Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 47 svör fundust

category-iconSagnfræði: Íslandssaga

Getið þið sagt mér allt um Flóabardaga?

Flóabardagi er eina sjóorrustan sem háð hefur verið við Íslandsstrendur þar sem Íslendingar skipuðu bæði lið. Orrustan fór fram á Húnaflóa 25. júní árið 1244 og þar mættust lið Þórðar kakala Sighvatssonar og Kolbeins unga Arnórssonar. Þórður kakali var af ættum Sturlunga, sonur Sighvats Sturlusonar og því bróðurso...

category-iconSagnfræði: Íslandssaga

Hvað gerðist í Örlygsstaðabardaga?

Örlygsstaðabardagi var háður 21. ágúst 1238 í Skagafirði austanverðum á stað sem var kallaður Örlygsstaðir , skammt fyrir norðan Víðivelli en nokkru lengra fyrir sunnan Miklabæ. Þar var þá sauðahús, en þrátt fyrir þetta ábúðarmikla nafn staðarins er ekki vitað til að þar hafi nokkurn tímann verið byggt býli. Tildr...

category-iconMálvísindi: íslensk

Er það rétt að ekkert rími við orðin tungl og vatn?

Orðin tungl og vatn eru vissulega erfið rímorð. Í þjóðsögum Jóns Árnasonar (II:21-22) segir frá því að Kolbeinn Jöklaskáld og kölski hafi samið um að kveðast á og skyldu þeir sitja hvor hjá öðrum á Þúfubjargi. Fyrri hluta nætur átti kölski að yrkja fyrri partinn en Kolbeinn að botna en síðari hluta nætur orti ...

category-iconLandafræði

Kolbeinshaus var klettur sem nú er kominn undir Skúlagötuna. Hver er uppruni þessa örnefnis?

Ekki er vitað við hvaða Kolbein Kolbeinshaus er kenndur. Þórhallur Vilmundarson taldi að Kolbeinn gæti verið gamalt skers- eða klettsheiti, en sker með sama nafni er einnig til út af Bollagörðum á Seltjarnarnesi. Hann taldi sömuleiðis að orðið gæti verið skylt norsku kollbein í merkingunni ‘trénagli’ og kæmi sú me...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvað þýðir orðið kaldaljós?

Orðið kaldaljós þekkist í fornu máli aðeins sem viðurnefni Kolbeins Arnórssonar kaldaljóss. Viðurnefnið kaldaljós kemur fyrir í Íslendinga sögu og Þórðar sögu kakala en í báðum er hann einnig nefndur Staðar-Kolbeinn. Hans er einnig getið í biskupa sögum. Hvergi kemur fram hvernig Kolbeinn fékk viðurnefni sitt. ...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hver er merking máltækisins "Að lifa eins og blóm í eggi"?

Orðatiltækið að lifa eins og blóm í eggi er notað um að ganga allt í haginn, njóta lífsins, lifa í vellystingum. Blóm merkir í þessu sambandi ‘eggjarauða’ en hún er einnig nefnd blómi (kk.). Blóm í merkingunni ‘eggjarauða’ er líklegast tökumerking úr dönsku, æggeblomme. Eggjarauða, eða blóm. Annað orðtak sem...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Getur múkkinn flogið þegar hann sér ekki sjó?

Múkkinn (öðru nafni fýll) getur flogið þótt hann sjái ekki sjó. Sögusagnir um að múkkinn þurfi að sjá sjó til þess að geta flogið verða að öllum líkindum til þegar fýlsungi berst inn á land, í stað þess að lenda á sjónum, og kemst ekki aftur á flug. En fýlsungi nýskriðinn úr hreiðri er mjög líkur fullorðnum f...

category-iconGátur og heilabrot

Gáta: Hversu djúpt í jörðu þarf ungi sæfarinn að grafa til að finna fjársjóðinn?

