Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 341 svör fundust

category-iconMálvísindi: íslensk

Er rangt að skrifa skammstafanir án bila á milli punkta, til dæmis þegar maður skrifar t.d. eða eiga að vera bil á milli?

Í ritreglum frá Íslenskri málstöð er fjallað sérstaklega um þetta í grein 98. Þar segir: Ekki er haft stafbil milli tveggja skammstafaðra orða nema aftan við skammstöfun sem er tveir eða fleiri stafir og milli tveggja skammstafana sem hvor um sig er sjálfstæð eining. Samkvæmt þessu er skrifað: t.d. a.m.k. o...

category-iconHugvísindi

Hvort á að segja „Hvert er gengi krónunnar?“ eða „Hvað er gengi krónunnar?“

Spurnarfornafnið hver hefur í nefnifalli og þolfalli hvorugkyns tvær myndir, hvert og hvað. Almenna reglan er sú að hvert er notað hliðstætt með nafnorði, t.d. hvert blaðanna er best?, en hvað sérstætt, t.d. hvað er að? Í dæminu hvert/hvað er gengi krónunnar? er á reiki hvor myndin er notuð. Í vandaðra máli er þó ...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvort á maður að segja: „Ég fékk þetta í láni“ / „ég fékk þetta að láni“ / „ég fékk þetta lánað“?

Vaninn er að nota orðasambandið að fá eitthvað að láni, t.d. „Ég fékk bókina að láni í bókasafninu“ en ekki í láni. Aftur á móti er sagt: „Bókin er í láni“ eða „Ég er með bókina í láni frá bókasafninu.“ Í seðlasafni Orðabókar Háskólans (www.lexis.hi.is) eru fá dæmi um að fá eitthvað lánað en það er algengt í máli ...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvað er það, þegar luntur er í einhverjum?

Orðabók Háskólans hefur engin dæmi um orðið luntur en ef til vill er hér átt við nafnorðið lunti. Lunti getur merkt 'lasleiki, vesöld', t.d. „Það hefur verið hálfgerður lunti í mér upp á síðkastið.“ En lunti getur einnig merkt 'fýla' eða 'geðvonska'. Þá er t.d. sagt: „Það er hálfgerður lunti í krakkanum,“ og ræðst...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hver er stofnstærð villiminks á Íslandi? Á hann sér einhverja náttúrulega óvini?

Stofnstærð villts minks á Íslandi Stærð íslenska minkastofnsins er óþekkt. Enn hefur engin tilraun verið gerð til að mæla hana þannig að einu vísbendingar um stofnstærðina eru veiðitölur frá veiðistjóraembættinu. Lítið er þó hægt að fullyrða um stofnstærðina út frá þeim en þær geta gefið vísbendingar um breytin...

category-iconVísindafréttir

„Að strjúka sögunni á móti háralaginu“

Vísindaheimspeki er viðfangsefni janúarmánaðar á Vísindavefnum. Í fjórðu viku janúarmánaðar var fjallað sérstaklega um hugvísindi og hagfræði: Hvað eru hugvísindi? Er hagfræði vísindi? Geta hagfræðingar t.d. gefið góð svör um hvaða áhrif efnahagsaðgerðir muni hafa? Og birt voru tvö svör um vísindamenn...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hver er lengsta setning sem hægt er að mynda með því að nota einungis skammstafanir?

Þessari spurningu er nánast ómögulegt að svara. Eðlileg setning þarf að hafa frumlag, umsögn og (helst) andlag eða forsetningarlið. Þess vegna er ekki hægt að hrúga saman röð af skammstöfunum og fá vit úr setningunni. Eðli skammstafana er að stytta algenga liði innan setningar í ritun en ekki tali. Vel má hugs...

category-iconLífvísindi: almennt

Hvernig urðu litlu frumurnar í sjónum að mönnum og dýrum?

Til þess að svara þessari spurningu er ekki hægt að vísa í beinar niðurstöður tilrauna eða athugana. Í spurningunni er fólgið að hvorki menn né dýr voru til einhvern tíma í fyrndinni og hvorki menn né dýr gátu því fylgst með þessu gerast. Ég kýs því að veita fræðilegt svar og byggi það á þróunarkenningu Darwins. ...

category-iconLögfræði

Geta börn gert samninga og t.d. tekið lán á Netinu?

Hér er einnig að finna svar við spurningunni: Hvað þarf maður að vera gamall til þess að gera munnlegan samning? Í svari við spurningunni Er hægt gera barn ábyrgt fyrir myndbandsspólu sem ekki er skilað á réttum tíma? er farið yfir þetta álitaefni. Í stuttu máli er ekkert sem bannar ólögráða einstaklingu...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvað er ekla sem kemur t.d. fyrir í orðinu mannekla?

Upphaflega spurningin hljóðaði svona:Flestir vita hvað mannekla er en hvað nákvæmlega merkir ekla og er eitthvað tiltakanlega 'rangt' við að nota þennan hluta orðsins sem sjálfstætt orð (sem þó virðist aldrei vera gert)? Nafnorðið ekla kemur fyrir þegar í fornu máli. Í fornmálsorðabók Johans Fritzners (I:317) e...

category-iconMálvísindi: íslensk

Er rétt íslenska að nota 'hvar' og 'hvaðan' þar sem oftast er notað 'þar sem'?

Spurningin er svona í fullri lengd: Er "rétt" íslenska að nota "hvar" og "hvaðan" þar sem ("hvar") oftast er notað "þar sem"? Annað dæmi: ...hvaðan nöfn vinningshafanna verða dregin út. Orðið hvar er atviksorð sem notað er þegar spurt er um stað, t.d.: „Hvar á hann heima?”, „Hvar eigum við að hittast?”. Orði...

category-iconVísindavefurinn

Hver voru tíu vinsælustu svörin á Vísindavefnum í ágúst 2013?

Samkvæmt vefmælingu Modernusar voru tíu vinsælustu svör ágústmánaðar á Vísindavefnum árið 2013 þessi hér: Hvað er glópagull og hvernig verður það til? Hvort er réttara náttúrlega eða náttúrulega? Hvenær er höfuðdagur? Hvert er algengasta nafn á sveitabæ á Íslandi? Hver er þessi „obbi“, þegar talað er um obb...

category-iconHagfræði

Hvað er lögmál um framboð og eftirspurn í hagfræði?

Hagfræðingar verja drjúgum tíma í að skoða tvíburana framboð og eftirspurn og er oft rætt um lögmál í því samhengi. Er því þannig haldið fram að um eftirspurn gildi það lögmál að því hærra sem verð tiltekinnar vöru eða þjónustu sé því minni verði eftirspurnin. Sömuleiðis er því iðulega haldið fram að því hærra sem...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvað geta margir samhljóðar komið fyrir í röð í einu orði?

Hversu margir samhljóðar fara saman í einu orði fer eftir því hvort um grunnorð er að ræða, þ.e. ósamsett orð, eða hvort það er samsett. Ef orð er ósamsett eru ekki fleiri en þrír samhljóðar í framstöðu, þ.e. fremst í orðinu. Orð sem byrja á sp-, st-, sk- geta t.d. bætt við sig þriðja samhljóða og þeim fjórða ef h...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvað er sigurnagli?

Íslensk orðabók eftir Árna Böðvarsson (Reykjavík: Menningarsjóður, 2. útg. 1983) gefur þessa skýringu:Segulnagli, málmnagli (t.d. á handfæri) festur í þar til gert gat sem hann getur snúist í. ...

Fleiri niðurstöður