Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað er vitað um fuglaflensuna á Íslandi og getum við smitast af henni?

Jón Magnús Jóhannesson

Eins og fram kemur í svari við spurningunni Hvað er fuglaflensa? er fuglaflensa einfaldlega inflúensa í fuglum sem orsakast af mörgum mismunandi tegundum inflúensuveiru A.

Þegar þetta svar er skrifað hefur faraldur fuglaflensu verið í gangi í Evrópu síðustu mánuði. Ítarlegar upplýsingar um faraldurinn liggja fyrir um tímabilið 9. desember 2021 til 15. mars 2022. Þær veita vísbendingar um mögulega þróun hérlendis.

Á þessu tímabili greindust 2652 HPAI-tilfelli vegna H5Nx-fuglaflensuveira, með hápunkti um miðjan janúar. Fuglaflensa greindist í að minnsta kosti 62 mismunandi fuglategundum víða um Evrópu; Færeyjar og Moldóva lýstu meðal annars sínum fyrstu tilfellum fuglaflensu frá upphafi. Afbrigðin í dreifingu eru af gerð H5N2, H5N1 eða H5N8, en þau síðarnefndu hafa verið í dreifingu áður í Evrópu. Þessi tilteknu afbrigði eru ekki þekkt fyrir að valda sjúkdómi í mönnum, en eru náskyld afbrigðum sem hafa bæði sýkt menn og valdið alvarlegum sjúkdómi. Enn fremur hafa nokkur tilfelli H5N1-fuglaflensu greinst í fimm mismunandi spendýrategundum: rauðrefum (Vulpes vulpes), evrasískum otrum (Lutra lutra), þefvíslum (Mustela putorius), frettum (Mustela furo) og gaupum (Lynx lynx). Þetta bendir að hluta til aðlögunar veirunnar að spendýrum, en vissulega er aðeins um stök tilfelli að ræða. Á þessu sama tímabili greindust 17 tilfelli fuglaflensu í mönnum vegna H5N6-fuglaflensuveiru (öll í Kína), 15 vegna H9N2-fuglaflensuveiru og eitt einkennalaust tilfelli í Bretlandi vegna H5N1-fuglaflensuveiru.

Fyrsta tilfelli fuglaflensu í fugli á Íslandi greindist í haferni (Haliaeetus albicilla) þann 7. apríl 2022.

Upplýst var um fyrsta tilfelli fuglaflensu í fugli á Íslandi þann 7. apríl 2022, en það var í haferni (Haliaeetus albicilla). Upplýsingar til þessa sýna að fuglaflensa er nú orðin nokkuð útbreidd meðal villtra fugla á Íslandi, og að öll greind tilfelli hafa verið vegna fuglaflensuveiru af gerð H5Nx.

Miðað við fyrirliggjandi gögn eru líkur á því að smitast af fuglaflensu verulega litlar fyrir almenning á Íslandi. Þeir sem eru í nánu samneyti við fugla þurfa hins vegar að sýna mikla varkárni í allri meðhöndlun þeirra. Mikilvægt er að fylgjast náið með leiðbeiningum sem gefnar eru út af viðeigandi yfirvöldum og fylgja þeim eftir fremsta megni.

Rétt er að benda lesendum sem vilja fræðast meira um efnið á svar við spurningunni Geta menn fengið fuglaflensu?

