Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Var Quintilianus fyrsti uppeldisfræðingurinn?

Geir Þ. Þórarinsson

Hér er einnig svarað spurningunum:
  • Hver var Marcus Quintilianus? (Svana)
  • Hverjar voru hugmyndir Marcusar Quintilianusar í uppeldis- og menntamálum? (Ruth)

Marcus Fabius Quintilianus var mælskulistarkennari í Róm á 1. öld. Hann fæddist einhvern tímann á milli áranna 35 og 40 á Spáni og lést skömmu fyrir aldamót. Um ævi hans er lítið vitað. Hann nam mælskulist í Rómaborg á unglingsárum og kenndi þar seinna. Kennarar hans voru Remmius Palaemon og Domitius Afer. Árið 78 gerði Vespasíanus keisari Quintilianus að fyrsta mælskulistarkennara á vegum hins opinbera en seinna sá hann um einkakennslu við hirð Domitianusar. Frægasti nemandi hans er vafalaust Plinius yngri en Quintilianus virðist hafa notið virðingar og vinsælda fyrir kennslu sína. Hann hætti kennslu árið 88 eða um það leyti og helgaði sig skrifum og fræðimennsku. Um einkalíf hans er það eitt vitað að hann átti eiginkonu og tvo syni en missti konu sína langt fyrir aldur fram og synirnir létust báðir í æsku.

Eitt rit er varðveitt eftir Quintilianus, Institutio oratoria eða Um menntun ræðumannsins í tólf bókum og er tileinkað ræðumanninum Victoriusi Marcellusi. Þar lýsir þrautreyndur kennari í löngu máli hvernig mælskulistarmenntun skuli hagað allt frá blautu barnsbeini. Ritið er ómetanleg heimild um mælskulist og kennsluhætti mælskulistar í Rómaborg. Quintilianus er almennt íhaldssamur mælskulistarkennari sem hefur áhyggjur af hnignun góðrar ræðumennsku ásamt úrkynjun góðra siða. Hugsjónin er um vir bonus dicendi peritus, góðan mann og málsnjallan. Helsta fyrirmynd hans er Cicero, bæði sem ræðumaður og raunar einnig sem höfundur kennsluefnis um mælskulist.

Kápa ritsins Um menntun ræðumannsins sýnir Quintilianus kenna mælskulist. Útgáfa frá árinu 1720.

Þótt Quintilianus hafi eitt og annað að segja um uppeldi og menntun barna, umfram allt í fyrstu tveimur bókunum, er líklega of mikið sagt að hann hafi verið fyrsti uppeldisfræðingurinn. Í fyrsta lagi snýr umfjöllun hans ekki að uppeldi barna almennt og hvaða aðferðum skuli beita eða hvaða markmiðum eigi að stefna að. Það sem hann hefur að segja snýr að menntun og leiðsögn barna að svo miklu leyti sem ætlunin er að búa þau undir nám í mælskulist sérstaklega. Quintilianus hefur vissulega skoðanir á því hvernig eigi að kenna börnum að halda á penna og skrifa, hvaða höfunda er best að lesa og þar fram eftir götunum. Hann ræðir líka um hvata í námi, um þjálfun minnis, mikilvægi leiks í námi og fleira í þeim dúr. En það eru líka heilmargt í uppeldi barna sem hann nefnir alls ekki enda ekki ætlunin að setja fram almenna uppeldisfræði.

Í öðru lagi höfðu eldri höfundar áður sagt eitt og annað um uppeldi. Ef Quintilianus telst vera uppeldisfræðingur, þá teljast þeir það sennilega líka en þá er hann einmitt ekki sá fyrsti. Hér mætti til dæmis nefna Grikkina Xenofon, Platon og Aristóteles, sem allir voru uppi á 5. og 4. öld f.Kr. Xenofon samdi til dæmis ritið Cyropaedia eða Menntun Kýrosar um uppeldi og menntun Kýrosar mikla, Persakonungs. Menntun Kýrosar er ekki uppeldisfræðirit þótt þar sé að finna einhverjar sundurlausar pælingar um menntun og uppeldi einvaldsins. Það er ekki heldur sagnfræðirit, þótt það fjalli um sögulega persónu. Kannski er því best lýst sem riti um stjórnmál í víðum skilningi.

