Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 860 svör fundust
Hvaða rannsóknir hefur Eiríkur Jónsson stundað?
Eiríkur Jónsson er prófessor og deildarforseti lagadeildar Háskóla Íslands. Hann hefur um árabil gegnt fjölmörgum trúnaðarstörfum innan og utan Háskóla Íslands. Hann hefur meðal annars verið formaður fjölmiðlanefndar, áfrýjunarnefndar neytendamála og úrskurðarnefndar um Viðlagatryggingu Íslands og er um þessar mun...
Af hverju var Eiríkur rauði kallaður þessu nafni?
Eiríkur Þorvaldsson var kallaður rauði af einfaldri ástæðu; hann var rauðhærður. Eiríkur rauði var uppi á síðari hluta tíundu aldar og um 980 sigldi hann til lands í norðvestur frá Íslandi, settist þar að og nefndi Grænland. Eiríkur átti þrjá syni með konu sinni Þjóðhildi, Leif, Þorvald og Þorstein. Leifur e...
Hvað merkir slótt í orðinu slóttugur?
Upprunalega hljóðaði spurningin svona:Við höfum 'voldugur' af orðinu vald og 'saurugur' af orðinu saur - en hvað er þetta slótt í orðinu slóttugur? Lýsingarorðið slóttugur þekkist þegar í fornu máli í merkingunni ‘slægur, kænn’ en dæmin virðast ekki mörg. Fornmálsorðabækur nefna orðið, bæði Johan Fritzner og E...
Hafa sauðnaut verið flutt til Íslands?
Eftir fyrri heimsstyrjöldina komu upp hugmyndir á Íslandi um að nýta auðlindir Grænlands. Meðal annars þótti vænlegt að flytja inn sauðnaut og rækta þau hér. Forvígismenn þeirrar hugmyndar voru Ársæll Árnason bókbindari og bókaútgefandi í Reykjavík, Þorsteinn Jónsson útgerðar- og kaupmaður frá Seyðisfirði, og ...
Hvaða rannsóknir hefur Eiríkur Bergmann Einarsson stundað?
Eiríkur Bergmann Einarsson er prófessor í stjórnmálafræði við Háskólann á Bifröst og forstöðumaður Evrópufræðasetursins við sama skóla. Eiríkur hefur stundað rannsóknir á sviði þjóðernishyggju, popúlisma, Evrópumála og þátttökulýðræðis. Hann hefur skrifað fjölda fræðirita – bækur, bókarkafla og vísindagreinar ...
Hvað getið þið sagt mér um drauginn Kampholtsmóra?
Kampholtsmóri hét upphaflega Skerflóðsmóri. Sagt er að nokkru eftir Skaftárelda hafi Eiríkur bóndi á Borg í Hraunshverfi á Eyrarbakka úthýst dreng nokkrum austan úr Skaftafellssýslu. Hann fannst svo drukknaður í tjörn þeirri skammt frá Borg sem heitir Skerflóð. Drengurinn fylgdi síðan Eiríki bónda og sonardætrum h...
Af hverju heitir Alþingi ekki Alþing?
Spurningin í fullri lengd hljóðar svona: Af hverju heitir Alþingi Alþingi en ekki Alþing? Þ.e. af hverju þessi -i ending? Orðið þing beygðist til forna eins og í dag, í þágufalli þingi og í eignarfalli þings. Í fornnorrænni málfræði eftir Adolf Noreen er ekki minnst á hliðarmyndina þingi, aðeins þing. Í fornmá...
Hvert er hæsta fjall Vesturlands?
Eiríksjökull er hæsta fjall Vesturlands, 1675 m hátt. Eiríksjökull þykir með fallegri fjöllum á Íslandi. Fjallið er móbergsstapi sem þýðir að það hefur myndast við eldgos undir jökli sem náði að bræða sig í gegnum ísinn, þannig að hraun runnu og mynduðu dyngjuna sem jökullinn hylur. Hægt er að lesa meira um m...
Var Leifur Eiríksson ekki Grænlendingur sem átti rætur að rekja til Íslands og Noregs?
Um ævi og gjörðir Leifs Eiríkssonar höfum við fáar heimildir og allar eru þær ungar, miðað við að hann á að hafa verið uppi um árið 1000. Meginheimildirnar um hann eru Eiríks saga, en elsta handrit hennar (Hauksbók) er ritað skömmu eftir 1300, og Grænlendinga saga, sem ekki finnst í eldra handriti en frá því um 13...
Hver var Eiríkur sá sem gaf Eiríksjökli nafnið sitt?
Fyrst skal tekið fram að ekki er víst að Eiríkur sá hafi sjálfur gefið jöklinum nafn heldur er líklegra að einhverjir aðrir hafi kennt jökulinn við hann. Elsta heimild um nafnið er frá því um 1700. Árni Magnússon skrifar: “Þetta Eiríksjökulsnafn er rangt, óefað gjört af rangri eftirtekt Sunnlendinga, eftir Ei...
Hvað hefur vísindamaðurinn Eiríkur Steingrímsson rannsakað?
Eiríkur Steingrímsson, prófessor í sameindalíffræði við Læknadeild Háskóla Íslands, hefur helgað sig rannsóknum á því hvernig sérhæfingu og starfsemi fruma er stjórnað. Rannsóknir hans hafa beinst að stjórnun umritunar í litfrumum og sortuæxlum, einkum að hlutverki stjórnprótínsins MITF. Litfrumur (e. melanocyt...
Hvaða rannsóknir hefur Eiríkur Rögnvaldsson stundað?
Eiríkur Rögnvaldsson er prófessor emeritus við Íslensku- og menningardeild Háskóla Íslands. Rannsóknir hans snerust framan af einkum um íslenska setningafræði og hann hefur skrifað margar greinar á því sviði. Kandídatsritgerð hans fjallaði um orðaröð nútímamáls og hann hélt áfram rannsóknum á því sviði um tíma en ...
Af hverju erum við „með grátstafinn“ í kverkunum?
Spurningin í heild sinni hljóðaði svo:Af hverju erum við „með grátstafinn“ í kverkunum? Hvaðan kemur orðið grátstafur? Orðið stafur hefur fleiri en eina merkingu. Algengust er merkingin ‘stöng, prik’ en aðrar merkingar eru ‘stoð, leggur á fjöður, leturtákn, geisli, geislarák, landræma milli gilja, klettar, klet...
Hvernig er hægt að túlka goðsöguna um Evrópu?
Þegar á 5. öld hafði sagnaritarinn Heródótos skýrt söguna um brottnám Evrópu frá Fönikíu sem táknsögu. Kríteyingar hefðu rænt Evrópu sem lið í verslunardeilu. Taldi Heródótos að Trójumenn hefðu rænt Helenu, eiginkonu Menelásar konungs í Spörtu, í hefndarskyni og tengdi þannig söguna um brottnám Evrópu við goðsögni...
Um hvað snýst kenning Chomskys um allsherjarmálfræði (universal grammar)?
Upphafleg spurning var: Hafa kenningar Chomskys um universal grammar verið notaðar á íslensku og eru þær kenndar í íslenskri málfræði við HÍ? Hugtakið universal grammar hefur á íslensku verið nefnt algildamálfræði og allsherjarmálfræði. Það er oftast tengt nafni málfræðingsins Noams Chomskys (f. 1928) þótt hugmy...