Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað urðu risaeðlur oftast gamlar?

Jón Már Halldórsson

Steingerðar leifar risaeðlu geta sagt okkur ýmislegt um lífshætti viðkomandi dýrs eða tegundar; hvernig það hreyfði sig, hvað það át og ýmsa aðra þætti í vistfræðilegri stöðu þess. En það getur, eftir því sem við best vitum, ekki sagt okkur hversu gamalt dýrið var þegar það datt niður dautt.

Menn vita því ekki fyrir víst hversu gamlar risaeðlur urðu. Líklega urðu þær þó nokkuð gamlar. Þessa ályktun má draga af því að mörg af elstu hryggdýrum heimsins í dag eru stórvaxin skriðdýr, rétt eins og risaeðlurnar. Sem dæmi má nefna að langlífustu hryggdýr sem nú eru uppi, risaskjaldbökur, geta orðið meira en 150 ára gamlar og krókódílar, stærstu núlifandi skriðdýrin, geta orðið rúmlega sjötugir. Þá geta stórvaxnir fuglar, eins og svanir, orðið rúmlega 80 ára gamlir, en fuglar eru taldir komnir af risaeðlum.

Leifar risaeðla gefa ýmislegt til kynna um lífhætti þeirra, en ekki beint hversu háum aldri þær gátu náð.

Spendýr virðast að jafnaði ekki verða jafn langlíf því aðeins örfáar spendýrategundir ná viðlíka aldri og skriðdýrin. Þar má að sjálfsögðu nefna manninn og líka fíla sem verða allt að 70 ára gamlir. Af langlífum spendýrum má einnig nefna norðhval (Balaena mysticetus). Hann er rólyndisleg og stórvaxin skepna sem lifir í köldum heimskautasjónum fyrir norðan Ísland og á fleiri hafsvæðum norðurhjarans. Það kann að vera að rólegt fas og kalt umhverfi valdi því að dýr af þessari tegund geta náð óvenju háum aldri, en samkvæmt óstaðfestum heimildum getur þessi hvalur ef til vill orðið allt að 200 ára,

Langlífustu fiskar og froskdýr ná vart hærri aldri en 50 árum.

Mynd:

Höfundur

Jón Már Halldórsson

líffræðingur

Útgáfudagur

11.8.2014

Spyrjandi

Berghildur Ýr Axelsdóttir, f. 2001

Tilvísun

Jón Már Halldórsson. „Hvað urðu risaeðlur oftast gamlar?“ Vísindavefurinn, 11. ágúst 2014, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=67260.

Jón Már Halldórsson. (2014, 11. ágúst). Hvað urðu risaeðlur oftast gamlar? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=67260

Jón Már Halldórsson. „Hvað urðu risaeðlur oftast gamlar?“ Vísindavefurinn. 11. ágú. 2014. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=67260>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvað urðu risaeðlur oftast gamlar?
Steingerðar leifar risaeðlu geta sagt okkur ýmislegt um lífshætti viðkomandi dýrs eða tegundar; hvernig það hreyfði sig, hvað það át og ýmsa aðra þætti í vistfræðilegri stöðu þess. En það getur, eftir því sem við best vitum, ekki sagt okkur hversu gamalt dýrið var þegar það datt niður dautt.

Menn vita því ekki fyrir víst hversu gamlar risaeðlur urðu. Líklega urðu þær þó nokkuð gamlar. Þessa ályktun má draga af því að mörg af elstu hryggdýrum heimsins í dag eru stórvaxin skriðdýr, rétt eins og risaeðlurnar. Sem dæmi má nefna að langlífustu hryggdýr sem nú eru uppi, risaskjaldbökur, geta orðið meira en 150 ára gamlar og krókódílar, stærstu núlifandi skriðdýrin, geta orðið rúmlega sjötugir. Þá geta stórvaxnir fuglar, eins og svanir, orðið rúmlega 80 ára gamlir, en fuglar eru taldir komnir af risaeðlum.

Leifar risaeðla gefa ýmislegt til kynna um lífhætti þeirra, en ekki beint hversu háum aldri þær gátu náð.

Spendýr virðast að jafnaði ekki verða jafn langlíf því aðeins örfáar spendýrategundir ná viðlíka aldri og skriðdýrin. Þar má að sjálfsögðu nefna manninn og líka fíla sem verða allt að 70 ára gamlir. Af langlífum spendýrum má einnig nefna norðhval (Balaena mysticetus). Hann er rólyndisleg og stórvaxin skepna sem lifir í köldum heimskautasjónum fyrir norðan Ísland og á fleiri hafsvæðum norðurhjarans. Það kann að vera að rólegt fas og kalt umhverfi valdi því að dýr af þessari tegund geta náð óvenju háum aldri, en samkvæmt óstaðfestum heimildum getur þessi hvalur ef til vill orðið allt að 200 ára,

Langlífustu fiskar og froskdýr ná vart hærri aldri en 50 árum.

Mynd:

...