Í stuttu máli
  • Fuglaflensa hefur nýlega greinst í fyrsta skipti í fuglum á Íslandi og virðist vera orðin útbreidd meðal villtra fugla.
  • Fuglaflensa er inflúensa í fuglum sem orsakast af ótalmörgum tegundum inflúensuveira af gerð A. Talið er að nær allar inflúensuveirur séu upprunalega komnar frá fuglum.
  • Inflúensuveirur af gerð A hafa þann sérstæða eiginleika að geta deilt erfðaefni sín á milli. Það getur leitt til þróunar glænýrra afbrigða.
  • Fuglaflensa kemur í faröldrum meðal fugla, sérstaklega á vorin og haustin.
  • Fuglaflensa dreifist með saur-munn smiti og eiga vatnafuglar sem stunda farflug stærstan þátt í dreifingu sjúkdómsins.
  • Villtir fuglar geta borið fuglaflensu áfram til alifugla. Það getur leitt til frekari dreifingar og þróunar fuglaflensuveira. Einnig veldur þetta víðtækum veikindum meðal fugla ef um er að ræða HPAI-veiru.
  • Viss afbrigði fuglaflensu geta sýkt menn og valdið í þeim sjúkdómi. Þetta er almennt mjög sjaldgæft en náin samskipti við alifugla eru helsti áhættuþáttur fyrir að fá fuglaflensu.
  • Fuglaflensuveirur geta valdið einkennalausum eða -litlum sýkingum. Þessi tilfelli eru líklegast verulega vangreind. Hins vegar verða flestir sem greinast með fuglaflensu alvarlega veikir og er dánarhlutfall mjög hátt.
  • Einkenni alvarlegrar fuglaflensu líkjast að miklu leyti einkennum alvarlegra tilfella COVID-19.
  • Fuglaflensa dreifist mjög illa manna á milli.
  • Miðað við upplýsingar frá faraldri fuglaflensu í Evrópu er mjög ólíklegt að almenningur sé í hættu á að fá fuglaflensu vegna þeirra afbrigða sem eru nú í dreifingu. Hins vegar er ítarleg smitgát við meðhöndlun fugla nauðsynleg til að lágmarka hættuna eins og hægt er.

Heimildir:

Mynd:

Höfundur

Jón Magnús Jóhannesson

læknir og rannsakandi

Útgáfudagur

2.5.2022

Spyrjandi

Þuríður Hermannsdóttir

Tilvísun

Jón Magnús Jóhannesson. „Hvað er vitað um fuglaflensuna á Íslandi og getum við smitast af henni?“ Vísindavefurinn, 2. maí 2022, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=83627.

Jón Magnús Jóhannesson. (2022, 2. maí). Hvað er vitað um fuglaflensuna á Íslandi og getum við smitast af henni? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=83627

Jón Magnús Jóhannesson. „Hvað er vitað um fuglaflensuna á Íslandi og getum við smitast af henni?“ Vísindavefurinn. 2. maí. 2022. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=83627>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvað er vitað um fuglaflensuna á Íslandi og getum við smitast af henni?
Eins og fram kemur í svari við spurningunni Hvað er fuglaflensa? er fuglaflensa einfaldlega inflúensa í fuglum sem orsakast af mörgum mismunandi tegundum inflúensuveiru A.

Þegar þetta svar er skrifað hefur faraldur fuglaflensu verið í gangi í Evrópu síðustu mánuði. Ítarlegar upplýsingar um faraldurinn liggja fyrir um tímabilið 9. desember 2021 til 15. mars 2022. Þær veita vísbendingar um mögulega þróun hérlendis.

Á þessu tímabili greindust 2652 HPAI-tilfelli vegna H5Nx-fuglaflensuveira, með hápunkti um miðjan janúar. Fuglaflensa greindist í að minnsta kosti 62 mismunandi fuglategundum víða um Evrópu; Færeyjar og Moldóva lýstu meðal annars sínum fyrstu tilfellum fuglaflensu frá upphafi. Afbrigðin í dreifingu eru af gerð H5N2, H5N1 eða H5N8, en þau síðarnefndu hafa verið í dreifingu áður í Evrópu. Þessi tilteknu afbrigði eru ekki þekkt fyrir að valda sjúkdómi í mönnum, en eru náskyld afbrigðum sem hafa bæði sýkt menn og valdið alvarlegum sjúkdómi. Enn fremur hafa nokkur tilfelli H5N1-fuglaflensu greinst í fimm mismunandi spendýrategundum: rauðrefum (Vulpes vulpes), evrasískum otrum (Lutra lutra), þefvíslum (Mustela putorius), frettum (Mustela furo) og gaupum (Lynx lynx). Þetta bendir að hluta til aðlögunar veirunnar að spendýrum, en vissulega er aðeins um stök tilfelli að ræða. Á þessu sama tímabili greindust 17 tilfelli fuglaflensu í mönnum vegna H5N6-fuglaflensuveiru (öll í Kína), 15 vegna H9N2-fuglaflensuveiru og eitt einkennalaust tilfelli í Bretlandi vegna H5N1-fuglaflensuveiru.

