Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 10000 svör fundust

category-iconLögfræði

Hvaða lög gilda um notkun mynda (ljósmynda/listaverka) þegar 70 ár eru liðin frá láti listamanns?

Um notkun á hugverkum, það er ljósmyndum, bókmenntum, listaverkum og þess háttar, gilda lög um höfundarétt nr. 73/1972. Vert er að gera sér grein fyrir því að réttur höfundar er í reynd tvíþættur. Annars vegar hefur höfundurinn venjulegan eignarrétt á hugverkinu sem hlut, þar á meðal rétt til að selja hlutinn ein...

category-iconBókmenntir og listir

Hvað er hamskipti og tvífaraminni í bókmenntum og fer þetta tvennt stundum saman?

Hamskipti eru algeng í bókmenntum. Mikið er um þau í goðsögum og þjóðsögum en hamskipti eru einnig að finna í ýmsum öðrum tegundum bókmennta, til dæmis í vísindaskáldsögum og fantasíu. Með orðinu hamskipti er átt við að ásýnd persónu breytist en innræti hennar ekki. Persónan skiptir um ytri ham líkt og slanga. ...

category-iconLífvísindi: almennt

Hvað getið þið sagt mér um stjörnuávöxt?

Carambolatréð (Averrhoa carambola) er upprunnið í Austur-Indónesíu (Sri Lanka og Mólúkkaeyjum). Þetta er þétt, sumargrænt tré sem nær um það bil 6-9 metra hæð og gefur af sér ávöxt sem einnig er nefndur Carambola. Tréð vex á heitum og rökum slóðum þar sem rigning er nokkuð jöfn allt árið. Stálpuð tré þola vægt fr...

category-iconUnga fólkið svarar

Hvaða lönd hertók Hitler og í hvaða röð?

Rétt fyrir síðari heimsstyrjöldina ríkti mikil verðbólga í Þýskalandi og Þjóðverjar höfðu það ekki gott. Adolf Hitler kom og lofaði þeim von um betra líf. Fólkið byrjaði að kjósa Nasistaflokkinn og fljótlega réð flokkurinn flestu í landinu. Adolf Hitler byrjaði að reyna að koma Gyðingunum úr Þýskalandi og öðrum lö...

category-iconHeilbrigðisvísindi

Getur maður fengið krabbamein í hjartað?

Samkvæmt kennslubók í meinafræði finnast meinvörp í hjarta hjá 5% sjúklinga sem deyja úr krabbameini. Þarna er þá um að ræða illkynja æxli sem eiga uppruna sinn einhvers staðar annars staðar í líkamanum en hafa sáð sér til ýmissa líffæra, meðal annars hjartans. Það er miklum mun sjaldgæfara að æxli myndist í hjart...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Eyðir spennubreytir sem er í sambandi jafnmikilli raforku hvort sem hann er í notkun eða ekki?

Svarið er: Nei, hann eyðir meiri orku þegar hann er í notkun heldur en þegar hann er bara „í sambandi“. Þegar spennubreytir er í sambandi en ekki í notkun fer riðstraumur um inntaksvafningana en ekki úttaksmegin. Spennirinn flytur því ekki afl frá inngangi til útgangs en hann eyðir samt nokkurri orku eða afli....

category-iconVísindavefur

Hver fann upp flugvélina?

Það er ákveðnum vankvæðum bundið að tilgreina einungis einn einstakling sem á að hafa fundið upp flugvélina. Svarið fer meðal annars eftir því hversu þröng skilgreining er notuð; hvort eingöngu er átt við hver bjó til fyrsta vélknúna farartækið sem gat flogið með mann innanborðs og hægt var að stýra eða hvort taka...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvenær uppgötvuðu menn gammablossa?

