Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 586 svör fundust
Hvað þýðir þetta svaka í svakalega?
Upphaflega var spurningin svona: Hvað þýðir orðið svakalega, og er til slæm merking t.d. fyrir orðatiltækið að verða fyrir svaka? Nafnorðið svaki er notað um ruddamenni eða ofsamenni en einnig um smábrim, vind og hláku. Það er ruddamerkingin sem er að baki fyrri liðnum í svakalegur. Til dæmis er sagt um mann að ...
Hver er uppruni orðsins mannvitsbrekka og hvar kemur það fyrst fyrir?
Orðið mannvitsbrekka kemur fyrir í fornu máli. Í Landnámu hafa tvær konur viðurnefnið mannvitsbrekka. Þær voru Ástríður Móðólfsdóttir og Jórunn Ketilsdóttir flatnefs. Mannvit merkir 'speki, þekking' en hvað brekka merkir í þessu sambandi er óljóst. Giskað hefur verið á að um herðandi viðlið sé að ræða og að orðið ...
Hver er uppruni og upprunaleg merking orðsins skíthæll?
Orðið skíthæll virðist koma fram í málinu í lok 19. aldar. Elsta dæmi í Ritmálssafni Orðabókar Háskólans er frá 1899 og elsta heimild á vefnum timarit.is er úr blaðinu Fjallkonunni frá 1905. Í báðum tilvikum er farið með orðið eins og vel þekkt skammaryrði þannig að reikna má með að það hafi verið þekkt í talmáli ...
Hvað þýðir orðið 'öræfi', það er hvernig er það myndað?
Orðið öræfi er notað um óbyggðir, auðnir og hafnleysi og kemur það þegar fyrir í fornu máli. Í Íslenskri orðsifjabók Ásgeirs Blöndals Magnússonar (1989:1230) er vísað í orðið örhóf í fornu máli í merkingunni ‛oflæti, ofsi; fjöldi, ótal’ og örhæfi ‛óbyggðir, eyðilönd, hafnleysa’. Í myndinni öræfi h...
Hver er rökfræðin í því að segja að eitthvað svínvirki?
Svín- í sögninni svínvirka telst til svokallaðra herðandi forliða. Margir slíkir forliðir eru notaðir í málinu, svo sem hund- í hundleiðinlegur, hundvondur, hundgamall, hundóánægður, hrút- í hrútleiðinlegur, naut- í nautheimskur, mold- í moldríkur og dauð- í dauðhræddur, dauðþreyttur, dauðlúinn. Líklegt er að d...
Hvers konar kuldi er fimbulkuldi?
Orðið fimbulkuldi er sett saman úr fyrri liðnum fimbul- og kuldi. Fimbul- er svonefndur herðandi forliður og merkir ‘ógnar-, regin-’. Fimbulkuldi er þess vegna ógnarkuldi. Forliðurinn þekkist í fornu máli. Í svari Guðrúnar Kvaran við spurningunni Hvað merkir orðið fimbulfamb? segir þetta um fimbul-:Forliðurinn kem...
Hvað merkir orðið fimbulfamb?
Margir hafa nú um jólin gripið í spilið Fimbulfamb. Elsta heimild um orðið fimbulfamb í ritmálssafni Orðabókar Háskólans er frá síðasta hluta 19. aldar: Þegar jeg tala um einkennislýsing, á jeg ekki við hið óendanlega fimbulfamb um smámuni. (Eimreiðin 1898:38) Orðið er notað í merkingunni ‘þvættingur, heimskutal...
Hvaðan á orðatiltækið laukrétt uppruna sinn?
Lauk- í laukréttur 'alveg réttur' er herðandi forliður eins og til dæmis mold- í moldríkur, ösku- í öskureiður og stein- í steindauður. Orðið laukur er fyrst og fremst notað um matjurt og hnúð á plöntustöngli með þykkum safaríkum forðablöðum. Orðið er einnig notað um skrautblóm og var algengur forliður í kvenk...
Hvað er að vera "moldríkur"?
Mold- í moldríkur ‘mjög ríkur’ er herðandi forliður eins og til dæmis lauk- í laukréttur, ösku- í öskureiður, eld- í eldklár og stein- í steindauður. Það er af sama stofni og mold ‘jarðefni, jarðvegur’ og er líkingin sótt til þess að moldin er duftkennd blanda með fleiri kornum en tölu verður á komið með góðu móti...
Af hverju er talað um að vera eldgamall?
Eld- í orðinu eldgamall er svokallaður herðandi forliður. Hann er notaður framan við lýsingarorð til þess að leggja áherslu á merkinguna. Annar slíkur forliður er til dæmis hund- í hundblautur, hundkaldur, hundgamall og hundfúll. Að baki forliðnum eld- liggur orðið eldur ‘bál, blossi’. Forliðurinn er einkum no...
Hvað þýðir orðið forláta, til dæmis þegar talað er um forlátabíl, og hvaðan kemur það?
Forláta- er notað í samsetningum sem herðandi forliður í jákvæðri merkingu ‛afbragðs-, ágætis-’. Elstu dæmi í söfnum Orðabókar Háskólans eru frá miðri 19. öld þar sem talað er um forlátagrip og forlátaþing. Uppruninn er ekki ljós. Ekki er unnt að benda á beinar samsvaranir í grannmálunum. Forláta- er not...
Hvað er að vera handónýtur og hver er uppruni orðsins?
Hand- í orðinu handónýtur er svokallaður herðandi forliður. Í Íslenskri orðabók Eddu (2002:538) er hann sagður forliður lýsingarorða en í Ritmálssafni Orðabókar Háskólans er vísað í Stephan G. Stephansson sem notaði forliðinn í sögninni handónýta í ljóðabókinni Andvökur I, bls. 89. Dæmið var ekki sýnt. Það sem er ...
Er hægt að nota forliðinn forkunn til að lýsa hlutum á neikvæðan hátt, til dæmis forkunnarljótur?
Nafnorðið forkunn merkir ‛ágæti, snilld’ og í eldra máli einnig ‛löngun, þrá’. Eignarfallið forkunnar- er notað sem áhersluliður lýsingarorða, langoftast í jákvæðri merkingu. Dæmi: forkunnarfagur, forkunnarfríður, forkunnarglaður, forkunnargóður og mörg fleiri. Eignarfallið forkunnar- er notað sem ...
Hver er tengingin við þræla hjá þeim sem er þrælduglegur eða þrælmyndarlegur?
Nokkrir hafa spurt Vísindavefinn um sama efni: Af hverju hafa orð eins og þrælmyndarleg, þrælgott, þrælskemmtilegt á sér jákvæðan blæ þótt forskeytið þýði ófrjáls? Hvaðan kemur orðið þrælmyndarleg, þrælskemmtilegt? Hver er uppruni orðsins þrælgott? Hvaðan kemur notkun orðsins þræll í orðum eins og "þræl...
Hvað rokkar feitt?
Eitt af því sem einkennir slangur er hversu óstöðugt það er. Orð og orðasambönd komast í tísku og ná fjöldahylli á undraskömmum tíma en víkja síðan jafnhratt fyrir nýrri tísku. Stundum eru tískuorðin fengin að láni úr öðrum málum, oftast ensku, sum eru innlend nýsköpun og einnig er algengt að alþekkt íslensk orð s...