Ríkið er sennilega frægasta rit Platons. Það er ekki heldur rit um uppeldisfræði en eigi að síður eru þar umfangsmiklar pælingar um uppeldi barna og menntun þeirra. Platon fjallar meðal annars um skaðsemi skáldskaparlistarinnar, um mikilvægi góðra fyrirmynda fyrir siðferðisþroska, um þátt tónlistar og íþrótta í menntun barna, um gildi stærðfræðikennslu í menntun heimspekinganna og margt fleira. Platon ræðir um uppeldi og menntun víðar en í Ríkinu, til dæmis í síðasta og lengsta riti sínu sem heitir Lögin.

Stytta af Quintilianus prýðir spænsku borgina Calahorra.

Stjórnmálaheimspeki Aristótelesar er að finna í riti sem heitir Stjórnspekin. Þar ræðir Aristóteles meðal annars hvernig uppeldi og menntun barna skuli háttað í borgríkinu. Raunar er öll síðasta bókin (áttunda bók) helguð umræðu um menntun. Aristóteles leggur til að foreldrar hjálpi börnum sínum að mynda góðar venjur enda venjumyndun undanfari vitsmunaþroskans, að þeir venji þau á að þola kulda strax í frumbernsku og banni börnum ekki að öskra og gráta enda þjóni það ákveðnum tilgangi í að styrkja lungun. Hann leggur til að fullorðnir gæti tungu sinnar innan um börnin, að yngstu börnin fái ekki að heyra ákveðnar tegundir bókmennta og margt fleira. Það má segja að þarna leynist ýmsar uppeldisfræðilegar pælingar en Aristóteles var samt ekki uppeldisfræðingur og Stjórnspekin er ekki heldur uppeldisfræðirit enda eru þessar pælingar um uppeldi og menntun allar undirskipaðar stjórnmálaheimspekinni og markmiðum hennar.

Í stuttu máli er víða að finna uppeldispælingar í ritum fornra höfunda en þær eru annaðhvort sundurlausar pælingar eða undirskipaðar öðrum fræðum. Það væri nær að segja að hjá Platoni, Aristótelesi og Quintilianusi og ekki síður raunar hjá ýmsum öðrum heimspekingum, svo sem John Locke, Jean-Jacques Rousseau og Immanuel Kant, sé að finna mikilvægan undanfara eiginlegrar uppeldisfræði.

Quintilianus hefur engu að síður haft heilmikil áhrif. Hann var að vísu ekki mikið lesinn í síðfornöld og meira og minna gleymdur höfundur á miðöldum, þótt einhverjir hafi að vísu þekkt til hans eða hluta úr verki hans. En heildstætt handrit af riti hans kom í leitirnar í St. Gall árið 1416 og upp frá því hafði hann talsverð áhrif, einkum á meginlandi Evrópu, allt fram að 19. öld. Þá var hann innblástur Lorenzo Valla og Poliziano, Erasmusi frá Rotterdam, Marteini Lúther og Johanni Wolfgang von Goethe auk annarra.

Í niðurlagi bókar sinnar um Quintilianus segir fornfræðingurinn George Kennedy um hann:

Um miðja tuttugustu öld á Quintilianus sinn sess í sögu menntunar, einkum fyrir að vera fyrsti talsmaður þeirrar menntunar sem tekur mið af börnum, þar sem ríkjandi þættir eru nám í gegnum leik, að koma fram við börn sem manneskjur og áhugi á fyrstu árum skólagöngunnar. Hann er mikilvægur nemendum í ræðumennsku og mælskulist [...] vegna þess hve ítarlega hann gerir grein fyrir mælskulistinni. Fyrir fornfræðinginn er hann ágætt dæmi um menntamann í rómverska heimsveldinu. Og hann er öllum mönnum dæmi um manneskju sem er föst á milli þjáningar og velgengni.

Myndir:

Höfundur

Geir Þ. Þórarinsson

aðjúnkt í grísku og latínu við Háskóla Íslands

Útgáfudagur

28.8.2017

Spyrjandi

Ása Þorsteinsdóttir, Svana Bjarnadóttir, Ruth Stefnis

Tilvísun

Geir Þ. Þórarinsson. „Var Quintilianus fyrsti uppeldisfræðingurinn?“ Vísindavefurinn, 28. ágúst 2017, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=74255.

