Sólin Sólin Rís 10:26 • sest 16:02 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 01:04 • Sest 15:19 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 01:05 • Síðdegis: 13:31 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 07:12 • Síðdegis: 20:04 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:26 • sest 16:02 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 01:04 • Sest 15:19 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 01:05 • Síðdegis: 13:31 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 07:12 • Síðdegis: 20:04 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvernig er kjarnorka búin til og úr hvaða efnum er hún?

MBS

Kjarnorka er orka sem eins og nafnið gefur til kynna er falin í kjörnum atóma. Kjarnorka er að því leyti ekkert frábrugðin annarri orku eða eins og ÞV segir í svari sínu við spurningunni Hvað er í kjarnorku?:
Kjarnorka er ein tegund orku og dregur nafn sitt af því að hún á upptök sín í atómkjörnunum. Að því leyti er hún ekkert öðru vísi en til dæmis efnaorkan í bensíni sem losnar úr læðingi þegar sameindir bensínsins rofna, taka til sín súrefni og frumeindirnar eða atómin raða sér upp á nýtt í minni sameindir.
Milli róteinda og nifteinda, sem nefnast einu nafni kjarneindir, verkar svokallaður kjarnakraftur. Í svari sínu við spurningunni Hvað er kjarnorka og hvernig verkar hún? segir Ágúst Valfells:
Fyrir fjarlægðir af sömu stærðargráðu og þvermál kjarneindanna birtist kjarnakrafturinn sem sterkur aðdráttarkraftur milli kjarneinda. Sökum þessa aðdráttarkrafts þarf að leggja til orku til þess að sundra kjarnanum, það er til að fjarlægja kjarneindirnar hver frá annarri þangað til að kjarnakraftur milli þeirra verður hverfandi. Þessi orka er kölluð tengiorka eða bindiorka (e. binding energy). Ef stór frumeind klofnar í tvær meðalstórar (kjarnaklofnun), þá eykst heildartengiorkan. Mismunurinn á þessari tengiorku er sú kjarnorka sem losnar við kjarnahvarf.

- - -

Annar möguleiki er kjarnasamruni. Þar sameinast léttar frumeindir og mynda stærri kjarna. Þar eð tengiorkuferillinn er mun brattari fyrir kjarnasamruna en fyrir kjarnaklofnun, má sjá að meiri orka losnar við kjarnasamruna en kjarnaklofnun.


Myndin sýnir kjarnaklofnun úrankjarna

Nýtileg kjarnorka losnar því úr læðingi þegar atómkjarnar stórra atóma eins og úrans eða plútons klofna eða þegar léttir atómkjarnar renna saman. Í svari sínu við spurningunni Í hvað er kjarnorka aðallega notuð? fjallar Ágúst Valfells nánar um notkun kjarnorkunnar.



Myndin sýnir samruna léttra vetniskjarna sem renna saman og mynda þá helín á meðan ein nifteind losnar frá

Fjölmörg svör eru til á Vísindavefnum um kjarnorku, til dæmis:

Frekari upplýsingar má finna með því að nota leitarvél Vísindavefsins eða með því að smella á efnisorðin hér fyrir neðan.

Höfundur

Margrét Björk Sigurðardóttir

líffræðingur

Útgáfudagur

22.5.2006

Spyrjandi

Margeir Haraldsson, f. 1993

Tilvísun

MBS. „Hvernig er kjarnorka búin til og úr hvaða efnum er hún?“ Vísindavefurinn, 22. maí 2006, sótt 24. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=5964.

MBS. (2006, 22. maí). Hvernig er kjarnorka búin til og úr hvaða efnum er hún? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=5964

MBS. „Hvernig er kjarnorka búin til og úr hvaða efnum er hún?“ Vísindavefurinn. 22. maí. 2006. Vefsíða. 24. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=5964>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvernig er kjarnorka búin til og úr hvaða efnum er hún?
Kjarnorka er orka sem eins og nafnið gefur til kynna er falin í kjörnum atóma. Kjarnorka er að því leyti ekkert frábrugðin annarri orku eða eins og ÞV segir í svari sínu við spurningunni Hvað er í kjarnorku?:

Kjarnorka er ein tegund orku og dregur nafn sitt af því að hún á upptök sín í atómkjörnunum. Að því leyti er hún ekkert öðru vísi en til dæmis efnaorkan í bensíni sem losnar úr læðingi þegar sameindir bensínsins rofna, taka til sín súrefni og frumeindirnar eða atómin raða sér upp á nýtt í minni sameindir.
Milli róteinda og nifteinda, sem nefnast einu nafni kjarneindir, verkar svokallaður kjarnakraftur. Í svari sínu við spurningunni Hvað er kjarnorka og hvernig verkar hún? segir Ágúst Valfells:
Fyrir fjarlægðir af sömu stærðargráðu og þvermál kjarneindanna birtist kjarnakrafturinn sem sterkur aðdráttarkraftur milli kjarneinda. Sökum þessa aðdráttarkrafts þarf að leggja til orku til þess að sundra kjarnanum, það er til að fjarlægja kjarneindirnar hver frá annarri þangað til að kjarnakraftur milli þeirra verður hverfandi. Þessi orka er kölluð tengiorka eða bindiorka (e. binding energy). Ef stór frumeind klofnar í tvær meðalstórar (kjarnaklofnun), þá eykst heildartengiorkan. Mismunurinn á þessari tengiorku er sú kjarnorka sem losnar við kjarnahvarf.

- - -

Annar möguleiki er kjarnasamruni. Þar sameinast léttar frumeindir og mynda stærri kjarna. Þar eð tengiorkuferillinn er mun brattari fyrir kjarnasamruna en fyrir kjarnaklofnun, má sjá að meiri orka losnar við kjarnasamruna en kjarnaklofnun.


Myndin sýnir kjarnaklofnun úrankjarna

Nýtileg kjarnorka losnar því úr læðingi þegar atómkjarnar stórra atóma eins og úrans eða plútons klofna eða þegar léttir atómkjarnar renna saman. Í svari sínu við spurningunni Í hvað er kjarnorka aðallega notuð? fjallar Ágúst Valfells nánar um notkun kjarnorkunnar.



Myndin sýnir samruna léttra vetniskjarna sem renna saman og mynda þá helín á meðan ein nifteind losnar frá

Fjölmörg svör eru til á Vísindavefnum um kjarnorku, til dæmis:

Frekari upplýsingar má finna með því að nota leitarvél Vísindavefsins eða með því að smella á efnisorðin hér fyrir neðan....