Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 69 svör fundust
Var Ingólfur Arnarson til í alvörunni?
Um 1940 voru dásamlegir tímar í íslenskri miðaldasagnfræði, fræðimenn trúðu flestum Íslendingasögunum eins og nýju neti um menn og málefni 10. aldar en þeirri dýrð lauk um 1950. Því olli líklega einkum að bókfestukenningin svonefnda hafði skotið rótum. Hún nefndist öðru nafni íslenski skólinn og samkvæmt henni vor...
Hvaðan er forskeytið húna í Húnaflóa komið?
Í heild hljóðar spurningin svona:Er til skýring á því hvaðan forskeytið húna er komið svo úr varð Húnaþing, Húnaver og Húnaflói? Orðið húnn ‚bjarndýrsungi‘ er talið vera í forlið þessara nafna. Í Landnámabók segir frá því að Ingimundur gamli „fann beru (það er birnu) ok húna tvá hvíta á Húnavatni“. „því kallaði...
Hvert er heimildargildi Landnámu? Hvenær er talið að hún hafi verið notuð?
Landnámu má nota bæði sem frásögn og sem leif. Hún er leif um það að Íslendingar voru byrjaðir að skrifa um landnámið á 12. öld. Hún sýnir okkur einnig hvernig þeir skrifuðu um það og hvað þeim fannst mikilvægt að segja frá í sambandi við það. Þá er varðveislusaga Landnámu til vitnis um áframhaldandi áhuga Íslendi...
Hvernig fundu þeir sem vinna á vefnum um Íslendingabók allar þessar upplýsingar um Íslendinga?
Upphaflegur grunnur ættfræðiforritsins Íslendingabókar eru fjórar skrár:manntalið 1703manntalið 1801manntalið 1910Þjóðskrá frá árinu 1967 til dagsins í dag.Í þessum heimildum eru meðal annars upplýsingar um búsetu og aldur nafngreindra einstaklinga og einnig er hægt að sjá innbyrðis tengsl þeirra sem búa á sama st...
Hvers vegna er Ingólfur Arnarson talinn fyrsti landnámsmaðurinn þegar Papar og fleiri menn fundu Ísland á undan honum?
Ingólfur Arnarson er talinn vera fyrsti landnámsmaðurinn í þeirri merkingu að hann er fyrsti maðurinn sem hóf hér skipulega og varanlega búsetu. Heimildir um landnámsmanninn Ingólf er meðal annars að finna í Landnámu og Íslendingabók. Um heimildargildi Landnámu er hægt að lesa um í svari við spurningunni Hvert...
Hvers vegna heitir Eyjafjörður svo þó á honum sé aðeins ein eyja?
Nafnið Eyjafjörður er í Íslendingabók og Landnámabók. Í hinni síðarnefndu segir að Helgi magri og félagar „kölluðu Eyjafjörð af eyjum þeim, er þar lágu úti fyrir“ (Íslenzk fornrit I:250). Þeir voru þá líklega staddir á Hámundarstaðafjalli sunnan Dalvíkur. Álitið hefur verið að þarna sé átt við Hrólfssker og Hr...
Af hverju heitir Ísland ekki Grænland og Grænland þá Ísland?
Alþekkt er sögnin um Hrafna-Flóka Vilgerðarson í Landnámabók sem sat í Vatnsfirði við Barðaströnd heilan vetur en kvikfé hans féll um veturinn af heyleysi. „Var vor heldur kalt. Þá gekk Flóki norður á fjöll og sá fjörð einn fullan af hafísum; því kölluðu þeir landð Ísland.“ (Íslenzk fornrit I:38-39). Ísland stóð...
Hversu margir alþingismenn voru á hinu forna Alþingi?
Ekki er vitað nákvæmlega hvernig Alþingi á Þingvöllum þróaðist áður en ritöld hófst, kristni var lögtekin og skriflegar heimildir um þingið urðu til. En helsta heimild okkar um skipulag Alþingis á þjóðveldisöld er lögbókin Grágás. Varðveitt handrit hennar eru ekki skráð fyrr en á síðustu áratugum þjóðveldisins, og...
Hvers vegna hefur Náttfara ekki verið hampað sem fyrsta landnámsmanninum?
Landnámabók er vanalega skilin svo að Náttfari sá sem varð eftir nyrðra, þegar Garðar Svavarsson hvarf af landi brott, hafi numið land á undan Ingólfi Arnarsyni. Ari fróði nefnir ekki Náttfara í Íslendingabók en segir að Ingólfur færi fyrst í könnunarferð til landsins og kæmi svo aftur nokkrum vetrum síðar, beinlí...
Hvað getið þið sagt mér um trú og siði norrænna manna á Grænlandi?
Spurningin í heild sinni hljóðaði svona: Ég vildi vita meir um norræna menn á Grænlandi, var kaþólska kirkjan með klaustur meðal þeirra og hve mikið er vitað um dómkirkju þeirra sem talað er um. Hvað má segja um greftrunarsiði þeirra og klæðaburð? Byggð norrænna manna á Grænlandi hefur líklega hafist laust fyr...
Hvaða dýrategundir lifðu á Íslandi fyrir landnám?
Ekki er vitað fyrir víst hvaða dýr voru hér við landnám, fyrir rúmum 1.000 árum, en sennilega er dýralífið að sumu leyti áþekkt því sem það er í dag, þó dreifing og fjöldi einstaklinga þessara dýrategunda hafi breyst með landnámi manna. Gróðurfar hefur breyst mikið frá landnámi og fræg er lýsing Ara fróða í Ís...
Hverrar ættar var Axlar-Björn og hver var kona hans?
Raðmorðinginn Axlar-Björn hét Björn Pétursson og var fæddur um miðja 16. öld og tekinn af lífi 1596. Kona hans hét Þórdís Ólafsdóttir en önnur heimild telur hana þó hafa heitið Steinunni. Um svokallaða framætt Axlar-Bjarnar, það er að segja forfeður hans og formæður, er lítið vitað annað en að faðir hans hefur ...
Hvað hétu börn Snorra Sturlusonar?
Snorri Sturluson fæddist árið 1179. Hann var sonur Guðnýjar Böðvarsdóttur og Sturlu Þórðarsonar í Hvammi í Dölum, ættföður Sturlunga. Snorri var bæði goðorðs- og lögsögumaður þótt þekktastur sé hann líklega fyrir ritstörf sín. Snorri er meðal annars höfundur Snorra-Eddu og Heimskringlu, og sumir telja að hann hafi...
Af hverju dregur Þjórsá nafn sitt?
Í Landnámabók er sagt frá því að Þórarinn Þorkelsson „kom skipi sínu í Þjórsárós ok hafði þjórshöfuð á stafni, ok er þar áin við kennd“ (Íslenzk fornrit I:370). Nafnið er samkvæmt þessu dregið af orðinu þjór ‚naut’. Þórhallur Vilmundarson telur nafnið hinsvegar hafa verið *Þjótsá, samanber bæjarnafnið Þjótandi...
Hvar var Svartiskóli sem Sæmundur fróði sótti?
Sæmundur fróði Sigfússon (1056-1133), goðorðsmaður og prestur í Odda, hefur verið í hópi lærðustu Íslendinga sinnar tíðar. Enda þótt rit hans séu öll glötuð, þá er vitað að hann skrifaði töluvert um söguleg efni, þar á meðal sögu Noregskonunga, og hafa þau rit líklega verið á latínu. Sæmundur virðist einnig hafa v...