Geir Þ. Þórarinsson. (2017, 28. ágúst). Var Quintilianus fyrsti uppeldisfræðingurinn? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=74255

Geir Þ. Þórarinsson. „Var Quintilianus fyrsti uppeldisfræðingurinn?“ Vísindavefurinn. 28. ágú. 2017. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=74255>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Var Quintilianus fyrsti uppeldisfræðingurinn?
Hér er einnig svarað spurningunum:

  • Hver var Marcus Quintilianus? (Svana)
  • Hverjar voru hugmyndir Marcusar Quintilianusar í uppeldis- og menntamálum? (Ruth)

Marcus Fabius Quintilianus var mælskulistarkennari í Róm á 1. öld. Hann fæddist einhvern tímann á milli áranna 35 og 40 á Spáni og lést skömmu fyrir aldamót. Um ævi hans er lítið vitað. Hann nam mælskulist í Rómaborg á unglingsárum og kenndi þar seinna. Kennarar hans voru Remmius Palaemon og Domitius Afer. Árið 78 gerði Vespasíanus keisari Quintilianus að fyrsta mælskulistarkennara á vegum hins opinbera en seinna sá hann um einkakennslu við hirð Domitianusar. Frægasti nemandi hans er vafalaust Plinius yngri en Quintilianus virðist hafa notið virðingar og vinsælda fyrir kennslu sína. Hann hætti kennslu árið 88 eða um það leyti og helgaði sig skrifum og fræðimennsku. Um einkalíf hans er það eitt vitað að hann átti eiginkonu og tvo syni en missti konu sína langt fyrir aldur fram og synirnir létust báðir í æsku.

Eitt rit er varðveitt eftir Quintilianus, Institutio oratoria eða Um menntun ræðumannsins í tólf bókum og er tileinkað ræðumanninum Victoriusi Marcellusi. Þar lýsir þrautreyndur kennari í löngu máli hvernig mælskulistarmenntun skuli hagað allt frá blautu barnsbeini. Ritið er ómetanleg heimild um mælskulist og kennsluhætti mælskulistar í Rómaborg. Quintilianus er almennt íhaldssamur mælskulistarkennari sem hefur áhyggjur af hnignun góðrar ræðumennsku ásamt úrkynjun góðra siða. Hugsjónin er um vir bonus dicendi peritus, góðan mann og málsnjallan. Helsta fyrirmynd hans er Cicero, bæði sem ræðumaður og raunar einnig sem höfundur kennsluefnis um mælskulist.

Kápa ritsins Um menntun ræðumannsins sýnir Quintilianus kenna mælskulist. Útgáfa frá árinu 1720.

Þótt Quintilianus hafi eitt og annað að segja um uppeldi og menntun barna, umfram allt í fyrstu tveimur bókunum, er líklega of mikið sagt að hann hafi verið fyrsti uppeldisfræðingurinn. Í fyrsta lagi snýr umfjöllun hans ekki að uppeldi barna almennt og hvaða aðferðum skuli beita eða hvaða markmiðum eigi að stefna að. Það sem hann hefur að segja snýr að menntun og leiðsögn barna að svo miklu leyti sem ætlunin er að búa þau undir nám í mælskulist sérstaklega. Quintilianus hefur vissulega skoðanir á því hvernig eigi að kenna börnum að halda á penna og skrifa, hvaða höfunda er best að lesa og þar fram eftir götunum. Hann ræðir líka um hvata í námi, um þjálfun minnis, mikilvægi leiks í námi og fleira í þeim dúr. En það eru líka heilmargt í uppeldi barna sem hann nefnir alls ekki enda ekki ætlunin að setja fram almenna uppeldisfræði.

Í öðru lagi höfðu eldri höfundar áður sagt eitt og annað um uppeldi. Ef Quintilianus telst vera uppeldisfræðingur, þá teljast þeir það sennilega líka en þá er hann einmitt ekki sá fyrsti. Hér mætti til dæmis nefna Grikkina Xenofon, Platon og Aristóteles, sem allir voru uppi á 5. og 4. öld f.Kr. Xenofon samdi til dæmis ritið Cyropaedia eða Menntun Kýrosar um uppeldi og menntun Kýrosar mikla, Persakonungs. Menntun Kýrosar er ekki uppeldisfræðirit þótt þar sé að finna einhverjar sundurlausar pælingar um menntun og uppeldi einvaldsins. Það er ekki heldur sagnfræðirit, þótt það fjalli um sögulega persónu. Kannski er því best lýst sem riti um stjórnmál í víðum skilningi.

