Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 122 svör fundust
Til hvers er rófubeinið?
Rófubeinið er gert úr 3-5 neðstu hryggjarliðunum í rófulausum prímötum sem runnið hafa saman. Þessir liðir eru fyrir neðan spjaldhrygginn og tengjast honum um trefjabrjósklið, sem gerir svolitla hreyfingu milli spjaldhryggs og rófubeins mögulega. Í mönnum og öðrum rófulausum prímötum er rófubeinið leifar af r...
Hvað er spasmi og hvernig lýsir hann sér?
Í læknisfræði er spasmi skyndilegur og ósjálfráður samdráttur vöðva, hóps af vöðvum, í veggjum hols líffæris eða samdráttur ops á líffæri. Í daglegu tali er það kallað spasmi þegar krampi kemur í vöðva, oft með skyndilegum sársauka sem líður fljótt hjá en getur varað í nokkrar mínútur eða lengur. Spasmi getur leit...
Hvað þarf maður að gera ef maður vill flotta magavöðva?
Sá sem vill fá stælta og vel mótaða kviðvöðva þarf annars vegar að byggja upp vöðvana og hins vegar að losa sig við sem mesta fitu af maganum, ef hún er til staðar, því annars sjást vöðvarnir ekki. Til eru ýmsar mismunandi gerðir af kviðæfingum en margar þeirra er gott að framkvæma á æfingadýnu á gólfinu. Í tæ...
Hvað eru líffærin mikill hluti af þyngd manns?
Það er svolítið erfitt að svara þessari spurningu þar sem hér er ekki skilgreint hvað átt er við með líffæri, en almennt er líffæri skilgreint sem samsafn vefja sem allir vinna saman að tilteknu hlutverki. Líkaminn er gerður úr um það bil 78 líffærum af ýmsum gerðum, auk beina, vöðva og fitu. Rýmið sem fitu- o...
Hvað er Tay-Sachs sjúkdómur og hvernig erfist hann?
Tay-Sachs-sjúkdómur er víkjandi erfðasjúkdómur. Hann orsakast af galla sem veldur skorti á ensími sem kallast β-hexoaminídasi A. Þetta ensím finnst í leysikornum (e. lysosomes) en leysikorn eru frumulíffæri sem gegna því hlutverki að brjóta niður sameindir til endurvinnslu fyrir frumuna. Venjulega stuðlar ens...
Gera „hitakrem“ eitthvað gagn við bólgum?
Spurningin í heild sinni hljóðaði svo:Gera „hitakrem“ eitthvað gagn við bólgum? Af hverju hitnar manni þegar kremið er borið á mann? Algengustu gerðir hitakrema (til dæmis Deep heat™) innihalda svokölluð húðroðavaldandi efni (e. rubefacients). Þau orsaka húðertingu sem hefur í för með sér roða vegna aukins blóð...
Úr hverju er húðin?
Húðin er úr nokkrum mismunandi vefjum. Yst er þunnt hornlag sem er að mestu gert úr þekjuvefsfrumum. Frumurnar eru dauðar yst á hornlaginu en dýpra eru þær lifandi og skipta sér stöðugt og endurnýja þannig ysta lagið. Húðfruma lifir að meðaltali í 20-50 daga. Hornlagið gegnir meðal annars því hlutverki að v...
Til hvers þurfum við tær?
Í hvorum fæti eru 26 bein og 33 liðamót. Um 20 vöðvar hreyfa þessi bein og sinar toga líkt og teygjur í beinin þegar vöðvarnir dragast saman. Í hvorum fæti eru 100 liðbönd sem tengja bein við bein og brjósk við bein og halda öllum hlutum fótarins saman. Stóratá tekur þátt í að halda jafnvægi og hinar tærnar vir...
Hvernig stækka vöðvarnir?
Hér er einnig svarað spurningunni:Hvað veldur stækkun á vöðvum? Vöðvar eru úr sérhæfðum vöðvafrumum sem heita vöðvaþræðir og liggja endilangir í vöðvanum. Hver vöðvaþráður er gerður úr mörgum vöðvatrefjum. Venjulegur vöxtur vefs felur í sér tvennt, annars vegar fjölgun frumna sem vefurinn er gerður úr og hi...
Af hverju rotast maður við höfuðhögg?
Rot er meðvitundarleysi eftir högg eða byltu. Við rotumst helst við högg sem lendir á höku eða gagnauga svo að höfuðið snýst skyndilega til hliðar eða upp. Ekki er fullljóst af hverju menn rotast við högg en líklegast þykir að það sé vegna áverka á heilastofninn. Heilastofn liggur á milli hvelaheila (e. telence...
Hvers vegna fáum við náladofa?
Allir kannast við þau óþægindi sem verða ef maður rekur olnbogann í eitthvað og fær högg á „vitlausa beinið“ sem er ekki bein heldur taug sem liggur niður í handlegg og hönd. Við slíkt högg er oft eins og rafstraum leiði niður í höndina og á eftir fylgir oft dofi eða náladofi. Við fáum einnig náladofa við þrýsting...
Er mikil mjólkursýrumyndun slæm fyrir vöðva í uppbyggingu?
Fátt bendir til þess að mjólkursýra hafi með beinum hætti neikvæð áhrif á uppbyggingu vöðva þó ekki sé hægt að útiloka það alveg. Þegar mjólkursýrumyndun er hins vegar orðin mjög mikil í vöðvum, breytast oftast ýmsir aðrir þættir á sama tíma í líkamanum eins og til dæmis blóðstyrkur ýmissa hormóna. Þessar breyti...
Hvað er fjörfiskur og hvað er til ráða?
Fjörfiskur (e. eyelid twitch) er hvimleitt vandamál sem flest allir upplifa einhvern tíma á lífsleiðinni. Um er að ræða ósjálfráða síendurtekna samdrætti í vöðvum í augnlokinu, oftast því efra, sem geta staðið í nokkra klukkutíma og allt upp í nokkra daga. Lítið er vitað um uppruna fjörfisks í flestum tilviku...
Hvers vegna hrýtur fólk?
Aðrar spurningar um hrotur sem Vísindavefnum hafa borist eru:Hvers vegna hrýtur maður og hvers vegna hrýtur maður ekki þegar maður er vakandi?Hvernig getur maður hætt að hrjóta? Er það algengara að karlmenn hrjóti?Eru einhverjir líkamlegir kvillar sem valda hrotum? Hrotur stafa af því að í svefni slaknar á vöðvu...
Hvers vegna stífna vöðvar upp við áreynslu og hvað er hægt að gera til að koma í veg fyrir það?
Stutta svarið er að þetta stafar oftast af þreytu en einnig getur orsökin verið aukin taugavirkni. Hyggileg þjálfun, góð næring og vatnsdrykkja getur dregið verulega úr þessum einkennum og jafnvel eytt þeim alveg. Ýmsar orsakir geta verið fyrir því að vöðvi stífni við áreynslu og raunar er mismunandi hvaða mer...