Hvað merkir Gingan gúllígúllí, gúllígúllí vass vass?!?Söngurinn „Ging gang gúllí gúllí“ er ekki á raunverulegu tungumáli og merkir ekki neitt. Hann hefur lengi verið vinsæll í skátahreyfingunni, bæði hérlendis og erlendis, og fram hefur komið kenning um það að stofnandi alþjóðlegu skátahreyfingarinnar, Robert Baden-Powell, hafi samið sönginn fyrir fyrsta alþjóðamót skáta (Jamboree) í Vestur-Kensington 1920.[1] Baden-Powell hafi haft textann á bullmáli svo að allir skátarnir gætu sungið hann, hverrar þjóðar sem þeir væru, en lagið hafi hann byggt á upphafi sinfóníu nr. 1 í Es-dúr eftir Wolfgang Amadeus Mozart, verki sem Mozart samdi þegar hann var aðeins 8 ára gamall.

Fram hefur komið kenning um það að Robert Baden-Powell hafi samið sönginn fyrir fyrsta alþjóðamót skáta árið 1920. Sú kenning stenst ekki. Á myndinn sést Baden-Powell á skátamótinu í Jamboree.
:Hinkan, kolikolikolikolifejsan.Á ljósmynd í leikskránni má sjá að ein leikkonan sem flutti sönginn var svert í framan svo að hún líktist blökkukonu. Persónan sem hún lék hét Hiaswintha prinsessa og líklegt að söngurinn hafi átt að vera á ímynduðu móðurmáli prinsessunnar.
Kinkan koh, kinkan koh:
:Ava, illa shava,
O illa shava
Kolifejs:
Tjolafalla, tjolafalla![2]
Söngurinn kom fram árið 1905 í nýársrevíunni „Fru Lundins inackorderingar“ eftir Axel Engdahl. Þar hét hann „The Niggers´ Morning-Song“ og er líklegt að söngurinn hafi átt að vera á ímynduðu móðurmáli Hiaswinthu prinsessu.
- ^ St Margarets. Shally Wally, Shally Wally, Shally Wally etc etc.... (Sótt 13.5.2019).
- ^ Libris. Fru Lundins inackorderingar eller den nyaste kinematagrafen: Folkteaterns nyårsrevy 1905. (Sótt 13.5.2019)
- ^ Wikipedia. Ging Gang Goolie. (Sótt 13.5.2019).
- ^ Wikipedia. Symphony No. 1 (Mozart). (Sótt 14.5.2019).
- Baden-Powell - Scout Promise at the Jamboree - YouTube. (Sótt 16.05.2019).
- Libris. Fru Lundins inackorderingar eller den nyaste kinematagrafen: Folkteaterns nyårsrevy 1905. (Sótt 16.5.2019).