Ríkið er sennilega frægasta rit Platons. Það er ekki heldur rit um uppeldisfræði en eigi að síður eru þar umfangsmiklar pælingar um uppeldi barna og menntun þeirra. Platon fjallar meðal annars um skaðsemi skáldskaparlistarinnar, um mikilvægi góðra fyrirmynda fyrir siðferðisþroska, um þátt tónlistar og íþrótta í menntun barna, um gildi stærðfræðikennslu í menntun heimspekinganna og margt fleira. Platon ræðir um uppeldi og menntun víðar en í Ríkinu, til dæmis í síðasta og lengsta riti sínu sem heitir Lögin.

Stytta af Quintilianus prýðir spænsku borgina Calahorra.

Stjórnmálaheimspeki Aristótelesar er að finna í riti sem heitir Stjórnspekin. Þar ræðir Aristóteles meðal annars hvernig uppeldi og menntun barna skuli háttað í borgríkinu. Raunar er öll síðasta bókin (áttunda bók) helguð umræðu um menntun. Aristóteles leggur til að foreldrar hjálpi börnum sínum að mynda góðar venjur enda venjumyndun undanfari vitsmunaþroskans, að þeir venji þau á að þola kulda strax í frumbernsku og banni börnum ekki að öskra og gráta enda þjóni það ákveðnum tilgangi í að styrkja lungun. Hann leggur til að fullorðnir gæti tungu sinnar innan um börnin, að yngstu börnin fái ekki að heyra ákveðnar tegundir bókmennta og margt fleira. Það má segja að þarna leynist ýmsar uppeldisfræðilegar pælingar en Aristóteles var samt ekki uppeldisfræðingur og Stjórnspekin er ekki heldur uppeldisfræðirit enda eru þessar pælingar um uppeldi og menntun allar undirskipaðar stjórnmálaheimspekinni og markmiðum hennar.

Í stuttu máli er víða að finna uppeldispælingar í ritum fornra höfunda en þær eru annaðhvort sundurlausar pælingar eða undirskipaðar öðrum fræðum. Það væri nær að segja að hjá Platoni, Aristótelesi og Quintilianusi og ekki síður raunar hjá ýmsum öðrum heimspekingum, svo sem John Locke, Jean-Jacques Rousseau og Immanuel Kant, sé að finna mikilvægan undanfara eiginlegrar uppeldisfræði.

Quintilianus hefur engu að síður haft heilmikil áhrif. Hann var að vísu ekki mikið lesinn í síðfornöld og meira og minna gleymdur höfundur á miðöldum, þótt einhverjir hafi að vísu þekkt til hans eða hluta úr verki hans. En heildstætt handrit af riti hans kom í leitirnar í St. Gall árið 1416 og upp frá því hafði hann talsverð áhrif, einkum á meginlandi Evrópu, allt fram að 19. öld. Þá var hann innblástur Lorenzo Valla og Poliziano, Erasmusi frá Rotterdam, Marteini Lúther og Johanni Wolfgang von Goethe auk annarra.

Í niðurlagi bókar sinnar um Quintilianus segir fornfræðingurinn George Kennedy um hann:

Um miðja tuttugustu öld á Quintilianus sinn sess í sögu menntunar, einkum fyrir að vera fyrsti talsmaður þeirrar menntunar sem tekur mið af börnum, þar sem ríkjandi þættir eru nám í gegnum leik, að koma fram við börn sem manneskjur og áhugi á fyrstu árum skólagöngunnar. Hann er mikilvægur nemendum í ræðumennsku og mælskulist [...] vegna þess hve ítarlega hann gerir grein fyrir mælskulistinni. Fyrir fornfræðinginn er hann ágætt dæmi um menntamann í rómverska heimsveldinu. Og hann er öllum mönnum dæmi um manneskju sem er föst á milli þjáningar og velgengni.

Myndir:

...