Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 23 svör fundust

category-iconFélagsvísindi

Hvers vegna hafa Bandaríkjamenn og aðrar þjóðir ekki viðurkennt þjóðarmorð Tyrkja á Armenum á fyrri hluta 20. aldarinnar?

Spurningunni má svara á einfaldan hátt: Öllum er sama um Armena, nema Armenum sjálfum. Og þeir hafa ekki verið nógu áhrifamiklir til að fá ríkisstjórnir veraldar til að viðurkenna fjöldamorðin (þar sem spyrjandi talar um „þjóðir“ á hann áreiðanlega við ríki). Hitler hitti naglann á höfuðið þegar hann sagði: „Hver ...

category-iconHugvísindi

Hve margir hafa forsetar Bandaríkjanna verið og hvað hétu þeir?

Forsetar Bandaríkjanna hafa alls verið 45 að sitjandi forseta, Donald Trump, meðtöldum. Forsetar Bandaríkjanna hingað til: George Washington 1789—1797 (Stjórnarskrá tekur gildi 1789.) John Adams 1797—1801 Thomas Jefferson 1801—1809 (Vesturhlutinn sem tilheyrði Frakklandi innlimaður í Bandaríkin 1803.) Jame...

category-iconSálfræði

Hvað er Münchausensjúkdómur og hversu algengur er hann?

Svokallaður Münchausensjúkdómur eða Münchausenheilkenni lýsir sér þannig að sjúklingur þykist vera alvarlega veikur án þess að það þjóni neinum augljósum tilgangi öðrum en þeim að vera lagður inn á spítala og rannsakaður í bak og fyrir. Heilkennið er nefnt eftir Münchausen barón (1720-1797) sem vann sér það helst ...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvar og í hvers konar vistkerfi lifa afríkufílar?

Afríkufílar (Loxodonta spp.) greinast í tvær tegundir. Önnur þeirra og sú stærri er gresjufíllinn (L. africana). Hann finnst á opnum svæðum utan regnskóga Mið-Afríku, meðal annars á gresjunum og staktrjáasléttum (e. savanna) í austurhluta Afríku en einnig á gisnu svæði utan þéttustu skóga í vesturhluta álfunnar og...

category-iconFélagsvísindi

Skilar stjórnmálaáróður árangri og hvers vegna þá?

Samkvæmt skilgreiningu á áróðri er markmið sendenda (þeirra sem standa fyrir áróðrinum) að hafa áhrif á skoðanir, viðhorf og/eða hegðun viðtakenda (þeirra sem áróðurinn beinist að). Þegar stjórnmálaáróður er skoðaður er því mikilvægt að kanna hvernig hafa megi áhrif á viðhorf fólks. Í því samhengi er orðið fortölu...

category-iconFélagsvísindi

Hvert er vald varaforseta Bandaríkjanna, innan bandaríska stjórnsýslukerfisins?

Formlegt vald embættis varaforseta innan bandarísku stjórnskipunarinnar er takmarkað. Varaforsetinn er forseti öldungadeildar bandaríska þingsins en án atkvæðisréttar nema þegar atkvæði standa jöfn, en þá hefur hann úrslitaatkvæði. Sem forseti öldungadeildarinnar hefur hann umtalsvert dagskrárvald og getur þannig...

category-iconMálvísindi: íslensk

'Þetta fýkur út í buska' - hvar er buskinn?

Þegar við segjum að eitthvað þjóti, fari eða fjúki út í buskann merkir það að það fari út í bláinn, eða eitthvað í burtu á óvissan stað. Karlkynsorðið buski merkir 'skógur' eða 'runni', samanber danska orðið ‘busk’ og enska orðið ‘bush’. Elsta dæmið um orðið í ritmálsskrá Orðabókar Háskólans er frá miðri 16. öl...

category-iconFélagsvísindi

Hvers vegna eru bara tveir stjórnmálaflokkar í Bandaríkjunum?

