísinn landfastur við Gerpi. Lagarfoss liggur nú við ísskörina á Eskifirði og affermir vörur sínar.

Lögberg (Winnipeg, Kanada) 24. janúar

Hafís varð vart við Horn er björgunarskipið "Geir" fór þar um á norðurleið seint í síðastl. viku.

Hafísnum fylgdu hvítabjarnarkomur og er talið að um 27 dýr hafi gengið hér á land eftir áramótin 1918.

Morgunblaðið 25. janúar

Vatnið. Í frostunum hafa, svo sem alkunnugt er, sprungið vatnsæðar í fjölda mörgum húsum. Hafa íbúar húsa orðið að sækja vatn í bölum og fötum í önnur hús, þar sem ekki var sprungið eða frosið í æðunum. Er það auðvitað ekki nema sjálfsagt, að fólk reyni að hjálpa náunganum þegar svona stendur á. En það er eigi lítill átroðningur sem sumt fólk hefir haft af þessum vatnsburði. Maður nokkur í Austurbænum sagði oss í gær, að það hefði verið sífeldur straumur af fólki inn í hús hans í 3 daga samfleytt, langt fram á kvöld. Sagði hann að sér hefði verið þetta þó nokkuð bagalegt ýmsra hluta vegna, en hann hafi þó eigi getað neitað fólkinu um vatn. Sami maður stakk upp á því, að þegar slíkt kæmi fyrir, ætti bærinn að láta koma fyrir vatnshana einhversstaðar úti við, svo fólkið gæti gengið þar að vatninu óhindrað. Virðist hugmynd þessi vera góð, því að það er ekki að vita, að allir vilji hafa átroðning af fólki, sem kemur að biðja um vatnsdropa.

Frá Borðeyri var Morgunblaðinu símað í gær, að þar hefði verið 15 stiga frost um morguninn, en 13 stig á hádegi. Á firðinum er helluís og hafþök af hafís í Flóanum. Hríðar voru þrjá daga um helgina, en ekki mikil snjókoma. Hafísinn rak hratt inn þegar hann kom. Utan frá Þaralátursfirði var hann eigi nema svo sem sólarhring að sigla inn í flóabotn.

Kona hverfur. Þuríður Egilsdóttir, gift kona á Njálsgötu 16, hvarf í fyrramorgun að heiman um kl. 10. Sáu menn til hennar að hún gekk niður að höfn og yfir ísinn á höfninni og stefndi út í Örfirisey. Var hennar leitað í fyrradag og fanst hún um kvöldið örend í fjörunni í Örfirisey. Hin látna var systir Guðm. Egilssonar kaupmanns. Hafði hún verið við góða heilsu, en þó eitthvað kent hjartveiki að undanförnu.

Ísland í vetrarbúningi. Mynd tekin úr gervitungli 28. janúar 2004.

Tíminn 26. janúar

Fréttir. Tíðin. Frosthörkurnar héldust fram í miðja vikuna. Urðu þá frostin einna mest, um 35 st. C. á Ísafirði, 33,5 Akureyri og 36 á Grímsstöðum. Í Reykjavík varð frostið mest um 27 st. Eru mörg tíðindi sögð af afleiðingum frostsins, t. d. að það hafi komið fyrir í Reykjavík að mann kól i rúmi sinu á þeirri kinninni sem upp vissi. Almenn vandræði voru að verða með eldivið og vatn og sömuleiðis með gas, þar eð gert var ráð fyrir að gasgeymirinn myndi frjósa fastur, ef frostin héldust að mun lengur. Kenslu var og hætt i barnaskólanum. — Á Ísafirði hefir mjög þrengt að og er þar fjöldi manns eldiviðarlaus og matvælalaus, enda varð sá kaupstaður fyrir miklum hnekki síðastliðið sumar. Er frá því sagt í síma til marks um hörkurnar þar, að í kappkyntu herbergi þiðnaði ekki blek í byttu á skrifborði dögum saman, að hrím af lofti sem þiðnaði er byrjað var að kynda, fraus jafnóðum og það draup á gólfið, að heitt vatn er látið var á flöskur í rúmin á kvöldin var gaddfrosið um morgunin, að gerð var tilraun og látið sjóðandi vatn á flösku og sett á gólfið og sprakk flaskan af frosti að hálfum tíma liðnum. — Hafísþök eru fyrir hálfu landinu, frá Ísafjarðardjúpi að Gerpi og alt frosið saman og segja fróðir menn að engin von sé til að losni fyr en með Góustraumnum (svo!). Gengið er yfir þvera firði á Vestfjörðum og frá eyjum í land á Breiðafirði. Ísbirnir hafa víða verið drepnir og sömuleiðis selir og smáhvalir. — Um miðja viku linaði frostið og í fyrradag og í gær var þýða og bezta blíðviður um alt suðurland.

Skipaferðir hafa mjög hindrast af frosthörkum. Var útlitið afarískyggilegt um tíma er Lagarfoss og Botnia voru bæði frosin inni á Seyðisfirði og gerðu menn helzt ráð fyrir að ekki kæmist meira kjöt til Noregs. Úr þessu rættist þó og eru bæði skipin nú laus og á leið til Reykjavíkur.

