Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 5192 svör fundust

category-iconJarðvísindi

Hver er stærsti jökull í Evrópu? Samnemandi minn og faðir hans, sem er sagnfræðingur og fróður mjög, halda því fram að það sé jökull í Rússlandi.

Öll spurningin hljóðaði svona: Góðan dag, við erum að ræða það í skólanum hver sé stærsti jökull í Evrópu. Einn samnemandi minn segir að það sé jökull í norður Rússlandi, faðir hennar heldur því fram en hann er frægur sagnfræðingur og fróður mjög. En kennarinn minn og allir aðrir sem ég tala við segja að það s...

category-iconLandafræði

Hver eru höfin sjö?

Spurningin í fullri lengd var: Við hvaða höf er átt þegar talað er um höfin sjö? Talað hefur verið um höfin sjö í þúsundir ára en sagt er að rekja megi hugmyndina eða orðatiltækið að minnsta kosti til Súmera um 2300 f.Kr. Merkingin sem lögð er í orðatiltækið höfin sjö er ekki alltaf hin sama og hún móta...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvað búa margir Íslendingar í útlöndum?

Eftir að kreppan skall á okkur Íslendingum hefur töluvert verið rætt um að fólk flytji úr landi. Það er því ekki óeðlilegt að upp vakni spurningar um hversu margir Íslendingar séu búsettir erlendis. Spurningin kann að hljóma einföld en svarið við henni er hins vegar ekki auðfengið, allavega ekki eitt endanlegt og ...

category-iconHugvísindi

Hvaða maður talar inn á flestar stiklur fyrir bandarískar kvikmyndir?

Umræddur maður heitir Donald Leroy „Don“ LaFontaine og fæddist 26. ágúst árið 1940. Hann er hvað þekktastur fyrir að tala inn á myndbrot úr væntanlegum kvikmyndum. Fyrir utan yfir 5000 stiklur (e. trailers) hefur hann ljáð fjölda auglýsinga og tölvuleikja rödd sína. Don LaFontaine fór snemma í mútur en að hans...

category-iconEfnafræði

Hvað er rafdrægni?

Rafdrægni (einnig kallað rafneikvæðni, e. electronegativity) er mælikvarði á tilhneigingu frumeindar til að draga til sín rafeindir úr efnatengi. Bandaríski efnafræðingurinn Linus Pauling (1901-1994) setti fram hugmyndina um rafdrægni árið 1932 en þessi eiginleiki er reiknaður út frá öðrum eiginleikum frumeindanna...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvað gerist í bergi þar sem hamfarahlaup rennur yfir? Kemur loft þar eitthvað við sögu og skiptir hitamyndun máli?

Í hamfarahlaupum eru þrjú rof-ferli einkum að verki, straumurinn „sogar“ eða „slítur“ klumpa úr föstu bergi (e. hydraulic plucking), framburður (sandur og gjót) svarfar bergið (e. abrasion), og loks „slagsuða“ (e. cavitation) sem sérstaklega er nefnd í spurningunni. Hitamyndun er ekki talin koma hér við sögu. S...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvar varð öflugasti jarðskjálfti sem mælst hefur á jörðinni?

Samkvæmt upplýsingum frá Bandarísku jarðvísindastofnuninni (U.S. Geological Survey) eru stærstu jarðskjálftar sem mælst hafa frá því að mælingar hófust í byrjun síðust aldar eftirfarandi: StaðurDagsetningStærð 1 Chile22. maí 19609,5 2Alaska (Prince William Sound)28. mars 19649,2 3Indónesía (undan s...

category-iconBókmenntir og listir

Hvernig skrifar maður bók?

Spurningin í heild sinni hljóðaði svo:Hvernig skrifar maður bók? Er einhver ein leið til, með punkta og þess háttar, eða er það bara 1. kafli og svo framvegis? Getið þið bent mér á eina góða leið? Rithöfundar segja oft að þeir þurfi að finna upp hjólið í hvert skipti sem þeir skrifa nýja bók, sama hve mikla rey...

category-iconJarðvísindi

Hvað ræður straumi í ám?

Upprunalega hljóðaði spurningin svona: Við vorum að keyra meðfram Krossá um helgina og Kári 8 ára var að velta fyrir sér afhverju áin væri svona straummikil. Umræða spannst um magn vatns og mögulega halla landsslags. En er annað sem hefur áhrif á straum í ám t.d. botninn, dýpt og breidd farvegs. Og eykst stau...

category-iconFélagsvísindi

Hvernig er þjóðfélagsástandið í Sádí-Arabíu?

Konungsríkið Sádí-Arabía gekk í gegnum miklar samfélagsbreytingar á síðustu öld og segja má að það hafi þróast frá því að vera vanþróað ríki þar sem meirihluti íbúanna lifðu hirðingjalífi, í það að vera eitt ríkasta land í heimi með tilheyrandi borgarlífi og neyslu. Kúvendingin varð þegar olía fannst í austurhlut...

category-iconVísindavefurinn

Hver voru vinsælustu svör ársins 2017 á Vísindavefnum?

Vísindavefur HÍ birti alls 334 svör árið 2017. Auk þess var fjölmörgum fyrirspurnum svarað með því að vísa lesendum á efni sem til er og sumum spurningum var svarað beint, bæði með tölvupósti og símtölum. Það er rétt að minna á að oft munar ekki miklu á „mest lesna“ svarinu og öðrum svörum sem margir lesendur s...

category-iconHeimspeki

Er veröldin bara hugsanir okkar og erum við bara hugsanir hvers annars?

Seinni spurningunni, hvort við séum bara hugsanir eða hugarfóstur hvert annars, er auðsvarað þar sem hún felur í sér mótsögn ef hún er tekin bókstaflega. Ef ég er hugarfóstur þitt getur þú ekki samtímis verið hugarfóstur mitt. Hugarfóstur getur ekki haft hugsanir sjálft. Að minnsta kosti annað okkar hlýtur því að ...

category-iconHeimspeki

Er siðferðilega rétt að segja börnum sínum að jólasveinar séu til?

Upphafleg spurning var á þessa leið: "Er siðferðilega/uppeldisfræðilega rétt af foreldrum að ljúga að börnum sínum að jólasveinninn sé til?"Sumir vilja meina að foreldrar séu ekki að “ljúga” eða “segja ósatt” þegar þeir segja börnum sínum að jólasveinar séu til vegna þess að jólasveinar séu til í hugum okkar eða e...

category-iconStærðfræði

Hver var Sofia Kovalevskaja og hvert var framlag hennar til stærðfræðinnar?

Sofia Kovalevskaja (1850–1891) fæddist í Moskvu. Hún var önnur í röð þriggja barna Vasilíj Korvin-Krukovskíj, hershöfðingja riddaraliðs af pólskum ættum, og Yelizaveta Federovna Shubert af þýskum ættum. Foreldrarnir voru báðir vel menntaðir og komnir af hefðarfólki. Sofia hlaut menntun sína hjá einkakennurum og ba...

category-iconEðlisfræði: í daglegu lífi

Hvað er "landfræðileg alin"?

Menn hafa notað einhvers konar lengdareiningar frá alda öðli. Elstu einingarnar miðast nær allar við við mannslíkamann: Þumlungur eða tomma, spönn, fet, alin, stika, faðmur og svo framvegis. Og við veljum okkur einingu eftir því hvað við ætlum að mæla. Þess vegna tilgreinum við, jafnvel enn þann dag í dag, lengd á...

Fleiri niðurstöður