Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Er það rétt að við siðaskiptin hafi helgir munir úr kaþólskum kirkjum verið brenndir?

Hjalti Hugason

Spurningin í heild sinni hljóðaði svo:
Er það rétt að við siðaskiptin 1550 hafi kaþólskar kirkjur verið hreinsaðar af munum sínum: altaristöflum, skírnarfontum og styttum af Maríu mey, Jesú og dýrlingum — þetta brennt og er það þá ekki í ætt við bókbrennur seinna í Evrópu?

Algengt viðhorf er að á siðaskiptatímanum hafi mikið myndbrot átt sér stað bæði hér á landi og annars staðar sem rutt hafi úr vegi meginþorra kaþólskra kirkjugripa og valdið þar með stórfelldu menningarlegu tjóni. Hér er þó að mörgu að hyggja.

Eingyðistrúarbrögðin gyðingdómur, kristni og íslam, eiga það sameiginlegt að þar er ýmist bannað eða að minnsta kosti talið mjög varhugavert að gera sér myndir af Guði. Á þetta viðhorf uppruna sinn í 2. Mósebók 20:4-5 þar sem Ísraelsmönnum er bannað að gera sér líkneskjur eftir því sem er á himnum uppi og að tilbiðja þær. Íslam hefur haldið mjög fast við þetta sjónarmið allt fram á þennan dag. Þannig er til að mynda bannað að gera myndir af spámanninum Múhameð sem sýna andlit hans. Í kristni hefur aftur á móti verið fallið frá banninu og til eru ýmsar myndir af Guði frá ýmsum tímum sem hafa fest í sessi þá ímynd að hann sé gamall maður með skegg.

Í öndverðri kristni stóðu miklar deilur um hvað sýna mætti á helgimyndum sem og hvort fólk mætti gera bæn sína frammi fyrir þeim eða hvort slíkt gæti talist skurðgoðadýrkun. Sú stefna varð ofan á meðal meginþorra kristinna manna að gera mætti myndir af helgum og jafnvel guðdómlegum persónum og tilbeiðsla frammi fyrir slíkum myndum beindist að þeim sem sýndir voru á myndunum en ekki að myndunum sjálfum. Þá mynduðust líka fastmótaðar hefðir um hvernig helgimyndir skyldu gerðar sem einkum þróuðust í kirkjunni í austanverðri Evrópu (orþódoxu kirkjunni, rétttrúnaðarkirkjunni) og víða er haldið fast við enn þann dag í dag.

Sköpun Adams eftir Michelangelo. Í öndverðri kristni stóðu miklar deilur um hvað sýna mætti á helgimyndum sem og hvort fólk mætti gera bæn sína frammi fyrir þeim eða hvort slíkt gæti talist skurðgoðadýrkun.

Á siðaskiptatímunum blossaði þessi deila upp að nýju. Róttækir fylgjendur Lúthers stóðu þannig fyrir myndbroti í Wittenberg meðan Lúther dvaldi sjálfur í öryggisgæslu í Wartburgar-kastala í kjölfar ríkisþingsins í Worms en þar hafði hann hafnað tilboði um að draga kenningar sínar til baka. Lúther hvarf þá aftur til borgarinnar og batt enda á myndbrotið. Víða gætti þó hreyfingar í þá átt að eyða myndum í lútherskum sið og á Norðurlöndum var víða kalkað yfir veggmyndir í miðaldakirkjum sem reynst hefur mögulegt að endurheimta á síðari tímum.

Í kaþólskum sið fléttuðust myndverk oft saman við helga dóma en svo voru líkamsleifar dýrlinga og ýmsir gripir úr eigu þeirra nefndir. Var slíkum gripum til að mynda oft komið fyrir í líkneskjum eða skrínum sem prýdd voru helgimyndum. Því fór mikil tilbeiðsla fram við myndirnar og sumar myndir og myndskreyttir helgigripir öðluðust mikilvægt hlutverk í trúarlífi fólks þar sem sú trú ruddi sér til rúms að með því að gera bæn sína við myndir af þessu tagi eða þó ekki væri nema að snerta þær gæti fólk læknast af sjúkdómum sínum eða öðlast aðra lausn sem það þráði.