Frón 26. janúar

Utan af landi. Óvenju frosthart hefir verið undanfarið um land alt. — Á sunnudaginn var og mánudaginn var frostið á Grímsstöðum 36° C. og mun það vera með meztu frostum er koma hér á landi. 34° C. voru á Kolviðarhóli á mánudagsmorguninn og 31 stig á geðveikrahælinu Kleppi á mánudagskvöldið.

Úr Skagaflrði. Eftir símtali úr Skagafirði er fjörðurinn fullur af hafís og er ísinn samfrosta. Ekki bólar þar á neinum vandræðum enn sem komið er. Hey- og matbirgðir manna nægilegar þótt harðindin haldist nokkra hríð.

Frá Ísafirði er símað, að talsverð vandræði af harðindum séu þar í kaupstaðnum, bæði af bjargarskorti og eldiviðarleysi. Hefir fógeti leitað til stjórnarráðsins um hjálp. En ekki hefir enn þá verið hægt að veita dýrtíðarlán þau, er síðasta alþingi gerði ráð fyrir að veitt yrðu bæja- og hreppsfélögum. — Bráðabirgðalán mun þó stjórnin hafa í hyggju að veita þangað til fé fæst, svo hægt sé að veita hin reglulegu dýrtíðalán.

„Botnía", eign Sameinaða gufuskipafélagsins, er legið hefir á Seyðisfirði síðan hún hætti strandferðum í ágústmánuði síðastliðnum, hefir nú verið fengin til að flytja kjöt til Noregs. Kemur skipið hér innan skamms. Lagði á stað frá Seyðisfirði fyrir nokkrum dögum en varð þá að snúa aftur sökum hafíss. Hefir enska stjórnin veitt undanþágu frá viðkomuskyldunni í enskri höfn, svo skipið fer beina leið hjeðan til Noregs.

Nokkrir hvítabirnir hafa verið lagðir að velli nú í harðindakastinu. Sagt er að á Melrakkasléttu hafi einn maður lagt þrjú bjarndýr að velli sama daginn, og fleiri bjarndýr hafa verið lögð að velli þar á sléttunum. Þá er sagt að einu hafi verið banað á Skagaströnd og einu á Dalakjálka í Mjóafirði. — Alls er sagt að 6 bjarndýr hafi verið drepin síðan hafísinn rak að landinu nú eftir nýárið.

Breiðafjörð eða firði inn úr honum, Gilsfjörð og Hvammsfjörð, lagði alla undir ís í frosthörkunni. Er slíkt að vísu ekki mjög fátítt að firði þessa leggi, en óvenjumiklir ísar hafa þó verið þar nú um tíma. Flóabátur þeirra Breiðfirðinganna hefir nú um tíma legið hjer í Reykjavík. Hefir eigi komist til Stykkishólms sökum lagíss. Nú kvað ísinn vera að greiðast sundur þar vestra, svo vonandi getur nú báturinn tekið aftur til starfa.

Frétt frá Akureyri segir að allur Eyjafjörður sé nú ein íshella og megi ríða hann þvers og endilangt, og jafnvel að fara mætti fram um öll nes og til Siglufjarðar. Ís er svo langt sem augað eygir.

Úr Árnessýslu er sagt að sumstaðar hafi verið farið að skera kýr af heyjum, nú í harðindakastinu.

Morgunblaðið 27. janúar

Vetrarríki. Vetur sá, er nú stendur yfir, er áreiðanlega þegar orðinn hinn harðasti að frostum og vindum, sem núlifandi menn muna, og mun fyllilega jafnast á við veturinn „Fótbít“, sem nefndur hefir verið því nafni vestanlands, vegna þess, hve marga menn þá kól til óbóta á fótum; en það var veturinn 1880—81. Hinir miklu kuldar, sem þessi (yfirstandandi) vetur þegar hefir fært okkur, hefir, eins og eðlilegt er, slegið talsverðum óhug á marga, þar sem eldsneyti nú á tímum er afskaplega dýrt og auk þess birgðirnar mjög af skornum skamti.

Já, það er fyllilega vonlegt, að mönnum finnist þessi vetur veita sér ærið þungar búsifjar ofan á alla dýrtíðina og atvinnuteppuna. En hafa skyldu menn það hugfast, að vetur sem þessi, er ekki neitt nýtt eða óvenjulegt fyrirbrigði, heldur viðburður, sem ósjaldan ber að hendi og altaf má búast við. Viðburður, sem skeður þetta 3—4 sinnum á öld, og á sumum öldum miklu oftar.

B. Þ. Gröndal

Lögberg (Winnipeg, Kanada) 31. janúar

Símskeyti barst hingað til borgarinnar um helgina, er telur vetrarríki dæmafátt á Íslandi, og var hafís landfastur alla leið frá Horni og austur fyrir Gerpi. Skip landstjórnarinnar, Willemose, er fast í ís inni á Austfjörðum. Eru þetta mikil tíðindi og ill, þar sem tilfinnanlegur eldsneytisskortur er í landinu. — "Sjaldan er mein að miðsvetrar ís", segir gamla máltækið, og er vonandi að, "Iandsins forni fjandi" verði skjótt á brottu að hverfa.

Myndir:...