Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 524 svör fundust

category-iconLífvísindi: almennt

Hvað hefur vísindamaðurinn Sigurður Hjalti Magnússon rannsakað?

Sigurður H. Magnússon er gróðurvistfræðingur hjá Náttúrufræðistofnun Íslands. Hann lauk formlega störfum í árslok 2017 en vinnur nú sem lausamaður hjá stofnuninni að nokkrum verkefnum. Viðfangsefni Sigurðar hafa verið margvísleg en mörg tengjast þau landnámi plantna og framvindu gróðurs. Hann hefur meðal annars...

category-iconFélagsvísindi

Hvað er hagvöxtur?

Eitt af einkennum efnahagslífs flestra ríkja undanfarna áratugi er að framleiðslugetan hefur vaxið frá ári til árs og þá um leið þjóðarframleiðslan. Með þjóðarframleiðslu er átt við heildarverðmæti allrar vöru og þjónustu sem þjóð framleiðir á einu ári. Ástæður vaxandi þjóðarframleiðslu eru margar, tækniframfarir ...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Úr hverju er púpa aðmírálsfiðrildis gerð?

Aðmírálsfiðrildi eru nokkrar tegundir innan ættarinnar nymphalidae (Lepidoptera). Þetta eru hraðfleyg skordýr og mjög í uppáhaldi hjá söfnurum vegna þess hversu litskrúðug þau eru. Að öllum líkindum er rauði aðmírállinn (Vanessa atalanta) kunnast af þessum fiðrildum vegna þess hversu mikla útbreiðslu það hefur. Þa...

category-iconEðlisfræði: í daglegu lífi

Hver er munurinn á hugtökunum fart og hastighed, og hvernig eru þau þýdd á íslensku?

Í eðlisfræðitextum merkir danska orðið 'fart' sama og 'ferð' á íslensku og 'speed' á ensku, en 'hastighed' merkir sama og 'hraði' og 'velocity'. Orðið 'ferð' merkir í þessu samhengi sama og orðasambandið 'stærð hraða' sem er líka stundum notað í textum. Aðalatriðið er að 'hraði' (hastighed, velocity) í eðlisfræ...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvað er röst?

Rastir myndast þegar þungir sjávarfallastraumar mæta grynningum. Sjólag verður erfitt eða illfært í röstum einkum þegar vindalda er mikil og á móti straumnum. Hér við land er Reykjanesröstin, Húllið, vel þekkt en hún er milli Eldeyjar og Reykjaness. Á minni skipum getur þurft að sæta sjávarföllum til að kom...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvað þýðir orðið simsalabim og hvaðan er það upprunnið?

Orðið simsalabim er sennilega upprunnið í þýsku. Fleiri en ein skýring er á tilurð þess. Sumir álíta það eiga rætur að rekja allt aftur til síðmiðalda. Kristnir menn hafi talið múslima eins konar töframenn. Upphafsorð við ýmiss konar athafnir „bismi allah rahman i rahim“ (‛í nafni guðs hins algóða’) hafi afb...

category-iconEðlisfræði: fræðileg

Hver var Maria Goeppert-Mayer og hvert var hennar framlag til vísindanna?

Maria Goeppert-Mayer fæddist 28. júní 1906 í Kattowitz í Efri-Slesíu, sem þá tilheyrði Þýskalandi en er nú í Póllandi. Hún var einkabarn hjónanna Friedrichs og Mariu Goeppert. Faðir hennar var barnalæknir og þegar Maria var fjögurra ára fluttist fjölskyldan til Göttingen, þar sem faðir hennar hafði fengið stöðu pr...

category-iconEfnafræði

Hvernig get ég fundið út fjölda nifteinda í kjarna frumeindar ef ég þekki fjölda róteinda?

Í svari við spurningunni Hver er munurinn á frumefni og frumeind? kemur þetta fram:Frumeindir samanstanda af kjarna, sem er í miðju frumeindarinnar, og neikvætt hlöðnum rafeindum (e. electrons), sem sveima í kringum kjarnann. Kjarninn er svo samsettur úr jákvætt hlöðnum róteindum (e. protons) og óhlöðnum nifteindu...

category-iconHeimspeki

Hvað merkir hugtakið landslag?

