Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 223 svör fundust
Hvers vegna getum við ekki stjórnað öllu taugakerfinu með viljanum?
Ég á sjálfskiptan bíl. Ég hefði getað keypt mér beinskiptan bíl fyrir minni pening en ég kaus að gera það ekki. Á sjálfskiptum bíl þarf ég ekkert að pæla í því að kúpla eða passa að renna ekki óvart aftur á bak þegar ég tek af stað í brekku. Ég læt vélbúnaðinn algjörlega um að skipta um gír þegar við á og get í st...
Hæ, hæ, mig vantar smá hjálp, ég þarf að vita hvað frjáls vilji og löghyggja er?
Spurningin í fullri lengd hljóðaði svona: Hæ, hæ, mig vantar smá hjálp, ég er í Framhaldskólanum á Hornafirði og er að læra sálfræði en mig vantar að vita hvað er frjáls vilji og hvað er löghyggja, kær kveðja Tinna Mirjam Reynisdóttir Já, við viljum endilega reyna að hjálpa þér að skilja þessi hugtök. Löghy...
Er hægt að segja að allt hafi þegar verið gert með einhverri vissu?
Upphafleg spurning: Er hægt að segja að allt hafi þegar verið gert með einhverri vissu, gefið að ekki sé verið að velta fyrir sér öllum mögulegum útfærslum hverrar "aðgerðar" (með aðgerð á ég við til dæmis listsköpun, iðnað og svo framvegis)?Nei, vitaskuld er það ekki hægt. Hver einstakur atburður er nýr. Þegar...
Er hægt að tala um frjálsan vilja?
Ég skil spurninguna svo að spyrjandi vilji fá að vita hvað meint sé með tali um frjálsan vilja og hvort slíkt tal sé ef til vill merkingarleysa. Venjulega er orðið frjáls (og nafnorðið frelsi) notað um menn sem ekki eru hindraðir í að fara sínu fram eða gera það sem þeir sjálfir vilja. Frelsi í hversdagslegum...
Hvernig á maður að heilla fyrrverandi kærustuna sína þannig að hún vilji mann aftur?
Sambandsslit og hjartasárin sem þeim fylgja eru eitthvað sem flestir landsmenn þekkja. Fyrir utan þann andlega sársauka sem fólk í ástarsorg finnur fyrir, þá hafa nýlegar rannsóknir sýnt að áfallið sem fylgir sambandsslitum getur beinlínis haft heilsuspillandi áhrif. Það er því ekki nema von að lesendur velti fyri...
Hver á hálendi Íslands og hvers vegna?
Hálendi Íslands er ekki hugtak sem skilgreint er í lögum. Gert er ráð fyrir því að spyrjandi eigi við um það landsvæði á Íslandi sem ekki er innan einkaeignarlanda neinna einstaklinga eða félaga. Sé hálendið skilgreint þannig þá er svarið eftirfarandi: Samkvæmt 2. gr. laga nr. 58/1998 um þjóðlendur og ákvörðun ...
Hvað þýðir máltækið "að bera í víurnar"?
Orðasambandið er að bera víurnar í einhvern eða eitthvað. Vía er egg maðkaflugunnar í fiski eða kjöti. Orðasambandið, sem þekkt er frá þessari öld, er þannig hugsað að einhver hafi ágirnd á einhverju, vilji leggja eitthvað undir sig eins og flugurnar gera þegar þær verpa í kjöt eða fisk....
Má breyta nafninu sínu algjörlega?
Einstaklingur sem æskir að breyta nafni sínu verður að fara eftir reglum VI. kafla laga nr. 45/1996 um mannanöfn. Einstaklingur sem orðinn er átján ára og vill breyta nafni sínu algjörlega, það er eiginnafni, eftir atvikum millinafni og kenninafni, óskar eftir því við dómsmálaráðherra. Dómsmálaráðherra er heim...
Hver er munurinn á efnisgrein og málsgrein?
Með orðinu efnisgrein er átt við texta milli greinaskila. Þessi texti er til dæmis tvær efnisgreinar. Textinn getur verið ein setning eða margar setningar og er venja að hefja nýja efnisgrein á nýrri línu, oftast inndreginni. Í lagamáli er þessi sami texti oftast nefndur málsgrein en í nýrri handbókum í setningaf...
Hvernig getum við sem neytendur stuðlað að bættu umhverfi?
Við neytendur getum komið hverju sem er til leiðar, það er að segja ef við látum okkur málin einhverju varða. Á hinn bóginn finnst hverjum neytanda um sig hann gjarnan lítils megnugur, vegna þess að fæstir gera sér grein fyrir því hversu margir aðrir eru í sömu aðstöðu. Eitt af því mikilvægasta sem neytendur g...
Var guð til í alvörunni, eins og í myndum?
Við gerum ráð fyrir að spyrjandi vilji fræðast um útlit Guðs, hvort hann líti út eins og í einhverjum tilteknum bíómyndum. Um þetta vitum við ekki neitt enda vitum við ekki til þess að nokkur hafi séð Guð. Það er hins vegar hefð fyrir því að sýna Guð kristinna manna í mannsmynd enda segir í 1. Mósebók að Guð hafi ...
Hafa aðstandendur aðgang að sjúkraskrá látins einstaklings?
Aðgangur að sjúkraskrám er takmarkaður við lögheimild. Það þýðir að enginn fær aðgang að sjúkraskrám annarra nema slíkur aðgangur sé tilgreindur í lögum. Slíkar heimildir eru tíundaðar í 4. kafla laga um sjúkraskrár nr. 55/2009. Í 15. grein laganna er kveðið á um rétt „náinna aðstandenda“ til aðgangs að sjúkra...
Er hægt að ættleiða á nýjan leik einstakling sem hefur áður verið ættleiddur? Eru aldursmörk á því?
Ekkert mælir gegn því að barn sé ættleitt öðru sinni eða jafnvel oftar. Ekki er í lögum nr. 130/1999 um ættleiðingar að finna nein ákvæði um hámarksaldur þess sem ættleiddur er. Þó þyrfti barn sem ættleitt er öðru sinni eða oftar að sjálfsögðu að uppfylla almenn skilyrði ættleiðingarlaga sem og ættleiðandi. Í ...
Er bannað að borða sitt eigið hold?
Í lögum er hvergi lagt blátt bann við því að valda sjálfum sér skaða hvort sem það er gert með því að borða eigið hold, skera í það eða beita öðrum aðferðum.Í þessu felst þó að sjálfsögðu ekki að löggjafinn vilji stuðla að því að menn valdi sjálfum sér skaða, heldur er ástæðan miklu frekar sú að réttur einstakling...
Menga rafbílar og hvers vegna er rafbíllinn ekki vinsælli en bensín- og dísilbílar?
Margir halda því fram að þegar búið er að framleiða rafbíl, flytja hann á milli landa og koma honum til eigandans sé heildarmengun rafbíls meiri en bíls sem er einfaldari í framleiðslu og gengur fyrir bensíni eða dísil. Svo er þó ekki. Þá hefur einnig verið töluvert rætt um framleiðsluna á rafmagni fyrir rafbílana...