Að lútherskum skilningi voru allir milliliðir milli Guðs og manna taldir óþarfir og jafnvel til ills. Átti það ekki síst við um dýrlinga ásamt helgum dómum þeirra og myndum af þeim. Í lútherskum löndum var slíkum gripum víða eytt markvisst í kjölfar siðaskipta, þeir fjarlægðir af upphaflegum stöðum og eyðilagðir. Slíkt tímabil gekk til dæmis yfir hér í tíð Gissurar Einarssonar fyrsta lútherska biskupsins í Skálholti sem lét fjarlægja frægan kross í Kaldaðarnesi í Flóa sem mikil helgi var á sem og skrín Þorláks biskups helga í Skálholtsdómkirkju. Báðir hlutirnir voru þó varðveittir á afviknum stað uns þeim var eytt í tíð Gísla Jónssonar biskups þar frá 1558. Almennt virðist þó ekki hafa verið amast við myndverkum í kirkjum. Líkneski og myndir af dýrlingum varðveittust því langt fram yfir siðaskipti. Margir dýrlingar eins og til dæmis guðspjallamennirnir héldu líka helgi sinni. Engar lútherskar kenningar kölluðu heldur á að myndum af Kristi hafi verið eytt og líku máli gat gegnt um Maríu guðsmóður.

Altarið og hefðbundin umgjörð þess hélst langt fram yfir siðaskiptin þótt allur guðfæðilegur grunnur þess umbúnaðar væri þá löngu horfinn. Mynd úr Víðimýrarkirkju í Skagafirði sem var byggð 1834.

Margt í lútherskri guðfræði fól í sér gagnrýni á guðfræði miðaldakirkjunnar um náðarmeðölin þar á meðal kvöldmáltíðarsakramentið. Eigi að síður hélst altarið og hefðbundin umgjörð þess langt fram yfir siðaskiptin þótt allur guðfæðilegur grunnur þess umbúnaðar væri þá löngu horfinn. Má þar nefna kórskilin sem greindu kórinn með altarinu frá framkirkjunni og tjöld, svokallaða vængi, sem tjaldað var yfir og umhverfis altarið meðal annars til að auka á þá dulúðugu helgi sem þótti við hæfi að réði ríkjum við messufórnina þegar brauð og vín breyttust í líkama og blóð Krists. Altaristöflur héldust af þessum ástæðum flestar á sínum stað og í sumum tilvikum má rekja feril þeirra úr einni byggingu í aðra þegar kirkjur voru endurgerðar. Stundum viku töflurnar fyrir öðrum nýrri en var þá komið fyrir annars staðar til dæmis yfir kórdyrum. Sumar altaristöflur enduðu svo sem hlutar af þiljum kirkjunnar þegar þær voru verulega úr sér gengnar.

Skírnin hélt gildi sínu sem sakramenti í lútherskum sið. Skírnarfontar voru því áfram nauðsynlegir og ekki er líklegt að þeir hafi verið eyðilagðir eða þeir fjarlægðir. Vert er þó að geta þess að á síðari öldum áttu kirkjur oft og tíðum ekki skírnarfonta heldur voru notuð skírnarföt sem hengd voru á vegg milli þess að þau voru notuð. Saga og gerð skírnarfonta hér á landi er verðugt rannsóknarefni sem ekki hafa verið gerð nægileg skil.

Almennt má segja að kirkjubyggingar, innanbúnaður þeirra og skrautmunir hafi haldið vel velli hér á landi á siðaskiptatímanum enda krafðist lúthersk guðfræði þess ekki að gerðar væru miklar breytingar í þessu efni. Þess ber þó að geta að margar íslenskar kirkjur voru fram eftir öldum svokallaðar altimburkirkjur. Flestar voru þó að verulegu leyti úr torfi. Þetta voru því ekki varanlegar byggingar og varðveisluskilyrði listmuna hafa oftar en ekki verið slæm. Tímans tönn vann því mjög á miðaldagripum. Við endurbyggingar kirkna hefur líka eitthvað farið forgörðum. Þetta átti ekki síst við á upplýsingartímanum á ofanverðri 18. öld en sú stefna var ekki hliðholl „úreltum“ gripum. Höfundur þessa svars hefur til dæmis haldið því fram að vera kunni að meiri breytingar hafi orðið á guðsþjónusturýminu á upplýsingartímanum en við siðaskipti.

