Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað er sakramenti, hver eru þau og hver fann þau upp?

Einar Sigurbjörnsson (1944-2019)

Orðið sakramenti er latneskt og þýðir „leyndardómur” eða „helgur dómur”. Í kirkjunni er orðið notað um ákveðnar athafnir og hefur sakramenti verið skýrgreint á þennan hátt:

Sakramenti er heilög athöfn, sem Kristur stofnsetti sjálfur, þar sem hann veitir ósýnilegum, himneskum náðargjöfum gegnum sýnilegt, jarðneskt efni samkvæmt orði sínu.

Að skilningi þjóðkirkjunnar og annarra mótmælendakirkna eru það aðeins tvær athafnir sem standast þessa skýrgreiningu og þær eru annars vegar skírn og hins vegar heilög kvöldmáltíð eða altarissakramentið. Skírnina stofnsetti Jesús þegar hann sendi postula sína út um heiminn til að gera allar þjóðir að lærisveinum, skíra þær og kenna þeim og hét að vera með þeim allt til enda veraldar eins og segir í Matteusarguðspjalli, 28. kapitula, versunum 18-20. Þau orð eru nefnd innsetningarorð skírnarinnar eða skírnarskipunin og það er farið með þau orð í hvert skipti sem skírt er í kirkjunni.

Jesús stofnsetti altarissakramentið þegar hann sat síðast að borði með lærisveinum sínum og sagði yfir brauðinu og víninu: „Þetta er líkami minn sem fyrir yður er gefinn. Þetta er kaleikur hins nýja sáttmála í mínu blóði sem fyrir yður er úthellt til fyrirgefningar syndanna” eins og segir í innsetningarorðum altarissakramentisins.

Rómversk-kaþólska kirkjan og rétttrúnaðarkirkjan telja sakramentin fleiri en tvö eða alls sjö og þau eru: Skírn, ferming, skriftir, heilög kvöldmáltíð, smurning sjúkra, prestsvígsla og hjónaband. Stofnun þeirra var rakin til Krists ýmist beint eða óbeint, gegnum postulana eins og það var orðað.

Í þeim deilum sem ollu klofningi kirkjunnar á 16. öld höfnuðu lútherskir menn fimm þessara athafna sem sakramentum annaðhvort á þeirri forsendu að Kristur hefði ekki stofnað þær (fermingin, smurning sjúkra, hjónaband) eða af því að efni vantaði (skriftir, prestsvígsla). En athafnirnar sem tengdust þessum sakramentum héldust allar innan lúthersku kirkjunnar og hafa verið álitnar mikilvægar eins þótt menn héldu ekki að það væri hægt að skýrgreina þær sem sakramenti.

Ábendingar um frekara lesefni:

Catherina Broomé, Kaþólskur siður bls. 97-157.

Einar Sigurbjörnsson, Credo. Kristin trúfræði bls. 367-407

Einar Sigurbjörnsson, Ljós í heimi. Kristin trú og nútíminn bls. 119-158.

Einar Sigurbjörnsson, Kirkjan játar bls. 183-187, 194-206.

Helgi Hálfdánarson, Helgakver bls. 129-141.

Marteinn Lúther, Fræðin minni með inngangi og skýringum eftir Einar Sigurbjörnsson, bls. 33-47.

Sjá einnig Hvað aðgreinir kaþólska trú frá lúterskri?



Mynd: HB

Höfundur

Einar Sigurbjörnsson (1944-2019)

prófessor í guðfræði við HÍ

Útgáfudagur

20.7.2001

Spyrjandi

Nils Gíslason

Tilvísun

Einar Sigurbjörnsson (1944-2019). „Hvað er sakramenti, hver eru þau og hver fann þau upp?“ Vísindavefurinn, 20. júlí 2001, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=1807.

Einar Sigurbjörnsson (1944-2019). (2001, 20. júlí). Hvað er sakramenti, hver eru þau og hver fann þau upp? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=1807

Einar Sigurbjörnsson (1944-2019). „Hvað er sakramenti, hver eru þau og hver fann þau upp?“ Vísindavefurinn. 20. júl. 2001. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=1807>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvað er sakramenti, hver eru þau og hver fann þau upp?
Orðið sakramenti er latneskt og þýðir „leyndardómur” eða „helgur dómur”. Í kirkjunni er orðið notað um ákveðnar athafnir og hefur sakramenti verið skýrgreint á þennan hátt:

Sakramenti er heilög athöfn, sem Kristur stofnsetti sjálfur, þar sem hann veitir ósýnilegum, himneskum náðargjöfum gegnum sýnilegt, jarðneskt efni samkvæmt orði sínu.

Að skilningi þjóðkirkjunnar og annarra mótmælendakirkna eru það aðeins tvær athafnir sem standast þessa skýrgreiningu og þær eru annars vegar skírn og hins vegar heilög kvöldmáltíð eða altarissakramentið. Skírnina stofnsetti Jesús þegar hann sendi postula sína út um heiminn til að gera allar þjóðir að lærisveinum, skíra þær og kenna þeim og hét að vera með þeim allt til enda veraldar eins og segir í Matteusarguðspjalli, 28. kapitula, versunum 18-20. Þau orð eru nefnd innsetningarorð skírnarinnar eða skírnarskipunin og það er farið með þau orð í hvert skipti sem skírt er í kirkjunni.

Jesús stofnsetti altarissakramentið þegar hann sat síðast að borði með lærisveinum sínum og sagði yfir brauðinu og víninu: „Þetta er líkami minn sem fyrir yður er gefinn. Þetta er kaleikur hins nýja sáttmála í mínu blóði sem fyrir yður er úthellt til fyrirgefningar syndanna” eins og segir í innsetningarorðum altarissakramentisins.

Rómversk-kaþólska kirkjan og rétttrúnaðarkirkjan telja sakramentin fleiri en tvö eða alls sjö og þau eru: Skírn, ferming, skriftir, heilög kvöldmáltíð, smurning sjúkra, prestsvígsla og hjónaband. Stofnun þeirra var rakin til Krists ýmist beint eða óbeint, gegnum postulana eins og það var orðað.

Í þeim deilum sem ollu klofningi kirkjunnar á 16. öld höfnuðu lútherskir menn fimm þessara athafna sem sakramentum annaðhvort á þeirri forsendu að Kristur hefði ekki stofnað þær (fermingin, smurning sjúkra, hjónaband) eða af því að efni vantaði (skriftir, prestsvígsla). En athafnirnar sem tengdust þessum sakramentum héldust allar innan lúthersku kirkjunnar og hafa verið álitnar mikilvægar eins þótt menn héldu ekki að það væri hægt að skýrgreina þær sem sakramenti.

Ábendingar um frekara lesefni:

Catherina Broomé, Kaþólskur siður bls. 97-157.

Einar Sigurbjörnsson, Credo. Kristin trúfræði bls. 367-407

Einar Sigurbjörnsson, Ljós í heimi. Kristin trú og nútíminn bls. 119-158.

Einar Sigurbjörnsson, Kirkjan játar bls. 183-187, 194-206.

Helgi Hálfdánarson, Helgakver bls. 129-141.

Marteinn Lúther, Fræðin minni með inngangi og skýringum eftir Einar Sigurbjörnsson, bls. 33-47.

Sjá einnig Hvað aðgreinir kaþólska trú frá lúterskri?



Mynd: HB

...