Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 38 svör fundust
Er hægt að eyða úrani, eins og stundum heyrist sagt í fjölmiðlum?
Einfalda svarið við spurningunni er að það er ekki hægt að eyða úrani en það segir samt ekki alla söguna. Þess vegna er svarið við þessari spurningu í tveimur liðum. Einfalda svarið Líklega hefur spyrjanda komið spánskt fyrir sjónir að íslenskum fjölmiðlum verður stundum tíðrætt um að menn ætli að eyða úrani e...
Hvernig verka venjulegar kjarnorkusprengjur?
Kjarnorkan myndast við kjarnahvörf þar sem atómkjarnar breytast hverjir í aðra og gefa frá sér orku um leið. Þannig á kjarnorkan upptök sín í atómkjarnanum en venjuleg efnaorka sem myndast við bruna og önnur efnahvörf á upptök sín í rafeindaskipan frumeinda og sameinda utan atómkjarnans. Í kjarnahvörfum breytist m...
Hvort skal nota -ín eða -íum í endingum á heitum frumefna?
Spurningin í heild sinni hljóðaði svo:hafnín -s, hafníum -s HK eðlis/efnafr. Er rétt að nota þessi íslenskuðu form á heitum efna en ekki -íum-formin? Eða ber að nota hvort tveggja, til dæmis við samningu orðabóka? Orðanefnd Eðlisfræðifélagsins tók þá ákvörðun á sínum tíma að hafa -ín-myndirnar í sinni orðaskrá:...
Hver er munurinn á vetnissprengju og kjarnorkusprengju?
Orðið kjarnorka (e. nuclear energy) er haft um alla orku sem rekja má til atómkjarnanna (e. atomic nuclei). Orka losnar frá kjörnunum eftir tvenns konar leiðum sem eru ólíkar en byggjast þó báðar á tveim staðreyndum. í fyrsta lagi er orka jafngild massa samkvæmt jöfnu Einsteins $E = m c^2$ og í öðru lagi er massi ...
Hvað er að auðga úran?
Í heild sinni hljóðaði spurningin svona:Undanfarið er búið að vera mikið í fréttum að Íranar vilji fá að auðga úran. Hvað er auðgað úran? Í náttúrulegu úrangrýti er einkum að finna tvær samsætur. Samsætan 238U er tæp 99,3% af úrani en í kjarna hennar eru 92 róteindir og 146 nifteindir, en rúm 0,7% af úraninu eru ...
Gætu kjarnorkuver knúin þóríni leyst orkuvanda heimsins?
Í heild hljóðaði spurningin svona:Er raunhæft að ætla að kjarnorkuver knúin þóríni geti leyst orkuvanda heimsins að einhverju eða miklu leyti? Er mikill geislavirkur úrgangur af slíku ferli? Einnig hefur verið spurt: Af hverju er þórín ekki vinsælla en úran fyrir kjarnorku? Þórín er áhugaverður orkugjafi. Ef fa...
Hver var Lise Meitner og hvert var framlag hennar til eðlisfræðinnar?
Lise Meitner var meðal þekktustu kjarneðlisfræðinga heims á fyrri hluta 20. aldar. Þá voru breytingar á kjarna atómanna og efnaeiginleikar þeirra eitt mikilvægasta viðfangsefni eðlisfræðinga og efnafræðinga. Meitner fæddist í Vín 1878 og voru foreldrar hennar gyðingar, faðir hennar vel stæður lögfræðingur. Stú...
Er til öflugri sprenging sem er hrundið af stað af mannavöldum en kjarnorkusprenging?
Svarið er nei; menn hafa ekki smíðað öflugra vopn en vetnissprengju og sem betur fer ekki fyrirsjáanlegt að þeir muni gera það í náinni framtíð. Kjarnorkan, nánar tiltekið kjarnasamruni, er líka langöflugasta orkulind sólkerfisins. Kjarnorkusprengjur eru í meginatriðum tvenns konar. Sprengjur sem byggjast á kja...
Hvernig verka stöðvar til endurvinnslu á kjarnorkuúrgangi og hvaða áhrif hafa þær á umhverfið? Er hægt að hafa slíka stöð á Íslandi?
Þegar úranstangir, sem stundum eru íbættar plútoni, hafa verið í ofnum kjarnorkuvera í 2-3 ár verður að skipta á þeim og nýjum stöngum því að þá er mjög gengið á kjarnkleyfa efnið, samsætuna úran-235, og kjarnabrotin sem myndast við klofnun úrankjarnanna eru farin að verka hemlandi á orkuvinnslu. Stangirnar er...
Hvernig er kjarnorka búin til og úr hvaða efnum er hún?
Kjarnorka er orka sem eins og nafnið gefur til kynna er falin í kjörnum atóma. Kjarnorka er að því leyti ekkert frábrugðin annarri orku eða eins og ÞV segir í svari sínu við spurningunni Hvað er í kjarnorku?:Kjarnorka er ein tegund orku og dregur nafn sitt af því að hún á upptök sín í atómkjörnunum. Að því leyti e...
Hver var Henri Becquerel?
Henri Becquerel (1852-1908) var franskur eðlisfræðingur sem uppgötvaði geislavirkni. Þessi uppgötvun er helsta framlag hans til eðlisfræðinnar og honum til heiðurs heitir SI-einingin fyrir geislavirkni becquerel (Bq). SI-einingakerfið (úr frönsku: Système International) er alþjóðlegt kerfi mælieininga og í dag er ...
Hvaðan koma nifteindirnar sem skotið er í úran-235?
Þegar nifteindum er skotið á kjarna getur þrennt gerst, í meginatriðum, ef nifteindin fer nægilega nálægt kjarnanum. Í fyrsta lagi geta kjarnakraftar valdið stefnubreytingu á nifteindinni. Í öðru lagi getur kjarninn gleypt nifteindina og umbreyst án kjarnaklofnunar (en þó getur það valdið því að geislun komi úr kj...
Hver eru algengustu frumefni alheimsins og hve mörg atóm eru í honum öllum?
Algengasta frumefnið í alheiminum er vetni ‒ léttasta og einfaldasta frumefnið, enda stendur það fremst í lotukerfinu svokallaða. Vetnisfrumeindin samanstendur af einni jákvætt hlaðinni róteind í kjarnanum og einni neikvætt hlaðinni rafeind sem segja má að sveimi um kjarnann. Lítið er um hreint vetni hér á j...
Hvar eru orkulindir?
Orkulindir eru afar margvíslegar og sem betur fer líka mjög víða í kringum okkur. Þær orkulindir sem við Íslendingar þekkjum best eru vatnsorkan og jarðhitinn. Segja má að vatnsorku sé að finna alls staðar þar sem vatn fellur fram af steini. Hún er þó fyrst og fremst hagnýtt eða virkjuð þar sem mikið vatn fell...
Hvernig urðu orkulindirnar til?
Þetta er að sjálfsögðu mjög misjafnt eftir því um hvaða orkulind er verið að tala, samanber til dæmis svarið við spurningunni Hvar eru orkulindirnar? Vatnsorkan verður til við það að "vatn fellur fram af steini" eða með öðrum orðum þegar vatnið sem fellur sem rigning eða snjór uppi á hálendinu leitar niður í mó...