Dýr sem lifa við erfið skilyrði þar sem ekki er skýr útungunartími eins og ríkir á Galapagoseyjum hafa meiri tilhneigingu til að verða langlíf. Aukið langlífi við slíkar aðstæður eykur líkurnar á því að koma upp afkvæmum. Þetta kann að vera skýringin á langlífi Galapagos-risaskjaldbakanna. Þetta er vel þekkt á öðrum svæðum þar sem umhverfisskilyrði eru erfið, til dæmis á eyðimerkursvæðum, en þar verða dýr mun langlífari en dýr sömu ætta og ættkvísla í tempruðum svæðum og hitabeltissvæðum. Önnur ástæða sem skýrir langlífi stórvaxinna skjaldbaka, er sú að stór dýr hafa tilhneigingu til að lifa lengur en smærri dýr í sömu ættum. Hjá prímötum eru mannapar stærstir og langlífastir allra prímata og meðal hófdýra er þetta samband einnig sterkt. Ennfremur verða fílar og hvalir afar gamlir. Mynd:
Þetta svar er í flokknum "bekkirnir spyrja" þar sem starfsfólk vefsins svarar spurningum frá grunnskólabekk í kennslustund, samkvæmt samningi. Lögð er áhersla á skjót svör, stutt og aðgengileg. Oft er byggt á öðrum svörum sem kunna að nýtast almennum lesendum betur.