Í Bandaríkjunum er svokallað tveggja flokka kerfi (e. two party system) þar sem tveir stórir flokkar bera höfuð og herðar yfir aðra flokka og skipta með sér völdum á öllum stigum stjórnkerfisins. Flokkarnir skiptast þá á að vera í meirihluta og minnihluta en aðrir flokkar komast lítið sem ekkert að. Í Bandaríkjunu...

category-iconLífvísindi: almennt

Af hverju loga svona miklir gróðureldar í Ástralíu?

Frá haustinu 2019 og fram að því að þetta er skrifað snemma í janúar 2020 hafa geisað miklir gróðureldar í Ástralíu. Ásæður þess að eldarnir eru svona miklir nú eru bæði nærtækar (e. proximal) og fjarrænar (e. distal). Það nærtæka er að fólk kveikir í af slysni eða gáleysi. Ef sina, sprek og lauf á jörðinni er þur...

category-iconFélagsvísindi

Hvers vegna þarf sá sem fær flest atkvæði í forsetakosningum í Bandaríkjunum ekki endilega að verða fyrir valinu?

Meginástæðan fyrir þessu er sú að kosningarnar eru óbeinar. Heildarmagn atkvæða ræður ekki úrslitum eins og við eigum að venjast, heldur kjósa ríkin hvert um sig kjörmenn sem koma síðan saman og velja forsetann. Þar við bætist að kjörmönnum hvers ríkis er ekki úthlutað í hlutfalli við atkvæðatölur í ríkinu heldur ...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvaða áhrif hafa skógareldarnir í Ástralíu á dýralíf?

Ástralíu mætti kalla heimsálfu öfganna. Þar geta þurrkar varað árum saman og skyndilega kemur langþráð rigningin. Dýrastofnar hafa aðlagast þessum öfgum og lifa alls staðar í álfunni, meira að segja í heitustu eyðimörkum þar sem ótrúlegt er að nokkurt dýr geti lifað. Þar sem Ástralía er sunnan við miðbaug jarðar þ...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hver er saga hlébarðans?

Hlébarðinn (Panthera pardus) er útbreiddastur stóru kattardýranna. Útbreiðsla hans er um alla Afríku, um Arabíuskaga og austur að Kyrrahafsströnd Asíu. Tegundin greinist nú í 27 deilitegundir sem hafa aðlagast fjölbreyttum búsvæðum svo sem staktrjáasléttum (savanna) og þéttum skógum í Afríku sunnan Sahara og suða...

category-iconMálstofa

Af hverju hata þeir okkur? Jihad í nútímasögu íslam og Mið-Austurlanda

Hin dramatíska, óhugnanlega og óvænta árás sem gerð var á Bandaríkin olli ákveðnum tímamótum. Í kjölfar árásanna hefur fólk verið mjög spyrjandi, sérstaklega í Bandaríkjunum þar sem ég bý og starfa, og eftir því sem ég fæ best séð á það einnig við um Ísland. Fólk reynir að skilja hvað fái menn til að fremja slík...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvernig á að beygja erlend nöfn og íslensk ættarnöfn í eignarfalli?

Oft er fólk í vafa um beygingu erlendra nafna og íslenskra ættarnafna í eignarfalli. Mælt er með eftirfarandi reglum (sjá nánar um þetta efni rit Ingólfs Pálmasonar, Um ættarnöfn og erlend mannanöfn í íslensku, 1987): Ættarnöfn kvenna, innlend sem erlend, eru að jafnaði ekki beygð: að sögn Sigríðar Snævarr, þáttu...

category-iconVeðurfræði

Hafa skógareldar áhrif á loftslag á jörðinni?

Samspil gróðurelda (þar með talið skógarelda) og loftslags er nokkuð flókið. Gróðureldar hafa áhrif á loftslag þar sem þeir losa mikið magn gróðurhúsalofttegunda á skömmum tíma, auk þess sót og aðrar agnir. Hluti af koltvíildinu (CO2) getur bundist aftur að því gefnu að gróður vaxi að nýju á svæðinu sem brann. ...

Fleiri niðurstöður