Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 284 svör fundust
Hver var Gaston Julia?
Gaston Maurice Julia (1893 - 1978) var franskur stærðfræðingur sem rannsakaði mengi sem tengjast ítrunum á ákveðnum föllum. Hann fæddist í Alsír, sem var undir yfirráðum Frakka á þessum tíma, og barðist í fyrri heimstyrjöldinni. Hann misst nefið í árás Þjóðverja og allt frá því bar hann leðurpjötlu á andlitinu í s...
Af hverju er meira prótín í harðfiski en öðrum fiski?
Samkvæmt ÍSGEM (Íslenski gagnagrunnurinn um efnainnihald matvæla) þá innihalda 100 g af ýsu- eða þorskflökum um 18 g af prótínum og 82 g af vatni. Harðfiskur er þurrkaður fiskur þar sem búið er að fjarlægja megnið af vatninu úr flökunum. Með þurrkuninni hækkar hlutfallslegt gildi prótínanna eftir því sem vatnið mi...
Hvernig varð fyrsta genið til? Hefði það getað komið utan úr geimnum?
Þetta er ein af mörgum spurningum um upphaf lífs á jörðinni sem ekki er hægt að svara með neinni vissu. Nú á dögum eru gen allra eiginlegra lífvera gerð úr kjarnsýrunni DNA en kjarnsýran RNA er erfðaefni ákveðinna veira. Margt bendir til þess að í þróunarsögu lífsins hafi RNA komið til sögunnar á undan DNA og reyn...
Hversu langan tíma tekur það fyrir líkamann að nýta næringarefni úr fæðunni?
Kolvetni, fita og prótín eru helstu næringarefni fæðunnar. Til þess að nýta þau úr fæðunni þarf að melta hana fyrst. Það felur í sér að mala hana og síðan að brjóta stórsameindir hennar niður í smásameindir sem hægt er að taka upp í gegnum þarmavegginn í blóðrásina. Stórsameindirnar eru fjölsykrur eins og mjöl...
Hvað eru stýrigen og hvert er hlutverk þeirra? Hvert er nafn þeirra á ensku?
Stýrigen, sem oftar eru nefnd stjórngen, eru gen sem stjórna starfsemi annarra gena. Í reynd eru það prótínafurðir þeirra sem gegna stjórnunarhlutverkinu. Þær eru nefndar stjórnprótín eða stýriprótín. Þessi prótín tengjast kirnaröðum rétt fyrir framan upphaf gens og virðast hindra eða hvetja umritun þess, það er m...
Brennir líkaminn hitaeiningum ef við hugsum mjög mikið?
Dagleg orkuþörf okkar fer eftir því hvað við gerum. Við þurfum orku til allrar starfsemi og hana fáum við úr orkuefnum í fæðunni en þau eru kolvetni, fita og prótín. Orkan sem við fáum úr fæðu er að mestu leyti (um 60%) notuð til að reka svokölluð grunnefnaskipti en til þeirra telst öll lífsnauðsynleg líkamsst...
Er hægt að fæðast með ofnæmi og geta ungbörn haft ofnæmi fyrir brjóstamjólk?
Börn fæðast ekki með ofnæmi því ónæmiskerfi þarf að útsetjast fyrir ofnæmisvakanum til að mynda ofnæmi. Prótín sem getur valdið ofnæmi getur borist í gegnum móðurina og út í brjóstamjólkina. Þannig getur ungbarn sem fær ekkert annað en brjóstamjólk næmst gegn prótínum úr fæðu (til dæmis eggjum) sem móðirin borðar ...
Úr hverju er matarlím og hvernig er það búið til?
Upprunalega spurningin hljóðaði svona: Nákvæmlega hvað er þetta fyrirbæri sem í daglegu tali er kallað matarlím? Matarlím er prótín sem unnið er úr afgöngum sláturdýra og fiska. Það er aðallega notað til að þykkja ýmiss konar rétti, búðinga, fisk- og kjöthlaup, soð og annað. Það gengur einnig undir heitinu ...
Hvernig er glútenlaus bjór bruggaður?
Glúten er prótín sem er að finna í mörgum korntegundum, aðallega hveiti en líka í byggi, spelti, höfrum og rúgi. Glútenlaus bjór er gerður úr möltuðum (spíruðum) korntegundum sem ekki innihalda glúten og þá aðallega dúrru (e. sorghum) og hirsi (e. millet). Að öðru leyti er bruggferlið eins eða sambærilegt og þegar...
Hver er munurinn á örveru og lífrænu efnasambandi?
Öll efnasambönd sem innihalda kolefni (C), auk annarra frumefna, teljast til lífrænna efnasambanda (að undanskyldum kolefnisoxíðum og ólífrænum karbónötum og bíkarbónötum). Auk kolefnis eru algengustu frumefnin í lífrænum sameindum vetni (H), súrefni (O), köfnunarefni (N), fosfór (P) og brennisteinn (S). Lífr...
Hvort verða ungar til í eggjahvítunni eða eggjarauðunni?
Ef spyrjandi á við fuglsegg þá verður unginn hvorki til í eggjahvítunni né eggjarauðunni. Eggjarauðan veitir unganum nauðsynlega næringu en í henni eru meðal annars járn, fosfór, mörg sölt og A-, B- og D-vítamín. Einnig eru í rauðunni ýmsar gerðir af lípíðum. Ungar verða hvorki til í eggjahvítunni né eggjarauð...
Þegar maður er í megrun eða með lystarstol hvort ræðst líkaminn á fituna eða vöðvana í líkamanum?
Í stuttu máli er svarið við spurningunni það að líkaminn gengur bæði á fitu og vöðvaprótín ef honum er neitað um fæðu í einhvern tíma. Fita, prótín og sykrur eru orkuefni eða eldsneyti líkamans. Þegar inntaka fæðu (og þar með orkuefna) minnkar við megrun eða föstu þarf líkaminn að nota orkubirgðir sínar til að...
Geta vísindamenn sagt okkur hver sé erfðafræðilegur munur á manni og apa?
Vísindamenn hafa unnið að raðgreiningu á erfðamengi mannsins frá því fyrir síðustu aldamót. Raðgreiningin felst í því að basaröðin í erfðaefninu er greind. Í febrúar 2001 var fyrsta uppkastið að erfðamengi mannsins birt og í kjölfarið kom út fyrsta uppkastið að erfðamengi músarinnar og rottunnar. Í október 2004 va...
Getur klór í sundlaugum drepið COVID-veiruna og þá hvernig?
Stutta svarið Klór-sótthreinsivökvi sem notaður er í sundlaugum og víðar inniheldur veika sýru sem nefnist hypýklórsýra. Hún getur smogið inn fyrir frumuhimnur örvera og fituhimnur hjúpaðra veira og valdið þar skaða á viðkomandi örverum og veirum með ýmsum efnabreytingum. Í því felst eyðingarmáttur klór-sótthre...
Af hverju vinna ensím hægt við lágt hitastig?
Ensím eru prótín sem finnast í lífverum og virka sem hvatar á efnahvörf. Það þýðir að þau valda því að hvörfin ganga hraðar en ella eða jafnvel að hvörf eigi sér stað sem annars myndu ekki gera það við þær aðstæður sem ríkja í lifandi frumum. Þetta gera ensím, eins og aðrir hvatar, með því að lækka virkjunarorku (...