Verðlaunagáta Vísindavefsins á Vísindavöku 22.09.2006 Svartskeggur skipstjóri var einn alræmdasti sjóræningi í Karíbahafi. Hann þótti einkar óárennilegur, enda fullir tveir metrar á hæð með gróskumikið og svart skegg. Þegar hann dó skildi Svartskeggur eftir sig verðmætan fjársjóð sem sagt var að hann hefði grafið...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvað eru simpansaungar lengi á brjósti og hversu gamlir eru þeir þegar þeir fara að neyta annarrar fæðu með móðurmjólkinni?

Afkvæmi simpansa fæðast eftir 230-240 daga meðgöngu. Fyrstu þrjá til sex mánuðina halda mæðurnar ungunum við brjóstin og eru þeir afar ósjálfbjarga. Eftir sex mánaða aldur hefur þeim vaxið þróttur og styrkur og þeir geta þá haldið sig á baki móður sinnar og jafnvel ferðast sjálfir. Ungarnir eru háðir móðurmjólki...

category-iconMannfræði

Hvað er lausnarsteinn og úr hvaða efni er hann?

Í Þjóðsögum Jóns Árnasonar er sagt frá ýmsum náttúrusteinum, en svo nefnast einu nafni þeir steinar sem búa yfir töframætti. Þar er meðal annars sagt frá lausnarsteininum. Helsti kostur lausnarsteinsins er að hann leysir konu „sem á gólfi liggur vel og skjótt frá fóstri sínu, og þarf þá ekki annað en annaðhvort l...

category-iconBókmenntir og listir

Hvenær kom fyrsta bókin um Tinna út og hafa allar Tinnabækurnar komið út á íslensku?

Tinni er söguhetja í belgískum teiknimyndasögum eftir teiknarann Hergé. Fyrsta sagan um Tinna kom út árið 1929 og fjölmargar fylgdu í kjölfarið. Flestar sögurnar hafa komið út á íslensku. Nokkrir íslenskir karlar bera nafnið Tinni en það virðist sótt til söguhetjunnar. Skapari Tinna var Belginn Georgés Remi (19...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Ég er að klæða húsið mitt að utan en er í vandræðum vegna staraunga. Hvenær fara þeir úr hreiðrinu?

Upprunalega hljóðaði spurningin svona:Hvað eru staraungar lengi í hreiðri? Er að fara klæða utan um húsið mitt og það er starahreiður í því, þarf helst að losna við það í gær! Starinn (Sturnus vulgaris) byrjar venjulega að verpa um mánaðamótin apríl/maí og tekur útungun eggja um 13 daga. Þá tekur við stíf vinna...

category-iconGátur og heilabrot

Gáta: Hvers vegna breytist hlutfall karla og kvenna ekki við lagasetningu soldánsins?

Vinur okkar soldáninn glímir enn við erfið vandamál. Helsti ráðgjafi hans segir honum að setja þurfi lög til að stýra hlutfalli karla og kvenna hjá þjóðinni. Þar sem um það bil jafnmargir piltar og stúlkur fæðast sé orðið vandasamt fyrir efnilega menn, að eignast hæfilega stórt kvennabúr. Þrátt fyrir að soldáni...

category-iconMálvísindi: íslensk

Er hægt að blóta á íslensku án þess að sækja blótsyrðin í kristindóminn?

Ef litið er í Íslenska orðabók (2002:142) og flett upp orðinu blót stendur sem fjórða merking ‘bölv, ragn’. Fyrsta merking er ‘guðsdýrkun (annarra guða en kristinna manna)’. Sögnin að blóta merkir annars vegar ‘dýrka (heiðin goð)’ en hins vegar ‘bölva, ragna’. Síðari tíma merkingarnar ‘bölv, ragn; bölva, ragna’ ur...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Gæti ég fengið að vita allt um skúma?

Skúmurinn (Stercorarius skua) er einkennisfugl sunnlensku sandanna. Helstu varpsvæði skúmsins eru á Mýrdals- og Skeiðarársandi. Hann er mjög sterklegur fugl og er sennilega þekktastur fyrir það hversu skörulega hann gengur fram í að verja hreiður sín. Skúmurinn er einnig öflugur í fuglaveiðum og veiðir ýmsar tegun...

Fleiri niðurstöður