Fyrsta tilfelli fuglaflensu í fugli á Íslandi greindist í haferni (Haliaeetus albicilla) þann 7. apríl 2022.

Upplýst var um fyrsta tilfelli fuglaflensu í fugli á Íslandi þann 7. apríl 2022, en það var í haferni (Haliaeetus albicilla). Upplýsingar til þessa sýna að fuglaflensa er nú orðin nokkuð útbreidd meðal villtra fugla á Íslandi, og að öll greind tilfelli hafa verið vegna fuglaflensuveiru af gerð H5Nx.

Miðað við fyrirliggjandi gögn eru líkur á því að smitast af fuglaflensu verulega litlar fyrir almenning á Íslandi. Þeir sem eru í nánu samneyti við fugla þurfa hins vegar að sýna mikla varkárni í allri meðhöndlun þeirra. Mikilvægt er að fylgjast náið með leiðbeiningum sem gefnar eru út af viðeigandi yfirvöldum og fylgja þeim eftir fremsta megni.

Rétt er að benda lesendum sem vilja fræðast meira um efnið á svar við spurningunni Geta menn fengið fuglaflensu?

Í stuttu máli
  • Fuglaflensa hefur nýlega greinst í fyrsta skipti í fuglum á Íslandi og virðist vera orðin útbreidd meðal villtra fugla.
  • Fuglaflensa er inflúensa í fuglum sem orsakast af ótalmörgum tegundum inflúensuveira af gerð A. Talið er að nær allar inflúensuveirur séu upprunalega komnar frá fuglum.
  • Inflúensuveirur af gerð A hafa þann sérstæða eiginleika að geta deilt erfðaefni sín á milli. Það getur leitt til þróunar glænýrra afbrigða.
  • Fuglaflensa kemur í faröldrum meðal fugla, sérstaklega á vorin og haustin.
  • Fuglaflensa dreifist með saur-munn smiti og eiga vatnafuglar sem stunda farflug stærstan þátt í dreifingu sjúkdómsins.
  • Villtir fuglar geta borið fuglaflensu áfram til alifugla. Það getur leitt til frekari dreifingar og þróunar fuglaflensuveira. Einnig veldur þetta víðtækum veikindum meðal fugla ef um er að ræða HPAI-veiru.
  • Viss afbrigði fuglaflensu geta sýkt menn og valdið í þeim sjúkdómi. Þetta er almennt mjög sjaldgæft en náin samskipti við alifugla eru helsti áhættuþáttur fyrir að fá fuglaflensu.
  • Fuglaflensuveirur geta valdið einkennalausum eða -litlum sýkingum. Þessi tilfelli eru líklegast verulega vangreind. Hins vegar verða flestir sem greinast með fuglaflensu alvarlega veikir og er dánarhlutfall mjög hátt.
  • Einkenni alvarlegrar fuglaflensu líkjast að miklu leyti einkennum alvarlegra tilfella COVID-19.
  • Fuglaflensa dreifist mjög illa manna á milli.
  • Miðað við upplýsingar frá faraldri fuglaflensu í Evrópu er mjög ólíklegt að almenningur sé í hættu á að fá fuglaflensu vegna þeirra afbrigða sem eru nú í dreifingu. Hins vegar er ítarleg smitgát við meðhöndlun fugla nauðsynleg til að lágmarka hættuna eins og hægt er.

Heimildir:

Mynd:...