Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 30 svör fundust

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvernig komst Dalvík inn í Android-stýrikerfið?

Íslensk örnefni hafa stundum lagt land undir fót. Í Vesturheimi er að finna mörg örnefni sem Vestur-Íslendingar tóku með sér yfir hafið í lok 19. aldar. Þar er nú að finna nöfn eins og Gimli, Reykjavík, Árbakki og Bifröst. Á Íslandi er svo á hinn bóginn að finna mörg örnefni sem eiga uppruna sinn í Noregi og víðar...

category-iconÞjóðfræði

Á mínum vinnustað er ekki eining um hvað sé ull og hvað sé lopi, getið þið greitt úr þessu?

Öll spurningin hljóðaði svona: Komið þið sæl. Á mínum vinnustað er alls ekki eining um hvað sé skilgreint sem ull og hvað sé skilgreint sem lopi. Er öll ull lopi eða er allur lopi ull? Er til dæmis til merinó-lopi úr merinó-ull? Kv. Óli Már. Í stuttu máli er má segja að allur lopi sé ull en öll ull er ekki lo...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvernig á að losna við staravarp?

Upprunalega spurningin hljóðaði svona: Er nóg að taka hreiðrið í burtu og hreinsa svæðið til að losna við stara? Hér er einnig svarað spurningunum:Hvenær myndast staralúsin?Eru starar friðaðir?Hvernig er best að losna við stara sem flytur í þakskeggið mitt? Stari (Sturnus vulgaris) er þéttvaxinn dökkur spörfugl....

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvað er tjaldurinn gamall þegar hann verpir og ungar út í fyrsta sinn?

Tjaldurinn (Haematopus ostralegus) verpir á láglendi allt í kringum landið, meðfram ströndinni og við ár og vötn. Hann er meðal stærstu vaðfugla sem verpa hér á landi og er auðþekktur, svartur og hvítur að lit með rauðgulan gogg, bleikrauða fætur og hárauð augu. Hann lætur vel í sér heyra með gjallandi og hvellu b...

category-iconLífvísindi: mannslíkaminn

Er það ekki örugglega rétt að við notum aðeins 10% heilans?

Nei það er ekki rétt. Sú sögusögn að fólk noti aðeins lítinn hluta heilans virðist hins vegar ætla að verða ansi lífseig. Óhætt er samt að segja að hún er fjarri sannleikanum. Heilinn er allur meira eða minna virkur, hvort sem fólk vakir eða sefur. Hægt er að benda á ýmis gögn því til stuðnings að fólk noti all...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvernig er snæugla flokkuð frá ríki til tegundar?

Snæuglan (Bubo scandiacus) er ugla norðurhjarans og vel aðlöguð að óblíðri náttúru túndrunnar allt umhverfis Norður-Íshafið. Hún er stór og þrekvaxin, 53-66 cm löng, rúmlega 2 kg og vænghaf hennar er allt að 170 cm. Snæuglan er hvít að lit með brúnum skellum en brúni liturinn er meira áberandi hjá kvenfuglinum. Kv...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvenær komu rjúpur til Íslands og hvað getið þið sagt mér um rjúpuna?

Rjúpan (Lagopus muta) er tegund af ætt hænsnafugla (Galliformes) og undirætt orrafugla (Tetraoninae). Rjúpnastofninn hér á landi kom upprunalega frá Grænlandi við lok ísaldar fyrir um 10.000 árum. Tengslin við Grænland hafa ekki alveg slitnað því það kemur stöku sinnum fyrir að grænlenskar rjúpur finnist hér á lan...

category-iconLæknisfræði

Hvað er vitað um fuglaflensuna á Íslandi og getum við smitast af henni?

Eins og fram kemur í svari við spurningunni Hvað er fuglaflensa? er fuglaflensa einfaldlega inflúensa í fuglum sem orsakast af mörgum mismunandi tegundum inflúensuveiru A. Þegar þetta svar er skrifað hefur faraldur fuglaflensu verið í gangi í Evrópu síðustu mánuði. Ítarlegar upplýsingar um faraldurinn liggja fy...

category-iconJarðvísindi

Hver er sagan á bak við Gvendarbrunna og hversu gamalt er vatnið sem kemur úr þeim?

Hér er einnig svarað spurningu Leifs:Hver er aldur drykkjarvatns úr Gvendarbrunnum? Fyrir þjóð eins og Íslendinga, sem ávallt virðist eiga nóg af góðu og heilnæmu vatni, hljómar sparneytni í vatnsmálum ef til vill furðulega. Nánast hvar sem er á landinu er hægt að drekka vatn í ám og lækjum án þess að hreinsa þ...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hver er munurinn á frumefni og frumeind?

Íslenska orðið frumeind er þýðing á erlenda orðinu atom. Orðið atom var sett fram í byrjun 19. aldar sem hugtak yfir smæstu þekktu eindir þess tíma. Í dag er hins vegar vitað að frumeindir eru ekki minnstu eindir sem til eru. Frumeindir samanstanda af kjarna, sem er í miðju frumeindarinnar, og neikvætt hlöðnum raf...

category-iconBókmenntir og listir

Hvar komust miðaldamenn í tæri við Biblíuna?

Spurningin í fullri lengd hljóðaði svona: Við yfirferð á Egils sögu hjá Endurmenntun HÍ kemur fram að í Egils sögu sé sótt samlíking í Biblíuna. Nú er talið að Egils saga sé rituð um 1220. Þá kemur spurningin, hver var staða Bíblíunnar þá? Ekki var prentun kominn til sögunar var hún þá til eins og við þekkjum han...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hversu margar margæsir dvelja hér á leið sinni til og frá varpstöðva?

Í heild hljóðaði spurningin svona:Við hjónin höfum fylgst með fuglalífi á Álftanesinu, ekki síst viðkomu margæsa á vorin og aftur á haustin. Það komu allstórir flokkar margæsa í vor en óvenjulega fáir í haust frá varpstöðunum. Kunnið þið einhvern frekari deili á þessu, eða misstum við bara af þessu? Hversu stór e...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Af hverju hurfu rostungar frá Íslandi?

Það er rétt að rostungar (Odobenus rosmarus L.) hafa ekki haft fasta viðveru við Ísland um alllangt skeið (margar aldir). Þau stöku dýr sem sjást hér öðru hvoru, um eitt dýr að jafnaði tíunda hvert ár miðað við síðustu 4–5 áratugi, eru flækingar, líklega mest frá Grænlandi. Þau hafa hér skamma dvöl og eru iðulega ...

category-iconLandafræði

Hver eru lengstu fljót í heimi?

Hér er einnig svarað spurningunum: Hvert er vatnsmesta fljót í heimi? Hver eru 10 lengstu fljót í heimi og hvað eru þau löng? Hvað er áin Níl löng? Aðrir spyrjendur eru: Matthías Óli, Þorbjörg Kristjánsdóttir, Ásta Rún, Gunnar Vilhjálmsson, Garðar Sveinbjörnsson, Þórunn Þrastardóttir, Sigurbjörg Helgadót...

category-iconMálstofa

Hafís í blöðunum 1918. III. Þrjár greinar um tíðarfar 1918

Þessi pistill er sá þriðji í röðinni af sex þar sem birt er efni um hafís úr blöðum og tímaritum árið 1918 án útskýringa. Greinarnar þrjár sem hér fara á eftir lýsa tíðarfarinu snemma árs 1918 og hvernig það hafði áhrif á ferðir manna í embættiserindum. Fyrst segir frá embættisleiðangri á ísilögðum Eyjafirði, þá e...

Fleiri niðurstöður