Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 345 svör fundust

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvað er hljóðdvalarbreyting?

Með hljóðdvalarbreytingu er átt við breytingu á framburði sérhljóða sem lengdin ein hafði aðgreint í öndverðu. Talið er að þessi breyting hafi gengið yfir á 16. öld. Áður en breytingin hófst gátu áhersluatkvæði bæði verið stutt og löng. Ef áhersluatkvæði voru stutt höfðu þau stutt sérhljóð með stuttu samhljóði á e...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvað þýðir að vera á kojufylliríi?

Orðið koja er notað um tvö rúm þar sem annað er yfir hinu. Stundum eru rúmin þó þrjú, sjaldan fleiri. Upphaflega voru kojur fyrst og fremst notaðar á skipum til þess að nýta plássið sem best. Talað var um að fara í koju í merkingunni ‘fara að sofa’ og orðið kojuvakt er á sjómannamáli notað um svefntíma skipverja á...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvort heitir vogur Elliðaáa Elliðavogur eða Elliðaárvogur?

Vogurinn heitir Elliðaárvogur að réttu lagi. Í Landnámabók er nefndur Elliðaárós fyrir neðan heiði (það er Mosfellsheiði) (Íslenzk fornrit I, bls. 384). Í sóknarlýsingu frá 1855 eftir sr. Stefán Þorvaldsson er ýmist nefndur Elliðaárvogur eða Elliðaárvogar (Gullbringu- og Kjósarsýsla. Sýslu- og sóknalýsingar. Rvk....

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvað notuðu Bandaríkjamenn og Rússar til að skrifa úti í geiminum?

Í geimnum er ekki hægt að nota venjulega kúlupenna því að þar er þyngdarleysi og oft miklar hitabreytingar. Að skrifa með kúlupenna í þyngdarleysi er eins og að reyna að skrifa upp í móti. Þyngdarkrafturinn dregur blekið ekki fram að kúlunni og penninn skrifar ekki. Penni sem er ætlaður til að nota í geimnum þarf ...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvernig fara hreindýratalningar fram?

Fyrsta opinbera talningin á hreindýrum var haustið 1939 en þá fór Helgi Valtýsson að tilstuðlan Viðskiptamálaráðuneytisins ríðandi í Kringilsárrana til að telja hreindýr. Þann 22. desember sama ár voru samþykkt lög frá Alþingi þar sem heimilað var að skipa sérstakan hreindýraeftirlitsmann og skyldi hann meðal ...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvers vegna ráðast hundar á ketti?

Margir hafa sent inn fyrirspurn um hvers vegna hundum og köttum kemur svona illa saman. Aðrir spyrjendur eru: Jóhann Helgi Stefánsson (f. 1989), Bjarni Ragnarsson, Olga Helena (f. 1991), Steinunn Ragnarsdóttir (f. 1990), Valdimar Halldórsson (f. 1993), Sigrún Aagot Ottósdóttir (f. 1992), Aþena Björg (f. 1990), Þ...

category-iconBókmenntir og listir

Hvað er nýrómantík?

Þegar talað er um nýrómantík í bókmenntum er átt við stefnu sem spratt upp í evrópsku borgarsamfélagi undir lok 19. aldar. Nýrómantíkin er framhald af táknsæisstefnunni (e. symbolism) og var í andstöðu við raunsæi og natúralisma (e. naturalism) sem mikið bar á fyrr á öldinni. Nýrómantíkin var því að mörgu leyti af...

category-iconSálfræði

Af hverju hugsa strákar bara með klofinu?

Það er stundum haft á orði að strákar hugsi með klofinu. Þetta ber þó vitanlega ekki að skilja bókstaflega enda hugsum við öll með heilanum. Hér er átt við að karlmenn hafi meiri áhuga á kynlífi en konur. Spurningin snýst þess vegna í grunninn um það af hverju strákar og stelpur hugsi ekki eins. Kannski mundu m...

category-iconStærðfræði

Hver er villan í "sönnuninni" á 1=2?

Við höfum fengið skeyti frá lesanda sem bendir ótvírætt á villuna. Þá finnst okkur óþarft að draga lesendur lengur á svarinu. "Sönnun" Stefáns Inga, sem er starfsmaður Vísindavefsins, var svona: Látum a og b vera tvær tölur og segjum að þær séu jafnar, það er a = b. Þá fæst a = b sem er jafngilt ...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvaðan kemur orðið edrú?

Orðið edrú ‘ódrukkinn, allsgáður’ er tökuorð úr dönsku ædru sem hefur sömu merkingu. Það virðist ekki vera gamalt í málinu. Í ritmálssafni Orðabókar Háskólans eru elstu dæmi frá miðri 20. öld en edrú gæti þó vel verið eldra í talmáli. Þeir sem eru edrú hafa ekki smakkað á neinum af þessum drykkjum. Orðið er s...

category-iconHagfræði

Hvaða fisktegundir eru á íslensku myntinni og hvert er latneskt heiti þeirra?

Á heimasíðu Seðlabanka Íslands má finna ýmsan fróðleik um íslensku peningana, bæði myntirnar og seðla. Á framhlið allra myntanna, nema einnar krónu myntarinnar, er stílfærð mynd af landvættum Íslands. Hér má sjá lista yfir hvaða sjávardýr er að finna á bakhlið myntanna fimm: 100 kr.: Mynd af hrognkelsi (Cyc...

category-iconStærðfræði

Hvenær barst núllið til Íslands og hvaða talnakerfi notuðu norrænir menn fyrir tilkomu núllsins?

Talið er að núllið sem sérstakur tölustafur hafi fyrst komið fram í Evrópu í skólaljóðinu Carmen de Algorismo eftir franska klerkinn Alexander de Villa Dei (Benedict, 1914: 122). Carmen de Algorismo er lítil þula ort á latínu undir sexliðahætti (hexameter), alls um 300 vísuorð, mismörg eftir handritum. Þuluformið ...

category-iconMálvísindi: íslensk

Er orðið kerling alltaf notað í neikvæðri merkingu?

Orðið kerling hefur fleiri en eina merkingu svo sem: 'gömul kona; kjarklítill karlmaður; eiginkona (í góðlátlegri kímni eða óvirðingar- og kæruleysistón); almúgakona, fátæk kona; bein í steinbítskjafti; planki í bátsbotni með holu fyrir sigluna; húnn á efri hæl á orfi; nef á hefli; varða’ samkvæmt Íslenskri orðabó...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvers vegna lengjast Concorde-farþegaþotur um hálfan metra eftir að hljóðhraða er náð?

Concorde-þota flýgur venjulega á rétt rúmlega tvöföldum hljóðhraða og í ríflega 18.200 metra hæð. Í þessari hæð er útihitastig yfirleitt kringum -60°C en sökum loftmótstöðu hitnar yfirborð þotunnar yfir 90°C (sjá mynd). Oddurinn á nefi þotunnar hitnar mest, eða í að minnsta kosti 127°C, en meginhluti yfirbo...

category-iconUnga fólkið svarar

Hvað er murta?

Murta er afbrigði af bleikju. Murtan lifir í Þingvallavatni en það er eina stöðuvatnið í heiminum sem hefur fjögur afbrigði af bleikju. Þau heita: murta, kuðungableikja, dvergbleikja og sílableikja. Murtan er jafnmynnt og lifir aðallega á smákröbbum, mýflugum og lirfum. Hún hefur oddmjótt höfuð og jafnlanga sk...

Fleiri niðurstöður