Sólin Sólin Rís 10:23 • sest 16:05 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 25:04 • Sest 15:29 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 12:18 • Síðdegis: 25:05 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 05:51 • Síðdegis: 18:50 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:23 • sest 16:05 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 25:04 • Sest 15:29 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 12:18 • Síðdegis: 25:05 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 05:51 • Síðdegis: 18:50 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvert er hlutfall allra líffæra fisksins af heildarþyngd hans?

Jón Már Halldórsson

Í þessu svari er miðað við að átt sé við líffæri í kviðarholi fisks, það er að segja innyflin. Þegar innyfli eru fjarlægð úr kviðarholinu er talað um að slægja. Hlutfall þess sem eftir stendur þegar fiskur er slægður má kalla slægingarhlutfall en einnig er talað um slóghlutfall og slægingarstuðla.

Slægingarhlutfall er mismunandi eftir fisktegund, stærð fiska, aldri, veiðisvæði og árstíðum en gefin hafa verið út viðmið um hlutfall slógs og eru þau einhvers konar meðaltal. Samkvæmt opinberu mati sem miðað er við á Íslandi er slægingarstuðull þorsks (Gadus morhua), ýsu (Melanogrammus aeglefinus) og ufsa (Pollachius virens) 0,84 sem þýðir að gert er ráð fyrir að innyflin vegi 16%. Samkvæmt þessu viðmiði þá vega innyfli 10 kg þorsks um 1,6 kg.

Samkvæmt stuðlum á vef Fiskistofu er miðað við að innyfli þorsks vegi um 16% af þyngd hans að meðaltali.

Aðrir fiskar svo sem langa (Molva molva) og blálanga (Molva dypterygia) eru með lægra slægingarhlutfall en innyflin vega 20% af lífþyngd fisksins. Slægingarhlutfallið er þá 0,80. Flatfiskar eins og til dæmis skarkoli (Pleuronectes platessa), sandkoli (Limanda limanda) og lúða (Hippoglossus hippoglossus) eru hins vegar með talsvert hærra hlutfall eða 0,92. Þannig vega innyflin einungis 8% af þyngd hans.

Á vef Fiskistofu má sjá hina ýmsu slægingarstuðla fyrir ólíkar tegundir nytjafisks á Íslandsmiðum. Þess má geta að þar sem slægingarhlutfallið er 1,00 hefur ekki verið gefið út opinbert slægingarhlutfall eins og hjá uppsjávarfiskum (síld, loðna, kolmunni og makríll), flestum hryggleysingjum auk tegundum sem teljast til minni nytjafiska, svo sem stóra bramafisks (Brama brama).

Mynd:

Höfundur

Jón Már Halldórsson

líffræðingur

Útgáfudagur

8.8.2013

Spyrjandi

Stefán Jón Pétursson

Tilvísun

Jón Már Halldórsson. „Hvert er hlutfall allra líffæra fisksins af heildarþyngd hans?“ Vísindavefurinn, 8. ágúst 2013, sótt 23. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=64038.

Jón Már Halldórsson. (2013, 8. ágúst). Hvert er hlutfall allra líffæra fisksins af heildarþyngd hans? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=64038

Jón Már Halldórsson. „Hvert er hlutfall allra líffæra fisksins af heildarþyngd hans?“ Vísindavefurinn. 8. ágú. 2013. Vefsíða. 23. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=64038>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvert er hlutfall allra líffæra fisksins af heildarþyngd hans?
Í þessu svari er miðað við að átt sé við líffæri í kviðarholi fisks, það er að segja innyflin. Þegar innyfli eru fjarlægð úr kviðarholinu er talað um að slægja. Hlutfall þess sem eftir stendur þegar fiskur er slægður má kalla slægingarhlutfall en einnig er talað um slóghlutfall og slægingarstuðla.

Slægingarhlutfall er mismunandi eftir fisktegund, stærð fiska, aldri, veiðisvæði og árstíðum en gefin hafa verið út viðmið um hlutfall slógs og eru þau einhvers konar meðaltal. Samkvæmt opinberu mati sem miðað er við á Íslandi er slægingarstuðull þorsks (Gadus morhua), ýsu (Melanogrammus aeglefinus) og ufsa (Pollachius virens) 0,84 sem þýðir að gert er ráð fyrir að innyflin vegi 16%. Samkvæmt þessu viðmiði þá vega innyfli 10 kg þorsks um 1,6 kg.

Samkvæmt stuðlum á vef Fiskistofu er miðað við að innyfli þorsks vegi um 16% af þyngd hans að meðaltali.

Aðrir fiskar svo sem langa (Molva molva) og blálanga (Molva dypterygia) eru með lægra slægingarhlutfall en innyflin vega 20% af lífþyngd fisksins. Slægingarhlutfallið er þá 0,80. Flatfiskar eins og til dæmis skarkoli (Pleuronectes platessa), sandkoli (Limanda limanda) og lúða (Hippoglossus hippoglossus) eru hins vegar með talsvert hærra hlutfall eða 0,92. Þannig vega innyflin einungis 8% af þyngd hans.

Á vef Fiskistofu má sjá hina ýmsu slægingarstuðla fyrir ólíkar tegundir nytjafisks á Íslandsmiðum. Þess má geta að þar sem slægingarhlutfallið er 1,00 hefur ekki verið gefið út opinbert slægingarhlutfall eins og hjá uppsjávarfiskum (síld, loðna, kolmunni og makríll), flestum hryggleysingjum auk tegundum sem teljast til minni nytjafiska, svo sem stóra bramafisks (Brama brama).

Mynd:

...