Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 53 svör fundust

category-iconLífvísindi: almennt

Hver er þriðji stærsti skógur Íslands?

Frá fornu fari hefur verið talað um þrjá höfuðskóga Íslands: Hallormsstaðaskóg, Vaglaskóg og Bæjarstaðarskóg. Í þeim öllum eru trén óvenjuhávaxin á íslenskan mælikvarða og eru tveir þeir fyrrnefndu allstórir að flatarmáli en Bæjarstaðarskógur talsvert minni um sig. Því hefur verið haldið fram að Hallormsstaðaskóg...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvað þýðir orðtiltækið ‘að ganga ekki heill til skógar’?

Merking orðatiltækisins að ganga ekki heill til skógar er að ‘vera ekki við góða heilsu, eiga við meiðsl eða veikindi að stríða’. Elsta dæmi Orðabókar Háskólans er fengið úr Safni af íslenzkum orðskviðum eftir Guðmund Jónsson sem gefið var út árið 1830. Þar er orðatiltækið prentað: ,,Hann gengr ekki heill til ...

category-iconLífvísindi: almennt

Hverjir eru helstu skógar Asíu?

Hér áður fyrr þöktu skógar stóran hluta austanverðrar Asíu. Aðeins vatnasvæði og hæstu fjöll voru skóglaus. Þéttir regnskógar þöktu meðal annars suðausturhluta álfunnar, en nú hefur töluvert mikið gengið á þá enda búa tæpir tveir milljarðar manna á því svæði. Asískir skógar telja um 700 milljónir hektara að flatar...

category-iconLífvísindi: almennt

Verður Ísland aftur skógi vaxið?

Ef átt er við hvort útbreiðsla skóga á Íslandi verði aftur eins og hún er talin hafa verið við landnám þá er það ólíklegt, að minnsta kosti í fyrirsjáanlegri framtíð. Eins og fram kemur í svari Þrastar Eysteinssonar við spurningunni Miðað við núverandi trjárækt í landinu, hvenær næst sama gróðurþekja og við...

category-iconUmhverfismál

Hvaða rannsóknir hefur Auður H. Ingólfsdóttir stundað?

Alþjóðakerfið, tengsl hins alþjóðlega við hið staðbundna, valdatengsl ólíkra hópa og samskipti manns og náttúru eru þeir þræðir sem tvinnast saman í rannsóknum Auðar H. Ingólfsdóttur, alþjóðastjórnmálafræðings og sérfræðings við Rannsóknamiðstöð ferðamála (RMF). Miðstöðin hefur aðsetur við Háskólann á Akureyri en ...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvernig er dýralíf í Danmörku?

Áður fyrr þöktu skógar um 80-90% af Danmörku og dýrafána landsins einkenndist þess vegna af skógardýrum. Nú er stundaður mjög umfangsmikill landbúnaður í landinu og hafa skógar verið ruddir auk þess sem 95-98% af upprunalegu votlendi hefur verið þurrkað upp á með tilheyrandi fækkun votlendisdýra, svo sem froskdýra...

category-iconLífvísindi: almennt

Hvernig er skógur skilgreindur?

Upprunalega spurningin var:Hvað telst skógur? Hæð trjáa, hversu þétt á milli trjáa, stærð á skóginum? Og hversu há er prósentutalan af heildarstærð landsins sem er þakin skógi nú? Ég var að velta fyrir mér eftir að víkingarnir eyddu skógum hérna var 1% eftir. Nú til dags höfum við gróðursett nokkuð. Á Íslandi e...

category-iconUmhverfismál

Er það rétt að skógar á norðurslóðum bindi bara brot af því kolefni sem skógar í hitabeltinu gera?

Segja má að spurningin sé tvíþætt: Er nú þegar bundið meira kolefni í skógum hitabeltisins en í norðlægum skógum? Eru hitabeltisskógarnir mikilvirkari í nýbindingu en skógar á norðurslóðum? Varðandi geymslu kolefnis er talið að í öllum skógum heimsins séu bundin um 283 gígatonn (Gt) af kolefni (skýrsla FAO 200...

category-iconUmhverfismál

Af hverju er eyðing skóga talin vera alvarlegt vandamál?

Þessa spurningu er hægt að skilja á tvo vegu: Hvað er svona mikilvægt við skóga að eyðing þeirra skuli vera talin alvarlegt vandamál?Er eyðing skóga svo mikil að að hún teljist alvarlegt vandamál og af hverju stafar eyðingin? Svar við fyrri spurningu: Þýðing skóga fyrir mannkynið og reyndar allt líf á jö...

category-iconLífvísindi: almennt

Hversu mikið hefur skógrækt og kolefnisbinding skóga aukist á Íslandi undanfarin ár?

Til þess að draga úr styrk kolefnis í andrúmsloft eru tvær leiðir, annars vegar að draga úr losun og hins vegar að auka kolefnisbindingu. Kolefnisbinding með skógrækt er ein af öflugri aðgerðum sem hægt er að beita í þessu skyni. Áætlað er að kolefnisforði í gróðri jarðar sé um 560 milljarðar tonna og af þeim séu ...

category-iconLífvísindi: almennt

Hvernig er gróðurfarið í Norður-Ameríku?

Í þessu svari er miðað við að mörkin á milli Norður- og Suður-Ameríku liggi um Panamaeiðið en stundum eru notuð önnur viðmið eins og greint er frá í öðrum svörum á Vísindavefnum, til dæmis við spurningunni Í hvaða heimsálfu er Mexíkó, Norður- eða Suður-Ameríku? Í norðri nær Norður-Ameríka að heimskautaströndum Al...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvað getið þið nefnt mér margar kattartegundir sem lifðu á ísöld?

Allar þær villtu kattartegundir sem finnast í dag voru einnig á ferli á ísöld þó útbreiðsla þeirra hafi verið önnur. Við lok ísaldar urðu miklar loftslagsbreytingar, sérstaklega á norðurhveli jarðar, og í kjölfarið dóu nokkrar kattartegundir út. Hér verður fjallað nánar um þau kattadýr sem hurfu við lok síðasta jö...

category-iconHugvísindi

Í hverju bjuggu víkingar?

Í húsagerð notuðu víkingar þann efnivið sem var í boði á hverjum stað. Á Íslandi voru hús byggð úr mold, torfi, grjóti og rekaviði. Sá viður sem þurfti í burðargrind húsa var innfluttur. Annars staðar þar sem skógar voru miklir, eins og í Noregi, voru húsin úr timbri en einnig voru byggð steinhús. Elstu híbýli ...

category-iconJarðvísindi

Hvað gerðist eftir að risaeðlur dóu út og þangað til maðurinn kom fram?

Spurningin í fullri lengd hljóðaði svona: Getur einhver útskýrt hvað gerðist frá því að risaeðlurnar dóu út og til ísaldar þegar spendýrin komu fram? Miklar breytingar urðu á dýralífi jarðar fyrir um 66 milljón árum, á mörkum miðlífsaldar og nýlífsaldar. Þá dóu um 75% allra dýrategunda út, þar með taldar allar ...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvar búa úlfar og hvað geta þeir orðið stórir?

Fyrr á öldum voru úlfar (Canis lupus) sennilega útbreiddasta rándýrið á þurrlendi jarðar. Í Norður-Ameríku lifðu þeir allt frá Grænlandi og heimskautasvæðum Kanada og Alaska suður til Mexíkó. Í Evrasíu voru úlfar um alla Evrópu og Asíu, nema á hitabeltissvæðunum. Með fólksfjölgun voru skógar ruddir og þá gekk á l...

Fleiri niðurstöður