Skírnin hélt gildi sínu sem sakramenti í lútherskum sið. Skírnarfontar voru því áfram nauðsynlegir og ekki er líklegt að þeir hafi verið eyðilagðir eða þeir fjarlægðir.

Þess ber svo að geta að í kjölfar siðaskipta gerði Danakonungur kröfu um svokallaða landshjálp en í því fólst að landsmenn létu af hendi gripi úr góðmálum sem bræða mátti og endurnýta í öðrum tilgangi. Með þessu móti hugðist konungur greiða af skuldum sem orðið höfðu til í svokölluðum greifastríðum. Hér var fyrst og fremst um kirkjugripi að ræða, kvöldmáltíðaráhöld (kaleika og patínur) og önnur ker og búnað sem notaður var við helgihaldið. Líka hafa skreytingar verið fjarlægðar af helgiskrínum og þannig má lengi telja.

Til dæmis um eignaupptöku af þessu tagi má nefna erindisbréf til Páls Stígssonar sem hér var hirðstjóri og höfuðsmaður um 1560 þar sem honum var boðið að vísitera allar klausturkirkjur landsins og fjarlægja úr þeim þau áhöld sem ekki voru nauðsynleg við helgihaldið. Gripina átti höfuðsmaður að hafa með sér til Bessastaða. Hann mátti svo úthluta þurfandi kirkjum þeim búnaði sem þær skorti en flytja það sem eftir var utan og afhenda konungi upp í landshjálpina. Þessi eignaupptaka beindist þó ekki gegn kirkjubúnaði úr öðrum efnum en dýrmætum málmum.

Um margt þessu tengt má lesa víða í riti Lofts Guttormssonar Frá siðaskiptum til upplýsingar, Kristni á Íslandi III, Reykjavík: Alþingi, 2000.

Myndir:

Höfundur

Hjalti Hugason

prófessor emeritus í guðfræði við HÍ

Útgáfudagur

7.2.2017

Spyrjandi

Björn Bergsson

Tilvísun

Hjalti Hugason. „Er það rétt að við siðaskiptin hafi helgir munir úr kaþólskum kirkjum verið brenndir?“ Vísindavefurinn, 7. febrúar 2017, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=71549.

Hjalti Hugason. (2017, 7. febrúar). Er það rétt að við siðaskiptin hafi helgir munir úr kaþólskum kirkjum verið brenndir? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=71549

Hjalti Hugason. „Er það rétt að við siðaskiptin hafi helgir munir úr kaþólskum kirkjum verið brenndir?“ Vísindavefurinn. 7. feb. 2017. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=71549>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Er það rétt að við siðaskiptin hafi helgir munir úr kaþólskum kirkjum verið brenndir?
Spurningin í heild sinni hljóðaði svo:

Er það rétt að við siðaskiptin 1550 hafi kaþólskar kirkjur verið hreinsaðar af munum sínum: altaristöflum, skírnarfontum og styttum af Maríu mey, Jesú og dýrlingum — þetta brennt og er það þá ekki í ætt við bókbrennur seinna í Evrópu?

Algengt viðhorf er að á siðaskiptatímanum hafi mikið myndbrot átt sér stað bæði hér á landi og annars staðar sem rutt hafi úr vegi meginþorra kaþólskra kirkjugripa og valdið þar með stórfelldu menningarlegu tjóni. Hér er þó að mörgu að hyggja.

Eingyðistrúarbrögðin gyðingdómur, kristni og íslam, eiga það sameiginlegt að þar er ýmist bannað eða að minnsta kosti talið mjög varhugavert að gera sér myndir af Guði. Á þetta viðhorf uppruna sinn í 2. Mósebók 20:4-5 þar sem Ísraelsmönnum er bannað að gera sér líkneskjur eftir því sem er á himnum uppi og að tilbiðja þær. Íslam hefur haldið mjög fast við þetta sjónarmið allt fram á þennan dag. Þannig er til að mynda bannað að gera myndir af spámanninum Múhameð sem sýna andlit hans. Í kristni hefur aftur á móti verið fallið frá banninu og til eru ýmsar myndir af Guði frá ýmsum tímum sem hafa fest í sessi þá ímynd að hann sé gamall maður með skegg.

