Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Er Ríkið eftir Platon merkasta heimspekirit sem skrifað hefur verið?

Ólafur Páll Jónsson

Ríkið eða Politeia („stjórnskipan“) eins og það heitir á frummálinu er hiklaust eitt af merkustu ritum vestrænnar heimspeki, en hvort það sé merkast er önnur saga.

Ríkið er til í íslenskri þýðingu Eyjólfs Kjalars Emilssonar, gefið út í ritröð Lærdómsrita Hins íslenzka bókmentafélags árið 1991. Í ítarlegum inngangi að verkinu segir Eyjólfur meðal annars:
[Ríkið] fjallar vissulega um stjórnspeki, nánar tiltekið um hið fullkomna ríki eða stjórnskipan. En það hefur líka lengi borið undirtitilinn „Um réttlæti“, og hver lesandi sannfærist sennilega fljótt um að réttlæti fremur en nokkur stjórnskipan hljóti að vera meginefni þess. Sami lesandi fer þó kannski að efast um þetta þegar líður á lesturinn: höfundurinn virðist til dæmis segja allt eins margt um skáldskap og um réttlæti eða skipan fyrirmyndarríkisins. Og svo er sérkennilegur kafli um miðbik verksins, sem fjallar um hvað sé draumur og hvað veruleiki, sem virðist vera óumdeilanleg kóróna þess og tilgangur. Samhliða vangaveltum um þetta allt kann lesandinn að fá óljóst hugboð um einhverja undiröldu, efni sem virðist ekki vera í fyrirrúmi en skýtur öðru hverju upp kollinum, og kann þegar upp er staðið að vera höfuðviðfangsefni þess: hvað er mönnum eiginlegt og hvað ekki.

Líklega er óhætt að segja að kenningar Platons um stjórnspeki hafi ekki hlotið hljómgrunn í vestrænni heimspeki. Fyrstur manna til að andmæla þeim var nemandi Platons, Aristóteles, en hann var raunar á öndverðum meiði við Platon um flestar greinar heimspekinnar. Aftur á móti hafa kenningar Platons um eðli veruleikans, þrískiptingu sálarinnar og hvað sé mönnum eiginlegt verið afdrifaríkar í sögu vestrænnar heimspeki.



Heimild:

Platon, Ríkið, Eyjólfur Kjalar Emilsson þýddi og ritaði inngang, Hið íslenzka bókmenntafélag, Reykjavík 1991.



Mynd: Philosophy Pages, eftir Garth Kemerling

Höfundur

Ólafur Páll Jónsson

prófessor í heimspeki við HÍ

Útgáfudagur

30.10.2001

Spyrjandi

Atli Ragnarsson

Tilvísun

Ólafur Páll Jónsson. „Er Ríkið eftir Platon merkasta heimspekirit sem skrifað hefur verið?“ Vísindavefurinn, 30. október 2001, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=1929.

Ólafur Páll Jónsson. (2001, 30. október). Er Ríkið eftir Platon merkasta heimspekirit sem skrifað hefur verið? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=1929

Ólafur Páll Jónsson. „Er Ríkið eftir Platon merkasta heimspekirit sem skrifað hefur verið?“ Vísindavefurinn. 30. okt. 2001. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=1929>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Er Ríkið eftir Platon merkasta heimspekirit sem skrifað hefur verið?
Ríkið eða Politeia („stjórnskipan“) eins og það heitir á frummálinu er hiklaust eitt af merkustu ritum vestrænnar heimspeki, en hvort það sé merkast er önnur saga.

Ríkið er til í íslenskri þýðingu Eyjólfs Kjalars Emilssonar, gefið út í ritröð Lærdómsrita Hins íslenzka bókmentafélags árið 1991. Í ítarlegum inngangi að verkinu segir Eyjólfur meðal annars:
[Ríkið] fjallar vissulega um stjórnspeki, nánar tiltekið um hið fullkomna ríki eða stjórnskipan. En það hefur líka lengi borið undirtitilinn „Um réttlæti“, og hver lesandi sannfærist sennilega fljótt um að réttlæti fremur en nokkur stjórnskipan hljóti að vera meginefni þess. Sami lesandi fer þó kannski að efast um þetta þegar líður á lesturinn: höfundurinn virðist til dæmis segja allt eins margt um skáldskap og um réttlæti eða skipan fyrirmyndarríkisins. Og svo er sérkennilegur kafli um miðbik verksins, sem fjallar um hvað sé draumur og hvað veruleiki, sem virðist vera óumdeilanleg kóróna þess og tilgangur. Samhliða vangaveltum um þetta allt kann lesandinn að fá óljóst hugboð um einhverja undiröldu, efni sem virðist ekki vera í fyrirrúmi en skýtur öðru hverju upp kollinum, og kann þegar upp er staðið að vera höfuðviðfangsefni þess: hvað er mönnum eiginlegt og hvað ekki.

Líklega er óhætt að segja að kenningar Platons um stjórnspeki hafi ekki hlotið hljómgrunn í vestrænni heimspeki. Fyrstur manna til að andmæla þeim var nemandi Platons, Aristóteles, en hann var raunar á öndverðum meiði við Platon um flestar greinar heimspekinnar. Aftur á móti hafa kenningar Platons um eðli veruleikans, þrískiptingu sálarinnar og hvað sé mönnum eiginlegt verið afdrifaríkar í sögu vestrænnar heimspeki.



Heimild:

Platon, Ríkið, Eyjólfur Kjalar Emilsson þýddi og ritaði inngang, Hið íslenzka bókmenntafélag, Reykjavík 1991.



Mynd: Philosophy Pages, eftir Garth Kemerling

...