Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 101 svör fundust
Hvaða rannsóknir hefur Guðbjörg Vilhjálmsdóttir stundað?
Guðbjörg Vilhjálmsdóttir er prófessor í náms- og starfsráðgjöf við Háskóla Íslands. Hún hefur rannsakað áhrifaþætti náms- og starfsvals og mælt árangur af aðferðum í náms- og starfsráðgjöf. Áhrif á náms- og starfsval eru bæði af félagslegum og sálrænum toga. Til að kanna félagslega áhrifaþætti á náms- og starfsval...
Hvaða rannsóknir hefur Kristjana Stella Blöndal stundað?
Kristjana Stella Blöndal er dósent í meistaranámi í náms- og starfsráðgjöf við Félagsfræði-, mannfræði- og þjóðfræðideild Háskóla Íslands. Í rannsóknum sínum hefur hún einkum beint sjónum að náms- og starfsferli ungmenna og brotthvarfi frá námi sem er óvenjumikið á Íslandi samanborið við Norðurlöndin og flest önnu...
Ég er 17 ára stelpa, hvernig geri ég ferilskrá?
Öll spurningin hljóðaði svona: Spurningin mín er: Hvernig gerir maður starfsferilsskrá? Ég er 17 ára ung stelpa sem er að leita að vinnu. Ég þarf ekki nauðsynlega að vera með starfsferilsskrá fyrir störf sem ég er að sækja um núna en mig langar að vera með starfsferilskrá fyrir til öryggis í framtíðinni af því ég...
Hvaða rannsóknir hefur Elsa Eiríksdóttir stundað?
Elsa Eiríksdóttir er dósent á Menntavísindasviði Háskóla Íslands. Rannsóknir hennar snúa að því hvernig fólk lærir verklega kunnáttu, hvernig yfirfærsla þekkingar og færni á sér stað og hvernig uppbygging náms og framsetning námsefnis getur haft þar áhrif, sérstaklega í upphafi náms. Núverandi rannsóknarverkefni s...
Hvaða einkunnakerfi gildir í lagadeild Háskóla Íslands? Er það notað annars staðar í skólanum?
Meginreglan um einkunnir við Háskóla Íslands er í 1. mgr. 61. gr. reglna nr. 458/2000 fyrir Háskóla Íslands og hljóðar svo:Einkunnir skulu gefnar í heilum, eða heilum og hálfum tölum frá 0 til 10. Aðaleinkunn er vegið meðaltal allra einkunna til lokaprófs. Aðaleinkunn reiknast með tveimur aukastöfum, og er 9,0 - 1...
Hvað eru bráðger börn?
Hugtakið bráðger er notað yfir börn sem talin eru búa yfir óvenju miklum hæfileikum í samanburði við jafnaldra sína. Nákvæmlega á hvaða sviðum þessir hæfileikar liggja eða hversu mikið börnin taka fram úr því sem þykir í meðallagi er þó ekki ljóst. Fjölmargar skilgreiningar hafa verið settar fram til að reyna að ú...
Hvaða menntun þarf maður til að geta orðið geimfari?
Menntun geimfara er allmismunandi. Úti í geimnum þurfa geimfarar að vinna ýmis rannsóknarverkefni. Ekki er þó nauðsynlegt að þeir séu sérhæfðir í hverju verkefni, heldur þurfa þeir að geta farið eftir þeim rannsóknarleiðbeiningum sem þeim eru gefnar. Líkamleg próf og sálfræðipróf skipta miklu við val á geimförum. ...
Er einhver leið til þess að nálgast lista yfir bestu háskóla í heiminum til að stúdera stærðfræði í?
Það eru til listar sem geta hjálpað til við að finna góða skóla en ekki er til neinn listi yfir „bestu“ skólana á heimsvísu. Hvað er „besti“ skólinn fer eftir mörgum atriðum. Nám sem hentar einum kann að vera hundónýtt fyrir annan. Síðan koma inn í atriði eins og kostnaður við námið og hvernig það er að búa á v...
Er einhver munur á gáfum katta og hunda? Hvort þeirra má skilgreina sem gáfaðra dýr?
Eflaust er hér um að ræða eitt allra mesta þrætuefni gæludýraeigenda í dag. Í könnun sem gerð var í Bandaríkjunum var spurt hvert fólk telji vera greindasta húsdýrið og svöruðu flestir að hundar væru það en næst í röðinni komu kettir. En spurningin er ekki aðeins líffræðileg heldur líka heimspekileg, samanber s...
Hver var Björg C. Þorláksson og hvert var framlag hennar til vísindanna?
Björg C. Þorláksson var fyrsta íslenska konan sem lauk doktorsprófi. Það gerði hún árið 1926 en þann 17. júní það ár varði hún við Sorbonne-háskóla í París doktorsritgerð sína Le Fondement Physiologique des Instincts: Des Systemes Nutritif, Neuromusculaire et Genital. Ritgerðin fjallar um lífeðlisfræðilegan grundv...
Hvaða breytingar á hugmyndafræði í menntamálum eru líklegar eða fyrirhugaðar á næstu árum eða áratugum?
Menntun fer fram á ýmsum ólíkum sviðum. Menntastefna er mótuð á landsvísu þar sem ákvörðun er tekin um inntak og meginviðfangsefni náms. Hvert sveitarfélag ákveður svo hversu miklu fjármagni skuli veita til skóla og hvaða kröfur eigi að gera um menntun og hæfni kennara sem ráðnir eru þar til starfa. Skólastjórar o...
Hvernig urðu ættarnöfn til og af hverju?
Upprunalega spurningin hljóðaði svona: Nú spurði dóttir mín mig hvernig ættarnöfn urðu til og af hverju? Elsta ættarnafnið, sem vitað er til að hafi verið notað hérlendis, er Vídalín. Það tók Arngrímur Jónsson lærði (1568–1648) upp á 17. öld og notaði það við stöku tækifæri. Barnabörn hans völdu það síðan sem...
Hvaða rannsóknir hefur vísindamaðurinn Kolbrún Þ. Pálsdóttir stundað?
Kolbrún Þ. Pálsdóttir er dósent í tómstunda- og félagsmálafræði og verðandi sviðsforseti Menntavísindasviðs. Rannsóknir hennar hafa einkum beinst að tengslum formlegs og óformlegs náms, hlutverki frístundaheimila og samstarfi innan menntakerfa. Á síðustu árum hefur skipulagt tómstundastarf skipað æ ríkari sess...
Hvað hefur vísindamaðurinn Birna María Svanbjörnsdóttir rannsakað?
Birna María B. Svanbjörnsdóttir er lektor við kennaradeild Háskólans á Akureyri. Viðfangsefni hennar í starfi og rannsóknum tengjast einkum námi í víðum skilningi og viðleitni við að brúa bilið milli fræða og starfs á vettvangi. Helstu áhugasvið hennar eru starfsþróun og starfshættir í skólastarfi sem stuðla að me...
Er hægt að læra afbrotafræði á Íslandi?
Afbrotafræði er ein grein félagsvísinda sem styðst við viðurkenndar aðferðir til rannsókna á afbrotum og samfélagslegum viðbrögðum. Afbrotafræðin felur í sér vísindalega rannsókn á afbrotum, afbrotahegðun og viðurlögum. Mikil áhersla er lögð á aðferðafræði, refsilögin og fræðilegar kenningar um afbrot og samfélag....