Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 559 svör fundust

category-iconJarðvísindi

Hvað hefur vísindamaðurinn Sigurður Reynir Gíslason rannsakað?

Sigurður Reynir Gíslason er vísindamaður við Jarðvísindastofnun Háskólans. Undanfarin ár hefur Sigurður, ásamt rannsóknahóp sínum, rannsakað efnaskipti vatns, bergs, lofttegunda og lífvera í náttúrunni og á tilraunastofum, með sérstaka áherslu á hringrás kolefnis á jörðinni, bindingu kolefnis í bergi og áhrif eld...

category-iconLífvísindi: mannslíkaminn

Eru ormar í berjum hættulegir mönnum?

Í heild hljóðar spurningin svona:Eru ormar í berjum hættulegir mönnum ef þeir eru borðaðir í ferskum berjum? Ef svo er, drepast þeir við frystingu og á hvað löngum tíma? „Ormarnir“ sem stundum sjást á berjum og lyngi eru í raun ekki ormar heldur lirfur skordýra, aðallega fiðrilda. Þetta geta verið mismunandi te...

category-iconBókmenntir og listir

Hvað merkir Ging gang gúllí gúllí sem skátar syngja oft?

Spurningin hljóðaði upprunalega svona: Hvað merkir Gingan gúllígúllí, gúllígúllí vass vass?!? Söngurinn „Ging gang gúllí gúllí“ er ekki á raunverulegu tungumáli og merkir ekki neitt. Hann hefur lengi verið vinsæll í skátahreyfingunni, bæði hérlendis og erlendis, og fram hefur komið kenning um það að stofnandi ...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvað er demantsskellinaðra?

Rúmlega 30 tegundir teljast til ættkvíslar skröltorma eða skellinaðra (Crotalus). Tvær þessara tegunda mætti kalla demantsskellinöðrur, demantsskellur eða demantsbak út frá enska heiti þeirra, annars vegar er það vestræni demantsbakurinn eða texasskella (Crotalus atrox, e. Western diamondback rattlesnake, Texas di...

category-iconHugvísindi

Börðust indjánar í Þrælastríðinu?

Já, þótt merkilegt megi teljast þá gerðu þeir það. Margar orsakir lágu þar að baki. Sumir þjóðflokkar, svo sem frumbyggjar á indjánasvæðunum í Oklahoma (e. the Indian territories), lentu bókstaflega á milli tveggja elda þegar Norður- og Suðurríkin vígbjuggust í kringum þá. Margir töldu að „stríð hvítu mannanna”...

category-iconJarðvísindi

Hvers konar berg finnst í Fremrinámakerfinu? Getið þið sagt mér eitthvað meira um Fremrináma?

Fremrinámakerfið nær sunnan úr Ódáðahrauni, norður með Norðurfjöllum og Jökulsá á Fjöllum og út með Öxarfirði. Það er meira en 100 kílómetra langt og breidd mest milli Heilagsdals og Ketildyngju, um tíu kílómetrar. Þar er megineldstöðin með mestri gosvirkni og upphleðslu, súru bergi og háhitasvæði. Kerfið er í óby...

category-iconJarðvísindi

Hvað getið þið sagt mér um jarðfræði Landmannalauga?

Landmannalaugar eru einn fjölsóttasti áfangastaðurinn á hálendi Íslands og einn sá mest ljósmyndaði. Svæðið umhverfis Laugar er enda eitt það fjölbreyttasta og litríkasta á hálendinu. Landmannalaugasvæðið er þekkt fyrir margbreytilega og býsna flókna jarðfræði. Eldvirknin við Landmannalaugar tengist mikilli meg...

category-iconMálvísindi: almennt

Er gríska elsta tungumál í heimi?

Hér er einnig að finna svar við spurningunni: Hvenær varð forngríska til? Gríska er þjóðtunga Grikkja og er býsna gamalt tungumál. Hún er alls ekki elsta þekkta tungumálið en gríska er þó sennilega elsta tungumál heims sem á sér óslitna málsögu og enn er talað af innfæddum. Sú gríska sem töluð var í forn...

category-iconJarðvísindi

Hvernig myndast eyrar í fjörðum?