Í öndverðri kristni stóðu miklar deilur um hvað sýna mætti á helgimyndum sem og hvort fólk mætti gera bæn sína frammi fyrir þeim eða hvort slíkt gæti talist skurðgoðadýrkun. Sú stefna varð ofan á meðal meginþorra kristinna manna að gera mætti myndir af helgum og jafnvel guðdómlegum persónum og tilbeiðsla frammi fyrir slíkum myndum beindist að þeim sem sýndir voru á myndunum en ekki að myndunum sjálfum. Þá mynduðust líka fastmótaðar hefðir um hvernig helgimyndir skyldu gerðar sem einkum þróuðust í kirkjunni í austanverðri Evrópu (orþódoxu kirkjunni, rétttrúnaðarkirkjunni) og víða er haldið fast við enn þann dag í dag.

Sköpun Adams eftir Michelangelo. Í öndverðri kristni stóðu miklar deilur um hvað sýna mætti á helgimyndum sem og hvort fólk mætti gera bæn sína frammi fyrir þeim eða hvort slíkt gæti talist skurðgoðadýrkun.

Á siðaskiptatímunum blossaði þessi deila upp að nýju. Róttækir fylgjendur Lúthers stóðu þannig fyrir myndbroti í Wittenberg meðan Lúther dvaldi sjálfur í öryggisgæslu í Wartburgar-kastala í kjölfar ríkisþingsins í Worms en þar hafði hann hafnað tilboði um að draga kenningar sínar til baka. Lúther hvarf þá aftur til borgarinnar og batt enda á myndbrotið. Víða gætti þó hreyfingar í þá átt að eyða myndum í lútherskum sið og á Norðurlöndum var víða kalkað yfir veggmyndir í miðaldakirkjum sem reynst hefur mögulegt að endurheimta á síðari tímum.

Í kaþólskum sið fléttuðust myndverk oft saman við helga dóma en svo voru líkamsleifar dýrlinga og ýmsir gripir úr eigu þeirra nefndir. Var slíkum gripum til að mynda oft komið fyrir í líkneskjum eða skrínum sem prýdd voru helgimyndum. Því fór mikil tilbeiðsla fram við myndirnar og sumar myndir og myndskreyttir helgigripir öðluðust mikilvægt hlutverk í trúarlífi fólks þar sem sú trú ruddi sér til rúms að með því að gera bæn sína við myndir af þessu tagi eða þó ekki væri nema að snerta þær gæti fólk læknast af sjúkdómum sínum eða öðlast aðra lausn sem það þráði.

Að lútherskum skilningi voru allir milliliðir milli Guðs og manna taldir óþarfir og jafnvel til ills. Átti það ekki síst við um dýrlinga ásamt helgum dómum þeirra og myndum af þeim. Í lútherskum löndum var slíkum gripum víða eytt markvisst í kjölfar siðaskipta, þeir fjarlægðir af upphaflegum stöðum og eyðilagðir. Slíkt tímabil gekk til dæmis yfir hér í tíð Gissurar Einarssonar fyrsta lútherska biskupsins í Skálholti sem lét fjarlægja frægan kross í Kaldaðarnesi í Flóa sem mikil helgi var á sem og skrín Þorláks biskups helga í Skálholtsdómkirkju. Báðir hlutirnir voru þó varðveittir á afviknum stað uns þeim var eytt í tíð Gísla Jónssonar biskups þar frá 1558. Almennt virðist þó ekki hafa verið amast við myndverkum í kirkjum. Líkneski og myndir af dýrlingum varðveittust því langt fram yfir siðaskipti. Margir dýrlingar eins og til dæmis guðspjallamennirnir héldu líka helgi sinni. Engar lútherskar kenningar kölluðu heldur á að myndum af Kristi hafi verið eytt og líku máli gat gegnt um Maríu guðsmóður.

Altarið og hefðbundin umgjörð þess hélst langt fram yfir siðaskiptin þótt allur guðfæðilegur grunnur þess umbúnaðar væri þá löngu horfinn. Mynd úr Víðimýrarkirkju í Skagafirði sem var byggð 1834.