Það er í raun kalda stríðinu að þakka að gammablossar uppgötvuðust, orkumestu sprengingar sem þekktar eru í hinum sýnilega alheimi. Á 7. áratug síðustu aldar skutu Bandaríkjamenn á loft Vela-gervitunglunum sem meðal annars innihéldu gammageislamælitæki. Tilgangur þeirra var að fylgjast með Sovétmönnum, að þeir bry...

category-iconUnga fólkið svarar

Hvaða ár var sex daga stríðið háð?

Sex daga stríðið, sem einnig gengur undir nafninu júnístríðið, var háð dagana 5. til 10. júní 1967. Þar áttu í hlut Ísraelsríki annars vegar og hins vegar arabískir nágrannar þeirra; Egyptaland, Jórdanía og Sýrland. Írak, Sádí Arabía, Kúveit og Alsír komu einnig við sögu þar sem þessi lönd lögðu arabaþjóðunum til...

category-iconLæknisfræði

Hvað er blýeitrun?

Hér er einnig svarað spurningunum:Hvaða áhrif hefur blýeitrun á mann?Er hættulegt að vinna við eða umgangast blý? Blýeitrun stafar af of miklu blýi í líkamanum. Blý er sérlega hættulegt fóstrum og börnum undir sex ára aldri, en allir sem innbyrða blý í mat eða drykk eða anda að sér blýgufum geta fengið blýeitrun....

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hver er skilgreiningin á þrepasönnun?

Spyrjandi bætir við: Má þrepasanna án þess að vera með gildi sitt hvoru megin við jafnaðarmerki? Er hægt að þrepasanna í orðum? Sönnun með þrepun, þrepasönnun, er ákveðin gerð stærðfræðisönnunar sem þráfaldlega er notuð til að sýna fram á að fullyrðing sé sönn (eða regla gildi) fyrir allar náttúrlegar tölur, þ...

category-iconFélagsvísindi

Fylgja vefverslanir á Íslandi sömu reglum um skatta og tolla og hefðbundnar verslanir?

Um vefverslanir gilda í grunninn sömu reglur og um aðra verslun. Greiða þarf skatta, til dæmis virðisaukaskatt og eftir atvikum tolla af þeim viðskiptum og vörum sem keyptar eru í gegnum Netið. Fyrirtæki sem halda úti vefverslunum verða einnig að bókfæra viðskiptin með sama hætti og önnur viðskipti. Að sama skapi ...

category-iconFélagsvísindi

Hvert er íslenskt starfsheiti þess sem hefur lært Økonomi í Danmörku (þriggja ára nám)?

Økonomi þýðir hagfræði á íslensku. Ýmsir danskir háskólar bjóða upp á þriggja ára nám í hagfræði sem lýkur með B.A.- eða B.S.-gráðu (eða H.A., sem er sambærilegt). Þeir sem ljúka þessu námi verða hagfræðingar en þurfa þó að sækja sérstaklega um leyfi til að kalla sig það hérlendis ef þeir starfa á Íslandi því að s...

category-iconHugvísindi

Getið þið bent mér á heimildir um Tyrkjaránið og Tyrkja-Guddu?

Í Gegni sem er samskrá um safnakost íslenskra safna eru 69 færslur sem þar sem 'tyrkjaránið' kemur fyrir. Með því að smella á þennan tengil er hægt að skoða fyrstu tíu færslurnar og með því að smella á örina eða 'næstu' á síðunni er hægt að sjá næstu 10 færslur. Bækurnar og annað efni sem vísað er til fást ...

category-iconHeilbrigðisvísindi

Hvernig byrjaði alnæmi?

Enginn veit með vissu hvernig alnæmi byrjaði. Enginn ágreiningur er þó um það að HIV-veirurnar eru afkomendur skyldra retróveira, SIV (simian immunodeficiency virus), sem finnast í mörgum apategundum. Reyndar er nafnið óheppilegt því þessar veirur valda ekki ónæmisbælingu hjá öpum. Skyldust HIV er SIVcpz sem finns...

Fleiri niðurstöður