Í heild hljóðaði spurningin svona:Hvernig myndast eyrar í fjörðum? Og hvaða lögmál eru þar ríkjandi (fallstraumar, Corioliskrafur o.fl.)? Dæmi um eyrar eru Oddeyrin á Akureyri, Þormóðseyri á Sigló, Eyrin við Skutulsfjörð (Ísafjörður). Í stuttu máli: Hafaldan rýfur landið og rótar upp möl og sandi við strönd...

category-iconHugvísindi

Hvenær hófst Víetnamstríðið og hvenær lauk því?

Skipta ber Víetnamstríðinu í tvö aðskilin skeið. Hið fyrra var stríð Frakka til að halda nýlendu sinni Víetnam og hindra að þjóðernisssinnaðir kommúnistar næðu henni á vald sitt. Þetta nýlendustríð hófst 1945 og stóð til 1954. Hitt Víetnamstríðið hófst smám saman á árunum um og eftir 1960, var komið í fullan gang ...

category-iconEðlisfræði: fræðileg

Er um að ræða eitthvert miðsóknarafl í afstæðiskenningunni vegna þyngdaraflsins?

Miðsóknarafl í sígildri aflfræði er kraftur sem heldur hlut á braut um tiltekinn miðpunkt. Dæmi um miðsóknarkrafta eru togkraftur í slöngvivað sem heldur steini á hringhreyfingu um hendi veiðimanns, rafkraftur á ögn með rafhleðslu sem hreyfist á braut um ögn með andstæða hleðslu eða þyngdarkraftur á fylgihnött sem...

category-iconHugvísindi

Hvers vegna er heiminum kennt að Kólumbus hafi fundið Ameríku þegar Leifur Eiríksson kom þangað fyrstur?

Nú á dögum er almennt talið að frummaðurinn sé upprunninn í Afríku fyrir um 150.000 árum. Þaðan breiddist mannkynið út í allar áttir á löngum tíma sem mælist í tugum árþúsunda. Fyrstu ummerkin um menn í Evrópu eru um 40 þúsund ára, og fyrir um það bil 15 þúsund árum fóru menn frá Asíu á landbrú til Alaska þar sem ...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hver er munurinn á ísöld og kuldaskeiði?

Í stuttu máli þá er munurinn á ísöld og kuldaskeiði sá að ísöld merkir ákveðið tímabil í jarðsögunni sem stóð yfir í tæplega 3 milljónir ára en kuldaskeið er notað um ákveðin skeið innan ísaldar. Kannski má líkja þessu við það að orðið vetur er notað um ákveðna árstíð en það þýðir þó ekki alltaf sé kalt á veturna ...

category-iconLífvísindi: almennt

Getið þið sagt mér allt sem þið vitið um aspir?

Ösp (Populus) er ættkvísl stórvaxinna lauftrjáa. Innan ættkvíslarinnar eru 25-35 tegundir sem fyrirfinnast víða á norðurhveli jarðar. Aspir eru yfirleitt 15-50 metra háar og getur trjástofn stærstu tegunda orðið allt að 250 cm í þvermál. Venjulega er trjábörkur ungra aspa frá hvítum lit upp í grænleitt. Í eldri tr...

category-iconJarðvísindi

Hvað eru margar virkar eldstöðvar í kringum höfuðborgarsvæðið?

Þegar spurt er hversu margar eldstöðvar séu á Íslandi kann jarðfræðingum að vefjast tunga um tönn — á til dæmis að telja einstakan gíg sérstaka eldstöð eða goshrinur eins og Kröfluelda 1974-85 eitt eða mörg eldgos. Þess vegna var kringum 1970 tekið upp hugtakið eldstöðvakerfi sem tekur til allra þeirra eldstöðva s...

Fleiri niðurstöður