Margt í lútherskri guðfræði fól í sér gagnrýni á guðfræði miðaldakirkjunnar um náðarmeðölin þar á meðal kvöldmáltíðarsakramentið. Eigi að síður hélst altarið og hefðbundin umgjörð þess langt fram yfir siðaskiptin þótt allur guðfæðilegur grunnur þess umbúnaðar væri þá löngu horfinn. Má þar nefna kórskilin sem greindu kórinn með altarinu frá framkirkjunni og tjöld, svokallaða vængi, sem tjaldað var yfir og umhverfis altarið meðal annars til að auka á þá dulúðugu helgi sem þótti við hæfi að réði ríkjum við messufórnina þegar brauð og vín breyttust í líkama og blóð Krists. Altaristöflur héldust af þessum ástæðum flestar á sínum stað og í sumum tilvikum má rekja feril þeirra úr einni byggingu í aðra þegar kirkjur voru endurgerðar. Stundum viku töflurnar fyrir öðrum nýrri en var þá komið fyrir annars staðar til dæmis yfir kórdyrum. Sumar altaristöflur enduðu svo sem hlutar af þiljum kirkjunnar þegar þær voru verulega úr sér gengnar.

Skírnin hélt gildi sínu sem sakramenti í lútherskum sið. Skírnarfontar voru því áfram nauðsynlegir og ekki er líklegt að þeir hafi verið eyðilagðir eða þeir fjarlægðir. Vert er þó að geta þess að á síðari öldum áttu kirkjur oft og tíðum ekki skírnarfonta heldur voru notuð skírnarföt sem hengd voru á vegg milli þess að þau voru notuð. Saga og gerð skírnarfonta hér á landi er verðugt rannsóknarefni sem ekki hafa verið gerð nægileg skil.

Almennt má segja að kirkjubyggingar, innanbúnaður þeirra og skrautmunir hafi haldið vel velli hér á landi á siðaskiptatímanum enda krafðist lúthersk guðfræði þess ekki að gerðar væru miklar breytingar í þessu efni. Þess ber þó að geta að margar íslenskar kirkjur voru fram eftir öldum svokallaðar altimburkirkjur. Flestar voru þó að verulegu leyti úr torfi. Þetta voru því ekki varanlegar byggingar og varðveisluskilyrði listmuna hafa oftar en ekki verið slæm. Tímans tönn vann því mjög á miðaldagripum. Við endurbyggingar kirkna hefur líka eitthvað farið forgörðum. Þetta átti ekki síst við á upplýsingartímanum á ofanverðri 18. öld en sú stefna var ekki hliðholl „úreltum“ gripum. Höfundur þessa svars hefur til dæmis haldið því fram að vera kunni að meiri breytingar hafi orðið á guðsþjónusturýminu á upplýsingartímanum en við siðaskipti.

Skírnin hélt gildi sínu sem sakramenti í lútherskum sið. Skírnarfontar voru því áfram nauðsynlegir og ekki er líklegt að þeir hafi verið eyðilagðir eða þeir fjarlægðir.

Þess ber svo að geta að í kjölfar siðaskipta gerði Danakonungur kröfu um svokallaða landshjálp en í því fólst að landsmenn létu af hendi gripi úr góðmálum sem bræða mátti og endurnýta í öðrum tilgangi. Með þessu móti hugðist konungur greiða af skuldum sem orðið höfðu til í svokölluðum greifastríðum. Hér var fyrst og fremst um kirkjugripi að ræða, kvöldmáltíðaráhöld (kaleika og patínur) og önnur ker og búnað sem notaður var við helgihaldið. Líka hafa skreytingar verið fjarlægðar af helgiskrínum og þannig má lengi telja.

Til dæmis um eignaupptöku af þessu tagi má nefna erindisbréf til Páls Stígssonar sem hér var hirðstjóri og höfuðsmaður um 1560 þar sem honum var boðið að vísitera allar klausturkirkjur landsins og fjarlægja úr þeim þau áhöld sem ekki voru nauðsynleg við helgihaldið. Gripina átti höfuðsmaður að hafa með sér til Bessastaða. Hann mátti svo úthluta þurfandi kirkjum þeim búnaði sem þær skorti en flytja það sem eftir var utan og afhenda konungi upp í landshjálpina. Þessi eignaupptaka beindist þó ekki gegn kirkjubúnaði úr öðrum efnum en dýrmætum málmum.

Um margt þessu tengt má lesa víða í riti Lofts Guttormssonar Frá siðaskiptum til upplýsingar, Kristni á Íslandi III, Reykjavík: Alþingi, 2000.

Myndir:

...