Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.
Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar
um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að
svara öllum spurningum.
Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að
svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki
nægileg deili á sér.
Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.
Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!
Allir kannast við þau óþægindi sem verða ef maður rekur olnbogann í eitthvað og fær högg á „vitlausa beinið“ sem er ekki bein heldur taug sem liggur niður í handlegg og hönd. Við slíkt högg er oft eins og rafstraum leiði niður í höndina og á eftir fylgir oft dofi eða náladofi. Við fáum einnig náladofa við þrýsting á taugar annars staðar á handleggjum og fótum og ef við höfum verið lengi í óheppilegri stellingu getur einnig fylgt náladofanum máttleysi í vöðvum.
Margir kannast við náladofa í hendi eftir lúr sem þennan.
Öll þessi óþægindi hverfa síðan á örfáum mínútum eftir að breytt hefur verið um stellingu og hægt er að flýta fyrir því með því að hreyfa og nudda viðkomandi útlim. Það sem gerist er að við þrýsting hætta taugarnar að geta flutt taugaboð og sé um skyntaugar að ræða fær maður dofa eða náladofa en ef hreyfitaugar eiga í hlut verða viðkomandi vöðvar máttlausir. Flestir taugastofnar á útlimum eru blandaðir og innihalda bæði skyntaugar og hreyfitaugar.
Mynd: