Sólin Sólin Rís 09:06 • sest 17:16 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 06:24 • Sest 16:46 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:17 • Síðdegis: 17:24 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:24 • Síðdegis: 23:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 09:06 • sest 17:16 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 06:24 • Sest 16:46 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:17 • Síðdegis: 17:24 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:24 • Síðdegis: 23:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvaðan á orðatiltækið laukrétt uppruna sinn?

Guðrún Kvaran

Árnastofnun - mynd í *Árnarstofnun
Lauk- í laukréttur 'alveg réttur' er herðandi forliður eins og til dæmis mold- í moldríkur, ösku- í öskureiður og stein- í steindauður.

Orðið laukur er fyrst og fremst notað um matjurt og hnúð á plöntustöngli með þykkum safaríkum forðablöðum. Orðið er einnig notað um skrautblóm og var algengur forliður í kvenkenningum í fornum kveðskap. Laukaþöll er til dæmis ' kona' ,(þöll er barrtré. Beinvaxið tréð lýsir glæsilegri konu og fyrri liðurinn vísar til þess að hún sé fögur sem skrautblóm).

Laukur er einnig notaður um það besta af einhverju. Þannig er talað um að einhver sé laukur ættarinnar og orðasambandið að stíga í laukana merkir að 'lifa í sæld'. Líklegt er því að herðandi forliðurinn sé sóttur til merkingarinnar 'það besta af einhverju' og laukrétt sé því eitthvað sem er svo rétt að það getur ekki verið réttara.

Höfundur

Guðrún Kvaran

prófessor

Útgáfudagur

6.8.2004

Spyrjandi

Vilhjálmur Reyr Þórhallsson, Gunnar Einar

Tilvísun

Guðrún Kvaran. „Hvaðan á orðatiltækið laukrétt uppruna sinn?“ Vísindavefurinn, 6. ágúst 2004, sótt 30. október 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=4447.

Guðrún Kvaran. (2004, 6. ágúst). Hvaðan á orðatiltækið laukrétt uppruna sinn? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=4447

Guðrún Kvaran. „Hvaðan á orðatiltækið laukrétt uppruna sinn?“ Vísindavefurinn. 6. ágú. 2004. Vefsíða. 30. okt. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=4447>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvaðan á orðatiltækið laukrétt uppruna sinn?
Lauk- í laukréttur 'alveg réttur' er herðandi forliður eins og til dæmis mold- í moldríkur, ösku- í öskureiður og stein- í steindauður.

Orðið laukur er fyrst og fremst notað um matjurt og hnúð á plöntustöngli með þykkum safaríkum forðablöðum. Orðið er einnig notað um skrautblóm og var algengur forliður í kvenkenningum í fornum kveðskap. Laukaþöll er til dæmis ' kona' ,(þöll er barrtré. Beinvaxið tréð lýsir glæsilegri konu og fyrri liðurinn vísar til þess að hún sé fögur sem skrautblóm).

Laukur er einnig notaður um það besta af einhverju. Þannig er talað um að einhver sé laukur ættarinnar og orðasambandið að stíga í laukana merkir að 'lifa í sæld'. Líklegt er því að herðandi forliðurinn sé sóttur til merkingarinnar 'það besta af einhverju' og laukrétt sé því eitthvað sem er svo rétt að það getur ekki verið réttara....