Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 5196 svör fundust
Er hætta á að aftur verði eldgos í Vestmannaeyjum?
Já það er líklegt að aftur gjósi í Vestmannaeyjum og reikna má með gosi hvenær sem er í Vestmannaeyjaeldstöðinni. Eldvirkni á Íslandi er núna aðallega bundin við tvö gosbelti. Annað er frá Reykjanesi til Langjökuls en hitt er frá Vestmannaeyjum þvert yfir allt Ísland til Melrakkasléttu. Mynd af gosinu í Vestma...
Hvað merkir málshátturinn 'það eru fleiri hundar svartir en hundurinn prestsins' og hvaðan kemur hann?
Málshátturinn það eru fleiri hundar svartir en hundurinn prestsins er vel þekktur í málinu að minnsta kosti frá því snemma á 19. öld. Hann kemur reyndar ekki fyrir í málsháttasafni Guðmundar Jónssonar sem gefið var út í Kaupmannahöfn 1830 en hans er getið í málsháttasafni Hallgríms Schevings sem prentað var sem fy...
Eru kýrhausar eitthvað sérstaklega skrýtnir, samanber máltækið "margt er skrýtið í kýrhausnum?"
Fátt er vitað um uppruna þessa máltækis. Það er ekki að finna í algengum málsháttasöfnum og það er ekki heldur í Íslensk-danskri orðabók Sigfúsar Blöndal frá 1920–1924 sem bendir til að starfsmenn verksins hafi ekki þekkt það. Annars hefðu þeir haft það með. Elsta dæmi Orðabókar Háskólans er úr skáldsögu Halldórs ...
Hvenær hófst Sturlungaöld og hvenær lauk henni?
Í ítarlegu svari Skúla Sælands við spurningunni Hvað var Sturlungaöld? kemur fram að í raun var Sturlungaöldin einungis 42-44 ára tímabil á miðri 13. öld. Almennt er upphaf hennar miðað við árið 1220 því þá fer fyrst að gæta tilrauna Hákonar gamla Noregskonungs til að leggja Ísland undir norsku krúnuna. Honum t...
Hvað merkir bæjarnafnið Vetleifsholt?
Bærinn Vetleifsholt í Ásahreppi í Rangárvallasýslu er nefndur í Landnámabók. (Ísl. fornrit I:367). Í heimildum er ýmist skrifað Vet- eða Vett- í nafninu. Finnur Jónsson taldi forliðinn vera mannsnafnið Véttleifr þar sem vétt merkti ‚dráp‘ (Bæjanöfn á Íslandi, bls. 555). Ásgeir Blöndal Magnússon tekur undir það, ne...
Ég sá tvo stara fara á hreiðurstæðið sitt í nóvember, hvaða erindi eiga þeir þangað á þeim árstíma?
Starinn (Sturnus vulgaris) helgar sér óðal og verpir þar á hverju ári. Í byggð eru óðulin hans í húsum en upprunalega er starinn klettafugl. Hann hefur þó aðlagast furðuvel nánu sambýli við manninn. Nokkur varpsvæði starans í klettum hér á landi eru þekkt, eitt slíkt varp er í Reykjadal við Hveragerði. Langflest s...
Geta jöklar skriðið, gengið og hlaupið?
Allir jöklar skríða hægt fram undan eigin þunga vegna aðdráttarafls jarðar. Því hálli sem botn jökulsins er, þeim mun hraðar fer hann fram. Vatn undir jökli ræður mestu um hve sleipur jökulbotninn er. Bræðsluvatn er mest á sumrin og þá hreyfast jöklar hraðar en á veturna. Jöklar geta skriðið, gengið og hlaupið....
Hvenær og hvernig myndaðist fjallið Þorbjörn við Grindavík?
Fjallið Þorbjörn norðan Grindavíkur er úr móbergi að mestu, og er því myndað við gos undir jökli ísaldarinnar. Á jarðfræðikorti ÍSOR, sem aðgengilegt er á vefnum (Jarðfræðikort ÍSOR), stendur „Móberg frá eldri jökulskeiðum Bruhnes", en Bruhnes-segulskeiðið hófst fyrir um það bil 780 þúsund árum og stendur enn....
Hvaðan kemur sögnin að gubba og hvað merkir orðið?
Öll spurningin hljóðaði svona: Hver er uppruni orðsins “að gubba”? Hvaðan kemur orðið gubb og hver er merking orðsins? Í Íslenskri orðsifjabók Ásgeirs Blöndal Magnússonar (1989:285) er sögnin gubba ‘æla, selja upp’ og nafnorðið gubb ‘uppköst, spýja’ tengd nýnorsku sögninni gubba ‘gufa upp, mynda þoku’. Teng...
Hvaða stéttir á Íslandi hafa ekki verkfallsrétt?
Samkvæmt 1. mgr. 19. gr. laga nr. 94/1986 um kjarasamninga opinberra starfsmanna nær heimild til verkfalls ekki til eftirtalinna starfsmanna:Þeirra embættismanna og annarra starfsmanna ríkisins sem heyra undir lög um Kjaradóm og Kjaranefnd. Starfsmanna Alþingis og stofnana þess, svo og starfsmanna á skrifstofu f...
Getur kynlíf fyrir kynþroska leitt til ófrjósemi?
Hér er spurning um hvaða merking er lögð í hugtakið kynlíf. Það hefur í raun ákaflega víða merkingu og er hið kynferðislega nána samband tveggja einstaklinga. Kynmökin eru aðeins hluti þess (Forliti, Kapp, Naughton og Young, 1986). Ef átt er við kynlíf almennt þá leiðir það ekki til ófrjósemi. Að verða hrifinn...
Hvenær gaus Etna síðast?
Etna á austurströnd Sikileyjar er hæsta virka eldfjall í Evrópu, um 3.350 metra hátt. Reyndar breytist hæð þess, eins og annarra eldfjalla, þegar eldsumbrot eiga sér stað. Til dæmis var fjallið rúmum 50 metrum hærra á seinni hluta 19. aldar en það var undir lok 20. aldarinnar. Fjallið hefur verið virkt í meira 2,5...
Hver voru vinsælustu svörin í 15. viku ársins 2016?
Hnífar, uppþvottavélar, stórfyrirtæki, skattsvik og búrkur komu við sögu á Vísindavefnum í 15. viku ársins 2016. Tíu vinsælustu svörin voru þessi: Af hverju má ekki setja góða hnífa í uppþvottavél, gerir vélin eitthvað annað en uppþvottabursti og sápa? Hvernig geta stórfyrirtæki komið sér undan því að borga ...
Barðist Ólafur Ragnar gegn þéringum? Hvenær hættu Íslendingar að þéra?
Upphaflega spurningin frá Önnu hljóðaði svo:Hvenær hættu Íslendingar að þéra? Það væri gaman að vita hverjir börðust gegn þéringunni og hvers vegna. Mig minnir að Ólafur Ragnar Grímsson hafi sem ungur stjórnmálamaður barist gegn henni. Þéringar hafa aldrei lagst formlega af á Íslandi og ýmsir af eldri borgurum,...
Er leyfilegt að taka mig upp án þess að ég veiti samþykki fyrir upptökunni?
Spurningin í heild sinni hljóðaði svona: Góðan dag. Má taka mig upp án míns samþykkis, hvort sem um er að ræða videó eða raddupptöku? Um hljóðupptökur gilda tilteknar reglur sem hægt er að skoða á vef Persónuverndar. Þar segir þetta: Einstaklingar mega almennt ekki taka upp samtöl manna á milli eða ræð...