Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 24 svör fundust

category-iconJarðvísindi

Finnst raf á Íslandi?

Raf (gr. elektron, þ. Bernstein, e. amber) finnst ekki hér á landi. Það er „steinrunnin“ trjákvoða af barrtrjám og telst ekki vera bergtegund heldur steind (e. mineral). Þó uppfyllir það hvorki þann þátt í skilgreiningu steindar að vera af ólífrænum uppruna né hinn, að hafa reglulega kristalgrind, því raf er myndl...

category-iconBókmenntir og listir

Hvaða rannsóknir hefur Margrét Elísabet Ólafsdóttir stundað?

Margrét Elísabet Ólafsdóttir er lektor í listum við kennaradeild Háskólans á Akureyri ásamt því að starfa sjálfstætt að verkefnum á sviði lista, svo sem ritstjórn, sýningarstjórn og greinarskrifum fyrir sýningar. Rannsóknir Margrétar eru á sviði list- og fagurfræði. Rannsóknir hennar hafa beinst að tengslum l...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Er eitthvað merkilegt við brotið 1/137?

Stærðfræðilega er ekki neitt sérstaklega merkilegt við brotið 1/137 = 0.007299270072992700729927... fyrir utan að talan 137 er frumtala. Talan 1/137 á hins vegar dálítinn sess í sögulegu samhengi eðlisfræðinnar. Á fjórða áratug síðustu aldar setti breski eðlisfræðingurinn Arthur Eddington (1882 - 1944) fram t...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hver uppgötvaði rafmagnið?

Ein stærsta byltingin í nútímasamfélagi var uppgötvun og nýting rafmagnsins. Þó enn séu fjölmargir sem ekki búa við þau þægindi sem rafmagnið veitir væri nánast óhugsandi að ímynda sér lífið í hinum vestræna heimi án þess. Svo háð erum við rafmagninu að samfélag okkar lamast nánast algjörlega þegar þess nýtur ekki...

category-iconSagnfræði: mannkynssaga

Hvenær var víkingaöld?

Upprunalega hljóðaði spurningin svona:Hvenær er talið að víkingaaldirnar hafi byrjað, er rétt að miða við 793 þegar þeir réðust á Lindisfarne og síðan 1066 við bardagann við Stamford Bridge. Eins og önnur löng söguleg tímabil er víkingaöld huglægur tilbúningur sem er ætlað að koma einhverri skipan á óreiðukennd...

category-iconEðlisfræði: fræðileg

Er til eitthvað sem kallast rafsegulpúls?

Líklega á spyrjandi við það sem á ensku hefur verið nefnt electromagnetic pulse (EMP). Við skulum kalla þetta fyrirbæri rafsegulhögg. Það var fyrst uppgötvað við prófanir á kjarnorkusprengjum sem sprengdar voru í háloftum. Uppruni höggsins er í svokölluðum Compton rafeindum, sem örvast við sprenginguna, og eins...

category-iconVísindi almennt

Hversu margir rafbílar eru á Íslandi?

Upplýsingar um ökutæki á landinu er meðal annars að finna á vef Samgöngustofu, inni á sérvef um bifreiðatölur. Orka náttúrunnar birtir einnig tölur um fjölda raf- og tengitvinnbíla á Íslandi. Samkvæmt gögnum frá Orku náttúrunnar er fjöldi skráðra rafbíla eftir árum eftirfarandi, miðað við nóvembermánuð hvers ár...

category-iconEðlisfræði: fræðileg

Hver var Charles-Augustin de Coulomb og hvert var hans framlag til vísindanna?

Charles-Augustin de Coulomb var einn þekktasti vísindamaður Frakka á síðari hluta 18. aldar. Framlag hans á ýmsum sviðum eðlis- og efnisvísinda er með ólíkindum mikið og fjölbreytt. Coulomb var fæddur í bænum Angoulême í Suðvestur-Frakklandi 1736, af ættum embættis- og auðmanna. Að loknu verkfræðinámi í París s...

category-iconHagfræði

Hver eru heildarútgjöld Íslendinga til hitaveitu á ári?

Árið 1996 voru heildartekjur hitaveitna á Íslandi 5,8 milljarðar króna. Notkun hitaveitna er vitaskuld meiri í hverjum mánuði á vetrum en sumrum. Álitamál er þó hvernig skipta á rekstrarkostnaði eftir árstímum og verður ekki gerð tilraun til þess hér. Reykjanesvirkjun.Þess má geta að árið 1995 seldu hitaveitur la...

category-iconVerkfræði og tækni

Geta bylgjur frá GSM-símum eyðilagt kreditkort og aðra hluti sem búnir eru segulröndum?

Svarið er nei og þetta má skýra með eftirfarandi athugun. Lítum fyrst á segulræmuna. Á henni er runa eða safn af örsmáum seglum. Oftast eru þetta staflaga maghemít-seglar, en maghemít (γ-Fe2O3) er segull sem hefur góða eiginleika hvað varðar segulstyrk og stöðugleika. Lega seglanna myndar mynstur sem ræðst...

category-iconEðlisfræði: í daglegu lífi

Af hverju lýsir eldurinn?

Þegar eldur brennur losnar svokölluð efnaorka (e. chemical energy) úr læðingi. Sameindir efnisins sem er að brenna taka að hreyfast með miklum hraða og sleppa frá efninu. Orkan sem losnar breytist í aðrar myndir af orku. Hluti af orkunni myndar ljós en annar hluti orkunnar berst til okkar sem varmi. Í raun og ...

category-iconLífvísindi: mannslíkaminn

Hvaða hlutverki gegnir taugabolur og taugasími í taugafrumum?

Taugafrumur eða taugungar eru mjög sérhæfðar frumur. Hlutverk þeirra er að flytja taugaboð frá einum stað til annars í líkamanum. Taugaboð eru dauf raf- og efnaboð. Rafboð myndast þegar taugungur verður fyrir áreiti, til dæmis þegar ljós fellur á taugung í sjónu augans eða heitur hlutur áreitir sársaukaskynfrumu í...

category-iconLífvísindi: almennt

Hver er elsta lífvera á jörðinni?

Hægt er að skilja spurninguna á að minnsta kosti tvennan máta, hvaða einstaka lífvera hefur náð hæstum aldri, eða hvaða lífverur komu fyrst fram á jörðinni. Í svari Guðmundar Eggertssonar hér á Vísindavefnum við spurningunni Hvenær kviknaði líf á jörðinni og hvers vegna? kemur fram hverjar hafi sennilega verið fy...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvað er stöðurafmagn?

Flestir kannast við að hafa strokið uppblásinni blöðru hratt fram og aftur eftir hári sínu og látið hana svo loða við vegg í stutta stund. Eftir meðferðina stendur hárið gjarnan beint út í loftið og er svolitla stund að jafna sig. Hvort tveggja, blaðran og hárið, hefur fengið rafhleðslu og sagt er að myndast hafi ...

category-iconLífvísindi: almennt

Geta líffræðingar greint DNA úr hvaða sýni sem er, til dæmis úr gömlum bút af naflastreng?

Á síðustu árum hafa rannsóknir á DNA gjörbreytt þekkingu okkar á líffræði, jafnt á starfsemi lífvera sem sögu lífs á jörðinni, skyldleika tegunda og dreifingu þeirra. Með notkun sameindaaðferða (PCR e. polymerase chain reaction) má fjölfalda búta úr erfðaefni úr ýmsum vefjum svo að aðeins lítið magn af DNA getur d...

Fleiri niðurstöður