Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 115 svör fundust

Er vaxandi ferðaþjónusta á Íslandi góð eða slæm fyrir landið?

Til að svara spurningunni er fyrst rétt að átta sig á hvað liggur að baki þegar rætt er um vöxt í ferðaþjónustu. Því sem oftast er haldið á lofti í umræðunni er fjöldi erlendra gesta. Þær tölur sem heyrast reglulega í fjölmiðlum byggja á talningu meðal brottfararfarþega í Leifsstöð, en þegar fólk sýnir vegabréfið ...

Nánar

Eru renminbi og yuan sami gjaldmiðillinn?

Gjaldmiðill Kína heitir renminbi. Það þýðir gjaldmiðill alþýðunnar og er hann gefinn út af Alþýðubankanum þar í landi. Renminbi er skammstafað RMB. Algengasta eining renminbi er eitt yuan en það þýðir kringlóttur hlutur eða kringlótt mynt. Tákn yuansins á alþjóðamörkuðum er CNY. Einnig eru til jiao og fen. Eitt yu...

Nánar

Úr hverju er íslenska myntin?

Á heimasíðu Seðlabanka Íslands má finna ýmsan fróðleik um íslensku peningana, bæði myntirnar og seðla. Hér má sjá yfirlit um málminn sem er í hverri mynt fyrir sig. 100 og 50 króna myntir Gulleit eirblanda með: 70% kopar 24,5% sink 5,5% nikkel 10, 5 og 1 krónu myntir Málmblanda með: ...

Nánar

Má bræða íslenska mynt til þess að nota málminn úr henni?

Svarið við þessari spurningu er einfalt: Í lögum nr. 36/2001 um Seðlabanka Íslands og lögum nr. 22/1968 um gjaldmiðil Íslands er ekkert ákvæði að finna þar sem lagt er bann við því að eigendur íslenskrar myntar bræði hana og noti málminn í öðrum tilgangi. Því getur hver sem er brætt þá íslensku mynt sem hann á. ...

Nánar

Er ekki einhver mótsögn fólgin í því að ef við ætlum að taka upp evru í stað "lélegrar" krónu þurfi fyrst að gera krónuna að "góðum" gjaldmiðli með því að uppfylla tiltekin skilyrði? Eru til leiðir til að nota upptöku evru til að "losna við lélega krónu"?

Þetta er góð spurning! Það er alveg rétt hjá spyrjanda að til að fá að taka upp evru þarf að uppfylla tiltekin skilyrði sem fela í sér að ná þarf góðum tökum á peningamálum og ríkisfjármálum áður. Skilyrðin nefnast Maastricht-skilyrðin og lesendum er bent á að kynna sér þau. Evrumyntir. Benda má þó á að ákvörð...

Nánar

Er Búkolla alíslensk þjóðsaga eða á hún sér einhverjar hliðstæður?

Búkolla er kynjavera í gömlu íslensku ævintýri. Hún er tekin upp í Vættatali Árna Björnssonar (bls. 28) og þar sögð „ævintýraleg kýr sem kann mannamál”. Búkolla er ekki „vættur” í hefðbundnum skilningi þess orðs en hún er engu að síður „yfirnáttúruleg vera" og réttlætir það veru hennar í vættatalinu. Sagan ...

Nánar

Hversu miklu eyðir dæmigerður Íslendingur á mánuði?

Öll spurningin hljóðaði svona: Hversu miklum pening eyðir persóna á mánuði að meðaltali? Þá fyrir mat, reikninga, föt o.s.frv Breytist það með aldri? Hagstofa Íslands heldur utan um ýmislegt talnaefni, meðal annars tölur um neysluútgjöld Íslendinga. Því miður er eitthvað síðan tölurnar undir þessum lið voru upp...

Nánar

Hvað er fjármálakreppa?

Fjármálakreppur eru vel þekkt fyrirbæri og aðdragandi þeirrar sem Ísland stendur nú frammi fyrir er um margt svipaður og önnur lönd hafa áður upplifað. Fjármálakreppur koma alla jafna í kjölfar mikils og örs uppgangs þar sem mikið framboð hefur verið af lánsfé, almenn bjartsýni ríkt og eignaverð hækkað ört. Hækkun...

Nánar

Hvað gerðist í Tunguska í Síberíu?

Snemma morguns þann 30. júní árið 1908 heyrðist gríðarleg sprenging nálægt ánum Tunguska í Mið-Síberíu. Svæðið er frekar strjálbýlt, eiginlega eyðimörk að mestu, en þó var þar statt fólk sem varð vitni að atburðinum. Vitnin sögðu að þeim sýndist sem stór eldbolti flygi yfir himininn sem var albjartur og húsin byrj...

Nánar

Hvaða lög og reglugerðir gilda um peningasafnanir til góðgerðarmála?

Spurningin í heild sinni hljóðaði svona:Hvaða lög og reglugerðir gilda um peningasafnanir til góðgerðarmála? Hversu nákvæmlega þarf að gefa upp í hvað peningunum verður eytt?Um fjársafnanir gilda lög nr. 5/1977 um opinberar fjársafnanir. Samkvæmt greinargerð með frumvarpi sem varð að lögum nr. 5/1977 eiga lögin að...

Nánar

Hvað er langt milli Vopnafjarðar og Eyrarbakka upp á míkrómetra?

Þessi spurning gefur tilefni til að taka á málum sem margir átta sig ekki á til hlítar. Er þá einkum átt við nákvæmni í tölum og talnameðferð og hvernig hún helst í hendur við eðli máls og aðstæður allar hverju sinni. Míkrómetrinn er skammstafaður µm, þar sem µ er gríski bókstafurinn mý. Einn µm er milljónasti ...

Nánar

Hvað er þetta jólabókaflóð og hvenær hófst það?

Upprunalega spurningin hljóðaði svona: Hver er ástæðan fyrir því að hér á landi er svokallað jólabókaflóð árviss viðburður? Á árunum eftir seinna stríð streymdu peningar inn í landið. Íslendingar nutu góðs af Marshall-aðstoð Bandaríkjamanna, stórbrotinni áætlun sem var ætlað að endurreisa Evrópu eftir hörmu...

Nánar

Bjó Coca-Cola-fyrirtækið bandaríska jólasveinninn til?

Upphafleg spurning var á þessa leið: Fann Coca-Cola-fólkið upp bandaríska jólasveininn - þann sem er alltaf kátur og gengur í rauða og hvíta búningnum?Samkvæmt áreiðanlegustu heimildum mun þetta ekki vera rétt, þótt vissulega gangi þessi saga fjöllum hærra. Þó er í þessu það sannleikskorn að auglýsingaherferðir Co...

Nánar

Hvers vegna er hjátrú kringum föstudaginn þrettánda?

Hjátrú tengd föstudeginum þrettánda er meðal útbreiddustu atriða af því tagi í heiminum í dag. Á ensku kallast þessi ótti paraskevidekatriaphobia og er tengt óttanum við töluna þrettán eða triskaidekaphobia. Hugtakið var sett fram af sálfræðingnum Donald Dossey sem sérhæfir sig í að meðhöndla fólk með órökrænan ót...

Nánar

Fleiri niðurstöður