Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 309 svör fundust
Væri hægt að telja villiketti til villtra dýra og koma þannig í veg fyrir að menn reyni að útrýma þeim?
Upprunalega hljóðaði spurningin svona:Villikettir sem hafa kynslóð eftir kynslóð svo áratugum saman lifað í landinu teljast til hálfvilltra dýra, lætur ekki nærri að telja þá til villtra dýra? Tel það hugsanlega getað hjálpað þeim til að fólk sé ekki að vaða inn í samfélög þeirra til að útrýma þeim. Villt dýr e...
Hvort bráðnar snjór og ís betur í roki og rigningu eða roki og sterku sólskini?
Til að geta svarað þessari spurningu þarf helst að vita fleira. Hver er forsaga snævarins, er hann nýr eða gamall, hreinn eða skítugur? Hver er lofthitinn, er hiti ofan eða neðan frostmarks? Hvert er rakastigið, er loftið ofan snævarins þurrt eða rakamettað? Hvaða árstíð er, hversu hátt er sól á lofti, hversu lang...
Menga rafbílar og hvers vegna er rafbíllinn ekki vinsælli en bensín- og dísilbílar?
Margir halda því fram að þegar búið er að framleiða rafbíl, flytja hann á milli landa og koma honum til eigandans sé heildarmengun rafbíls meiri en bíls sem er einfaldari í framleiðslu og gengur fyrir bensíni eða dísil. Svo er þó ekki. Þá hefur einnig verið töluvert rætt um framleiðsluna á rafmagni fyrir rafbílana...
Hver var þáttur Steingríms Jónssonar í rafmagnssögu Íslands?
Segja má að Steingrímur Jónsson sé „stóri maðurinn“ í rafvæðingarsögu Íslands á tuttugustu öld. Hann kom til sögunnar um það leyti sem Íslendingar voru að stíga sín fyrstu meiri háttar skref við virkjun náttúruaflanna, vatnsorkunnar og jarðvarmans, en undir hans forystu voru stigin risaskref sem miðuðu að því að k...
Hvaða rannsóknir hefur Þorgerður Jennýjardóttir Einarsdóttir stundað?
Þorgerður Jennýjardóttir Einarsdóttir er prófessor í kynjafræði við Háskóla Íslands. Rannsóknir hennar spanna vítt svið innan kvenna- og kynjafræða og hún hefur tekið þátt í fjölda íslenskra og alþjóðlegra rannsóknarverkefna. Fyrstu rannsóknir Þorgerðar voru á sviði sérfræðihópa og fagþróunar í framhaldi af do...
Hvers vegna finnast mörg eldfjöll í eldhringnum í kringum Kyrrahafið?
Ysta lag jarðarinnar, jarðskorpan, er samsett úr mörgum flekum sem hreyfast hver miðað við annan. Flekarnir ýmist nuddast saman á hliðunum, ýtast hvor frá öðrum, eða þá rekur saman þar sem annar flekinn sekkur undir hinn — þar heita niðurstreymisbelti. Á kortinu hér fyrir ofan sést að Kyrrahafið er markað a...
Er hægt að nota erfðabreyttar veirur sem bóluefni við COVID-19?
Með erfðatæknilegum aðferðum má nýta veirur sem ferjur til þess að flytja framandi gen inn í frumur. Bólusetning er ein ástæða þess að slíkum genaflutningi er beitt. Ferjaða genið á þá uppruna í sýkli. Genaferjur byggðar á veirum flytja genið inn í frumur líkamans og þannig er hægt að fá þær til að framleiða frama...
Geta úlfar og hundar eignast afkvæmi og skiptir máli hvaða hundategundir eru þar að verki?
Vegna þess hvað hundar og úlfar eru skyldir og líkir líffræðilega geta þeir eignast afkvæmi vandkvæðalaust. Þá virðist ekki skipta máli hvaða hundakyn eða úlfastofn eiga í hlut en hins vegar geta skapast vandræði ef stærðarmunur er mikill. Hundar og úlfar eru af hundaættinni, Canidae, sem inniheldur aðeins um þ...
Hvernig aðlöguðust spendýr lífi í sjó og af hverju?
Fræðimenn hafa lengi velt því fyrir sér hverjir hafi verið áar hvala á landi fyrir tugum milljóna ára. Með hjálp steingervingarannsókna eru þeir orðnir nokkuð sammála um að forfeður nútímahvala hafi verið hópur útdauðra spendýra sem heita Mesonychids á fræðimáli. Við vitum til þess að þessi hópur hafi verið ne...
Hver eru heiti allra eininga metrakerfisins? Hvað ræður nafngiftinni?
Metrakerfið (metric system) er mælikerfi sem fyrst var tekið í notkun í Frakklandi í frönsku stjórnarbyltingunni árið 1795. Það er upphaflega byggt á tveimur grunnstærðum, annars vegar á metra fyrir vegalengdir og hins vegar grammi fyrir massa. Hugmyndin var að búa til staðlaða leið til að lýsa eiginleikum hluta. ...
Hvernig þróast sullaveiki í mönnum, frá því að smit berst frá hundi og þar til maðurinn deyr?
Það sem hér verður sagt á við bandorminn Echinococcus granulosus, tegundina sem olli á sínum tíma sullaveiki í mönnum á Íslandi en var útrýmt á síðustu öld. Í nágrannalöndunum hefur skyld tegund (E. multilocularis) breiðst út á undanförnum árum og áratugum. Sú lifir ekki á Íslandi og mun vonandi aldrei ná hér fótf...
Er hægt að laga skemmd í geisladiski?
Við lestur geisladiska er lýst með leysigeisla á spíralferil á disknum sem inniheldur mislangar holur. Endurskinið frá holunum er táknað sem bitar. Holurnar eru á bakvið rúmlega 1mm þykkt glært plast, sem leysigeislinn þarf að lýsa í gegnum. Endurskinið frá spíralferlinum fer einnig í gegnum plastið til ljósnema. ...
Hvað er DNA og RNA og hvert er hlutverk þeirra?
DNA og RNA eru kjarnsýrur sem báðar eru afar mikilvægar fyrir allar lífverur, sú fyrri sem erfðaefni en sú síðari sem túlkandi erfðaboða. Kjarnsýrur eru langar keðjusameindir settar saman úr einingum sem kallast kirni (núkleótíð). Hvert kirni er aftur sett saman úr sykru, fosfati og niturbasa. Í DNA eru ferns k...
Hvernig á að losna við staravarp?
Upprunalega spurningin hljóðaði svona: Er nóg að taka hreiðrið í burtu og hreinsa svæðið til að losna við stara? Hér er einnig svarað spurningunum:Hvenær myndast staralúsin?Eru starar friðaðir?Hvernig er best að losna við stara sem flytur í þakskeggið mitt? Stari (Sturnus vulgaris) er þéttvaxinn dökkur spörfugl....
Mega krakkar á Íslandi stofna stjórnmálaflokk?
Á Íslandi, eins og í flestum öðrum löndum, ríkir svokallað félaga- og fundafrelsi. Í því felst meðal annars að allir eiga rétt á því að stofna félög í löglegum tilgangi, þar með talin stjórnmálafélög, án þess að sækja um leyfi til þess. Funda- og félagafrelsið telst til mannréttinda og er tryggt meðal annars í 74....