Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 17 svör fundust
Hvað veldur stjörnuhrapi?
Í sólkerfinu er fullt af grjóti og málmhnullungum. Við köllum þetta samheitinu geimgrýti. Margt af því kemur úr smástirnabelti sem er á milli Mars og Júpíters og einnig úr halastjörnum sem hafa sundrast. Á hverjum degi skella milljónir svona steina á lofthjúpi jarðar. Núningur við lofthjúpinn verður til þess að ge...
Er til þjóðsaga um að í Dimmuborgum sé eitt af hliðum helvítis?
Slík þjóðsaga er ekki til í þeim þjóðsagnasöfnum sen hingað til hafa verið prentuð. Í Árbók Ferðafélags Íslands sem út kom 2006 og heitir Mývatnssveit með kostum og kynjum er ekki heldur á þetta minnst. Hún var þó skrifuð var af Mývetningi, Jóni Gauta Jónssyni, sem gerði sér meðal annars far um að tína til þjóðsög...
Hvað er geimgrýti?
Hugtakið geimgrýti er notað um aragrúa grjót- eða málmhnullunga sem sveima um geiminn. Grýti er samheiti orðsins grjót sem einkum er notað um óhöggna steina. Geimgrýtið kemur meðal annars úr smástirnabelti sem er á milli Mars og Júpíters og einnig úr halastjörnum sem hafa sundrast. Önnur hugtök eru einnig notuð...
Hvar bjuggu útilegumenn og hversu lengi var mannabyggð í Laugarvatnshelli?
Um útilegumenn hefur áður verið fjallað um í svari við spurningunni Hvar bjuggu útilegumenn? Voru þeir yfirleitt í hellum? Þar kemur meðal annars fram að lýsingar á verustað útilegumanna í þjóðsögum taka allar mið af lýsingu á bústað þursins Þóris í Grettis sögu. Bústaðurinn er í dal sem er hulinn af fjöllum eða j...
Hvers vegna er kríuvarp svo algengt við mannabústaði eða íbúðabyggð?
Það er rétt að kríuvarp er algengt nærri mannabyggðum og er þau að finna nærri bæjum og þorpum víða um land. Krían þrífst til dæmis vel á nokkrum stöðum á Höfuðborgarsvæðinu, svo sem á Seltjarnarnesi og Reykjavíkurtjörn. Stærstu kríuvörpin undanfarna áratugi hafa verið í Flatey á Breiðafirði og á Arnarstapa á Snæf...
Hvernig eru hugtökin dreifbýli og landsbyggð skilgreind hér á landi?
Upphafleg spurning var sem hér segir:Hvernig er dreifbýli (rural) skilgreint á Íslandi? Er skilgreiningin á orðinu landsbyggð (countryside) eitthvað öðruvísi en fyrir dreifbýli?Samkvæmt alþjóðlegum skilgreiningum er þéttbýli skilgreint sem “húsaþyrping með minnst 200 íbúum og fjarlægð milli húsa yfirleitt ekki mei...
Hvað hafa margir látist af völdum ísbjarna hér á landi?
Ísbirnir koma oft til Íslands með hafís þegar hann er hér á annað borð. Þetta má meðal annars sjá í íslenskum annálum þar sem oft er sagt frá hafís og ísbjörnum sem ganga á land og eru oftast drepnir en stundum er getið um að þeir hafi líka drepið fólk. Þór Jakobsson veðurfræðingur hefur tekið saman fróðleik um þe...
Hvenær er talið að næsti loftsteinn lendi á jörðinni?
Næsti loftsteinn lendir örugglega á jörðinni í dag! Eins og fram kemur í fróðlegu svari Sævars Helga Bragasonar við spurningunni Hvað eru miklar líkur á því að geimgrýti rekist á jörðina? verður jörðin daglega jörðin fyrir ágangi milljóna smásteina sem eru á sveimi úti í geimnum. Flestir þessara steina eru afa...
Er líklegt að loftsteinn klessi á jörðina og grandi henni og okkur?
Loftsteinar eru alltaf að lenda á jörðinni. Flestir steinanna eru þó það smáir að þeir brenna upp í lofthjúpnum. Líklega ná þó um 500 lofsteinar til jarðar daglega en fæstir finnast. Mestar líkur eru nefnilega á því að þeir lendi í úthöfunum eða fjarri mannabyggð, til dæmis á Suðurskautslandinu. Árekstrar við s...
Þrífast rottur í sveitum landsins og hvar halda þær til í þéttbýli?
Tvær rottutegundir hafa fundist hér á landi, brúnrotta (Rattus norvegicus) og svartrotta (Rattus rattus). Eins og Gunnar Karlsson rekur í svari sínu við spurningunni Hvenær varð fyrst vart við rottur á Íslandi? er trúlegt að Ísland hafi verið rottulaust fram á 17. eða 18. öld. Fyrst er getið um rottur í sýslulýsin...
Hvar eru upptök svartadauða?
Sjúkdómurinn sem nefndur er svartidauði, plága eða pest í mönnum er orsakaður af bakteríunni Yersinia pestis. Auk þess að geta lifað í mönnum lifir bakterían víða um heim við náttúrulegar aðstæður. Þar lifir hún góðu lífi í ýmsum tegundum spendýra, meðal annars í villtum nagdýrum. Smitaðar flær gegna lykilhlutverk...
Hver er munur á stærð íslenskra jökla í dag og á landnámsöld?
Ljóst er af frásögn fornrita að jöklar hafa sett svip á landslagið þegar við landnám. Landnáma segir að vísu ekki mikið frá jöklum en engu að síður er ljóst af örnefnum, einkum Jökulsám, sem voru víða á landinu, að jöklar voru að mestu á sömu stöðum og þeir eru enn þann dag í dag. Ýmsar fornsögur svo sem Njáls ...
Hvað eru miklar líkur á því að geimgrýti rekist á jörðina?
Hér einnig svarað eftirfarandi spurningum:Hvað eru mikla líkur á að það skelli loftsteinn á jörðina? (Auðunn Axel Ólafsson f. 1988)Hverjar eru líkurnar á því að steinn lendi á jörðinni? (Jakob Guðnason f. 1986)Er líklegt að stór loftsteinn lendi á jörðinni á næstunni? (Laufey Dóra Áskelsdóttir, f. 1990.)Allar líku...
Dvöldu útilegumennirnir einir á fjöllum eða héldu þér til í hópum? Var fólk almennt hrætt við þá?
Þekking okkar á útilegumönnum er fyrst og fremst komin úr þjóðsögum og því er erfitt að tala um útilegumenn öðruvísi en sem þjóðsagnapersónur - sem við höfum dæmi um allt frá fornöld í sögum af Gretti sterka. Í munnmælasögum frá 17. öld eru huldudalir í óbyggðum ekki setnir útilegumönnum sem fólki stafar ógn af, e...
Hvað getið þið sagt mér um plastmengun á landi?
Plastmengun í hafinu hefur mikið verið rannsökuð síðustu ár en menn vita miklu minna um plastmengun á landi. Þannig liggja hvorki fyrir tölur um líklegt magn af plasti sem velkist um lönd heimsins né um skaðsemi þessarar mengunar til skamms og langs tíma litið. Málið er þó alla vega komið á dagskrá og vel hægt að ...