Orðið landslag er rótgróið í íslenskri tungu. Samkvæmt íslenskri orðabók táknar það „heildarútlit landsvæðis, form náttúru á tilteknum stað“ (Mörður Árnason, 2007). Þessi merking orðsins vísar annars vegar til hlutbundinna eiginleika lands og lögunar, hins vegar til þess að landslag er sjónrænt. Samkvæmt Orðabók u...

category-iconLífvísindi: almennt

Hver er munurinn á holarktískum, nearktískum og palearktískum svæðum og hvaða svæði tilheyrir Ísland?

Orðin holarktískt (holarctic), nearktískt (nearctic) og palearktískt (palearctic) eru notuð í líflandafræði og vísa til útbreiðslu lífvera. Viðfangsefni líflandafræðinnar er landfræðileg dreifing dýra og plantna og áhrif umhverfisþátta eins og veðurfars, landfræðilegra aðstæðna, jarðfræði og fleiri þátta á út...

category-iconJarðvísindi

Voru eldgos algeng á ísöld?

Þegar spurt er um hvort eitthvað sé eða hafi verið algengt fer svarið eftir því við hvað er miðað. Hér er gert ráð fyrir að átt sér við hvernig eldvirkni var á Íslandi á síðustu ísöld. Síðasta ísöld hófst fyrir um 2,6 milljónum ára og lauk fyrir um 10.000 árum. Það var þó ekki stanslaus vetrarkuldi allan þann ...

category-iconJarðvísindi

Hvort er Eyjafjallajökull 1666 metrar eða 1651 metri?

Upprunalega hljóðaði spurningin svona:Hvort er Eyjafjallajökull 1666 metrar eða 1651 metri? Ég sé mismunandi hæðartölur. Breyttist hæðin eitthvað við gosið? Mörg atriði geta haft áhrif þegar hæð lands er mæld. Þar má nefna mismunandi mæliaðferðir og mismunandi skilgreining á 0-punkti. Með nútíma mæliaðferðum er...

category-iconFélagsvísindi

Hvaða yfirráðarétt hefur Ísrael á hernumdum svæðum Palestínu? Hvernig hefur alþjóðasamfélagið tjáð sig um þessi yfirráð?

Spurningunni er í raun fljótsvarað því að Ísraelsmenn hafa nákvæmlega engan rétt til yfirráða á hernámssvæðunum í Palestínu. Til þess að skilja betur um hvað málið snýst er hins vegar nauðsynlegt að líta nokkuð aftur í tímann. Ísraelsmenn lögðu svæðin undir sig í stríði sem þeir hófu gegn nágrannaríkjum sínu...

category-iconStjarnvísindi: sólkerfið

Hvers vegna lýsa loftsteinar þegar þeir ferðast í gegnum gufuhvolfið og eru þeir heitir ef þeir rekast á jörðina?

Geimsteinar, geimgrýti eða reikisteinar, eru litlar ryk- og bergörður, ís eða járnklumpar sem skera braut jarðar. Þá sem rekast á lofthjúpinn köllum við hrapsteina en þegar þeir komst inn í lofthjúpinn hitna þeir svo mikið að þeir byrja að lýsa og sjást víða að. Þeir sem ná til jarðar kallast loftsteinar, þó oft s...

category-iconÞjóðfræði

Hversu margir kristnir hátíðisdagar eru byggðir á gömlum heiðnum hátíðisdögum?

Spyrjandi bætir við: Hvers vegna ber þá upp á svipaðan eða sama tíma? Segja má að næstum allir alþjóðlegir kristnir hátíðisdagar eigi sér einhverjar rætur í eldri veraldlegum hátíðum, og hófst þess þróun þegar í gyðingdómi. Til er hirðisbréf sem Gregoíus páfi fyrsti (eða mikli) sendi um árið 600 til Ágústínusar ...

Fleiri niðurstöður