Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 14 svör fundust
Hvaða íbúðahverfi á höfuðborgarsvæðinu liggja á flekaskilum?
Spurningin í fullri lengd hljóðaði svona: Hvaða íbúðahverfi á höfuðborgarsvæðinu liggja á flekaskilum um þverbrotabelti sunnanlands? Hvaða íbúðahverfi önnur á höfuðborgarsvæðinu liggja á flekaskilum s.s. Norður-Ameríkuflekans og Evrasíuflekans? Stutta svarið við spurningunni er að engin íbúðahverfi á höfu...
Hvað er gosrein og hvað er sprungusveimur?
Gliðnun lands við frárek í gosbeltunum leiðir til eldgosa á löngum sprungum sem geta náð langt út fyrir megineldstöð. Víða er þannig að finna langar gígaraðir sem liggja að mestu leyti utan megineldstöðva. Dæmi um slíkt eru Lakagígar. Gígaraðir raðast stundum í þyrpingar, þannig að nokkrar slíkar úr mismunandi eld...
Hversu langt geta kvikugangar brotið sér leið? Gæti kvikugangur t.d. leitað undir Reykjanesbæ?
Öll spurningin hljóðaði svona: Hversu langt geta kvikugangar brotið sér leið? Geta þeir farið í allar áttir í jarðskorpunni? Gæti kvikugangur t.d. leitað undir Reykjanesbæ? Kvikugangur er í raun sprunga í bergi sem er full af bergkviku. Sprungan myndast fyrir tilstilli spennu í berginu og ef vökvi er til st...
Hvers konar eldfjall er Torfajökull?
Torfajökull á sér ekki hliðstæðu meðal eldfjalla á Íslandi. Hann gýs svo til eingöngu ríólíti. Slík eldfjöll eru stundum nefnd ríólít-eldfjöll, og eru sum af stærstu eldfjöllum jarðar af þeirri gerð. Þau hafa sjaldnast miðlægt gígsvæði, en öskjur eru þar og í þeim verða stórgos með löngu (tugþúsunda-hundruðþúsunda...
Hver er munurinn á eldstöð, eldstöðvakerfi og megineldstöð? Er þetta allt það sama?
Ekki er allt þetta alveg það sama, eins og skýrt er hér að neðan: Eldstöð er samkvæmt Íslenzkri orðabók Menningarsjóðs: Eldfjall, staður þar sem eldgos er eða hefur orðið. Orðið er þannig almennt, án tillits til gerðar eða stærðar: Hekla er eldstöð, einnig Eldborg á Mýrum, Skjaldbreiður og Krafla. Eldborg á...
Hvað er megineldstöð?
Megineldstöðvar má skilgreina með eftirfarandi eiginleikum: Þar gýs aftur og aftur, í rótum þeirra er kvikuhólf, þar myndast margvíslegar bergtegundir - basískar, ísúrar og súrar - og þar eru iðulega háhitasvæði. Krafla. Þorleifur Einarsson lýsir svo myndun og þróun megineldstöðva í bók sinni Myndun og mótun...
Hvers konar gos hafa orðið á Reykjanesskaga?
Hraun þekja um tvo þriðju hluta Reykjanesskaga. Þar er hlutur dyngjuhrauna mun stærri, rúmlega einn þriðji, en sprunguhraun rúmlega einn fjórði af flatarmáli skagans. Ýmis önnur tilbrigði hafa komið fram í gosháttum, svo sem þeyti- og sprengigos þegar kvika komst í snertingu við vatn. Menjar um slík gos eru gjósku...
Hvað er sigdalur og hvernig myndast hann?
Sigdalur (e. graben, rift valley) er það kallað þar sem spilda milli sprungna hefur sigið og myndað við það dal á yfirborði. Sigdalir geta verið stórir, eins og til dæmis Rínardalurinn eða sigdalirnir miklu í Austur-Afríku, eða litlir eins og sumir sigdalirnir í sprungusveimum íslenskra eldstöðva. Sigdalir ver...
Er líklegt að gosið í Geldingadölum standi lengi?
Enginn nema almættið veit hvenær gosinu í Geldingadölum lýkur. Ástæðan er meðal annars sú, að gosið er næsta einstætt — Reykjanesskagi er sérstæður hluti af rekbeltum landsins og um 780 ár eru frá því síðast gaus á Skaganum. Það gos batt enda á 500 ára hrinu nokkurra sprungugosa líkum gosinu í Geldingadölum, en ek...
Hvað getið þið sagt mér um eldvirkni á Reykjanesskaga?
Gosbeltið á Reykjanesskaga er sniðreksbelti, það er að segja í senn þverbrota- og gliðnunarbelti. Stefna þess er 70-80 gráður austur, en það sveigir til norðaustlægari stefnu allra vestast. Þarna munar 25-35 gráðum frá rekstefnu. Þáttur þverbrotabeltisins kemur fram í norður-suður sniðgengjum með hægri hliðrun.[1]...
Hvað eru margar virkar eldstöðvar í kringum höfuðborgarsvæðið?
Þegar spurt er hversu margar eldstöðvar séu á Íslandi kann jarðfræðingum að vefjast tunga um tönn — á til dæmis að telja einstakan gíg sérstaka eldstöð eða goshrinur eins og Kröfluelda 1974-85 eitt eða mörg eldgos. Þess vegna var kringum 1970 tekið upp hugtakið eldstöðvakerfi sem tekur til allra þeirra eldstöðva s...
Er vitað hversu mörg eldgos urðu á Reykjanesskaganum á síðasta eldgosatímabili?
Síðasta eldgosatímabil hófst um 800 e.Kr., eða litlu fyrr, og lauk árið 1240. Stóð það því yfir í um 450 ár. Engar samtímaheimildir eru til sem lýsa eldgosunum svo að gagni sé og því erfitt um vik að áætla fjölda gosanna. Það sem helst má nota í því sambandi er að telja hraunin eða hraunflekkina og reyna að tengja...
Hvernig og hvenær myndaðist Kleifarvatn?
Upprunaleg hljóðaði spurningin svona:Hvernig varð Kleifarvatn til, svona jarðfræðilega séð og hvenær? Hér er einnig svarað spurningunni:Hvaða atburður leiddi til mikillar lækkunar á yfirborði Kleifarvatns árið 2000? Í stuttu máli: Kleifarvatn – um 10 km2 að flatarmáli og 97 m djúpt – fyllir sigdal lokaðan í bá...
Getið þið sagt mér það helsta um eldstöðvakerfið sem kennt er við Svartsengi og Eldvörp?
Næsta eldstöðvakerfi austan Reykjaness er venjulega kennt við Svartsengi og Eldvörp. Hér verður það nefnt Svartsengiskerfi. Röð af dyngjum og móbergsfellum úr ólivínríku bergi skilur á milli þess og Reykjaneskerfisins. Þar er Háleyjarbunga syðst, þá Sandfellshæð, Lágafell, Sandfell, Þórðarfell og Súlur-Stapafell n...