- Fuglaflensa hefur nýlega greinst í fyrsta skipti í fuglum á Íslandi og virðist vera orðin útbreidd meðal villtra fugla.
- Fuglaflensa er inflúensa í fuglum sem orsakast af ótalmörgum tegundum inflúensuveira af gerð A. Talið er að nær allar inflúensuveirur séu upprunalega komnar frá fuglum.
- Inflúensuveirur af gerð A hafa þann sérstæða eiginleika að geta deilt erfðaefni sín á milli. Það getur leitt til þróunar glænýrra afbrigða.
- Fuglaflensa kemur í faröldrum meðal fugla, sérstaklega á vorin og haustin.
- Fuglaflensa dreifist með saur-munn smiti og eiga vatnafuglar sem stunda farflug stærstan þátt í dreifingu sjúkdómsins.
- Villtir fuglar geta borið fuglaflensu áfram til alifugla. Það getur leitt til frekari dreifingar og þróunar fuglaflensuveira. Einnig veldur þetta víðtækum veikindum meðal fugla ef um er að ræða HPAI-veiru.
- Viss afbrigði fuglaflensu geta sýkt menn og valdið í þeim sjúkdómi. Þetta er almennt mjög sjaldgæft en náin samskipti við alifugla eru helsti áhættuþáttur fyrir að fá fuglaflensu.
- Fuglaflensuveirur geta valdið einkennalausum eða -litlum sýkingum. Þessi tilfelli eru líklegast verulega vangreind. Hins vegar verða flestir sem greinast með fuglaflensu alvarlega veikir og er dánarhlutfall mjög hátt.
- Einkenni alvarlegrar fuglaflensu líkjast að miklu leyti einkennum alvarlegra tilfella COVID-19.
- Fuglaflensa dreifist mjög illa manna á milli.
- Miðað við upplýsingar frá faraldri fuglaflensu í Evrópu er mjög ólíklegt að almenningur sé í hættu á að fá fuglaflensu vegna þeirra afbrigða sem eru nú í dreifingu. Hins vegar er ítarleg smitgát við meðhöndlun fugla nauðsynleg til að lágmarka hættuna eins og hægt er.
- Ýtarlega heimildaskrá er að finna neðst í svari við spurningunni Hvað er fuglaflensa?
- Fuglavefur- Haförn. (Sótt 28.04.2022). © Jóhann Óli Hilmarsson