Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað er þetta jólabókaflóð og hvenær hófst það?

Jón Yngvi Jóhannsson

Upprunalega spurningin hljóðaði svona:

Hver er ástæðan fyrir því að hér á landi er svokallað jólabókaflóð árviss viðburður?

Á árunum eftir seinna stríð streymdu peningar inn í landið. Íslendingar nutu góðs af Marshall-aðstoð Bandaríkjamanna, stórbrotinni áætlun sem var ætlað að endurreisa Evrópu eftir hörmungar stríðsins. Auk þess hafði vera hersins hér á landi í för með sér mikil umsvif og atvinnu fyrir þúsundir Íslendinga.

Ein afleiðingin af þessum efnahagslegu breytingum varð sú að fólk hafði umtalsvert meiri peninga til umráða en áður en vegna efnahagsástands í heiminum var innflutningur erfiður og ekki mikið úrval af vörum í íslenskum verslunum. Það gat þess vegna verið snúið að finna gjafir, bæði fyrir börn og fullorðna. Þessi vandi leystist á nokkuð óvæntan hátt sem jafnframt sýnir hvernig bókmenntir og efnahagslíf geta tengst saman. Ein þeirra vörutegunda sem auðvelt var að flytja inn var pappír. Leiðin til að auka verðmæti hans var að prenta á hann bækur. Á árunum eftir stríð fóru íslenskir kaupsýslumenn og aðrir því að gefa út bækur og auglýsa þær sem gjafavöru fyrir jólin. Til varð fyrirbærið „jólabókaflóð“ sem varð hryggjarstykkið í útgáfu íslenskra bókmennta, skáldsagna, ævisagna, minningabóka, fræðirita, frumsaminna og þýddra, alla 20. öldina og fram á okkar daga.

Forsíðumynd Þjóðviljans þann 15. desember 1972. Samkvæmt fréttinni hefur „jólabókaflóðið“ þá náð hámarki með 300 titlum á markaði.

Á eftirstríðsárunum mótaðist íslenskur bókmenntavettvangur og bókamarkaður í þá mynd sem hann var að mestu leyti fram á 21. öldina. Bókaútgáfa var orðin sjálfstæð atvinnugrein, á áratugunum eftir stríð voru stærstu bókaforlögin þó iðulega nátengd stjórnmálahreyfingum eða ríkisvaldinu. Þótt bókaútgáfa tæki á sig mynd sem líktist meira atvinnuforlögum í nágrannalöndunum var enn þá ómögulegt að lifa af ritstörfum á íslensku einum saman. Ríkisstuðningur við bókmenntir hefur verið einn af hornsteinum íslensks bókmenntalífs alla 20. öldina og fram á þessa. Þessi stuðningur hefur aldrei verið óumdeildur og það var hann svo sannarlega ekki á fimmta og sjötta áratugnum.

Mynd:

Þetta svar er fengið úr bókinni Íslenskar bókmenntir: Saga og samhengi, Hið íslenska bókmenntafélag, Reykjavík 2021. Textinn er lítillega aðlagaður Vísindavefnum.

Höfundur

Jón Yngvi Jóhannsson

dósent á Menntavísindasviði HÍ

Útgáfudagur

1.12.2023

Spyrjandi

Úlfar V.

Tilvísun

Jón Yngvi Jóhannsson. „Hvað er þetta jólabókaflóð og hvenær hófst það?“ Vísindavefurinn, 1. desember 2023, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=85465.

Jón Yngvi Jóhannsson. (2023, 1. desember). Hvað er þetta jólabókaflóð og hvenær hófst það? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=85465

Jón Yngvi Jóhannsson. „Hvað er þetta jólabókaflóð og hvenær hófst það?“ Vísindavefurinn. 1. des. 2023. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=85465>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvað er þetta jólabókaflóð og hvenær hófst það?
Upprunalega spurningin hljóðaði svona:

Hver er ástæðan fyrir því að hér á landi er svokallað jólabókaflóð árviss viðburður?

Á árunum eftir seinna stríð streymdu peningar inn í landið. Íslendingar nutu góðs af Marshall-aðstoð Bandaríkjamanna, stórbrotinni áætlun sem var ætlað að endurreisa Evrópu eftir hörmungar stríðsins. Auk þess hafði vera hersins hér á landi í för með sér mikil umsvif og atvinnu fyrir þúsundir Íslendinga.

Ein afleiðingin af þessum efnahagslegu breytingum varð sú að fólk hafði umtalsvert meiri peninga til umráða en áður en vegna efnahagsástands í heiminum var innflutningur erfiður og ekki mikið úrval af vörum í íslenskum verslunum. Það gat þess vegna verið snúið að finna gjafir, bæði fyrir börn og fullorðna. Þessi vandi leystist á nokkuð óvæntan hátt sem jafnframt sýnir hvernig bókmenntir og efnahagslíf geta tengst saman. Ein þeirra vörutegunda sem auðvelt var að flytja inn var pappír. Leiðin til að auka verðmæti hans var að prenta á hann bækur. Á árunum eftir stríð fóru íslenskir kaupsýslumenn og aðrir því að gefa út bækur og auglýsa þær sem gjafavöru fyrir jólin. Til varð fyrirbærið „jólabókaflóð“ sem varð hryggjarstykkið í útgáfu íslenskra bókmennta, skáldsagna, ævisagna, minningabóka, fræðirita, frumsaminna og þýddra, alla 20. öldina og fram á okkar daga.

Forsíðumynd Þjóðviljans þann 15. desember 1972. Samkvæmt fréttinni hefur „jólabókaflóðið“ þá náð hámarki með 300 titlum á markaði.

Á eftirstríðsárunum mótaðist íslenskur bókmenntavettvangur og bókamarkaður í þá mynd sem hann var að mestu leyti fram á 21. öldina. Bókaútgáfa var orðin sjálfstæð atvinnugrein, á áratugunum eftir stríð voru stærstu bókaforlögin þó iðulega nátengd stjórnmálahreyfingum eða ríkisvaldinu. Þótt bókaútgáfa tæki á sig mynd sem líktist meira atvinnuforlögum í nágrannalöndunum var enn þá ómögulegt að lifa af ritstörfum á íslensku einum saman. Ríkisstuðningur við bókmenntir hefur verið einn af hornsteinum íslensks bókmenntalífs alla 20. öldina og fram á þessa. Þessi stuðningur hefur aldrei verið óumdeildur og það var hann svo sannarlega ekki á fimmta og sjötta áratugnum.

Mynd:

Þetta svar er fengið úr bókinni Íslenskar bókmenntir: Saga og samhengi, Hið íslenska bókmenntafélag, Reykjavík 2021. Textinn er lítillega aðlagaður Vísindavefnum....